Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Svona var umhorfs á Wieringermeer-polder, eftir að flóðið kom yfir. útvega samastaði handa öllum þeim, sem tóku þátt í endur- reisnarstarfinu á Walcheren. — Voru reist bráðabirgðaskýli fyr- ir þá, sem verða að duga þar til byggð verða hús. SumsstaS- ar býr fólk í loftvarnabyrgjum og kjöllurum skotvirkjanna, er ÞjóSverjar höfðu steypt. Inn- flutt, lilhöggvin timburhús hafa einnig verið byggð á W,alch- eren. Trjágróðurinn var eitt af því, sem vakti ahygli á Walcheren fyrir stríð. MeSfram öllum vég- um voru limrík trjágöng og flest þorpin stóðu í trjálundum. Og allsstaðar voru aldingarðár. — Mestur hlutinn af skógargróðr- inum eyðilagðist af sjávarselt- unni og nú hefir sérstök nefnd verið sett á laggirnar til þess að standa fyrir trjárækt á ný. Wieringer Meer-polder var síðasti árangurinn af því starfi Hollendinga að ná landi úr greipum Ægis. Eftir að flóo- garðarnir yfir þvert op Suður- sjávar, milli Norður-Hollands og Fríslands, höfðu verið full- gerðir 1932, voru svonefndir „innri flóðgarðarnir“ byggðir kringum Wieringermeer-pold- er, sem er um 10.000 hektarar að stærð. Þetta svæði varð besta hveitiræktarsvæði Ilollands og risu þar upp nýtísku býli, sem Hollendingar með réttu voru hróðugir af. SíSustu mánuði vetrarins 1944 - ’45, þegar Hollendingar sveltu heilu hungri og fólk hrundi niður af sulti, frömdu Þjóðverjar siðasta ódæði sitt í Hollandi. Þeir sprengdu innri flóSgarðana kringum Wiering- ermeer-polder, svo að væntanleg uppskera gereyðilagðist undir flóðinu úr Suðursjó. Öll mann- virki eyðilögðust meira og minna. Þegar friðurinn kom var þegar farið að gera við skörð- in tvö í flóðgörðunum; þau voru hvort um sig nálægt 200 metra breið. Um jólaleytið 1945 var verkinu lokið, og mánuöi síðar var landið orðið þurrt. Þetta var nærri því eins erfitt og mannvirkin á Walcheren. Og sömu vandkvæðin voru á endurreisninni og þar, því að bæði vantaði vélar, liesta og vinnuafl. En það tókst að bugast á þessum erfiðleikum og fólkið flutti heim til sín á ný. Jarðvegurinn í Wieringer- meer-ijolder er að heita má ó- skemmdur af sjávarflóðinu, því að vatnið í Suðursjó er nærri þyi saltlaust. Nú er allt orðið þurrt nema tvær dældir, sem myndast höfðu við skörðin, sem sprengd voru i varnargarðana. Skurðii’nir hafa fyllst af aur þarna, eins og á W.alcheren, en þó eru eyöileggingarnar minni. Þó varð uppskeran aðeins helm- ingur af meðalárs uppskeru. En þarna voru engar hlöður fyrir heyið, svo að hændur urðu að setja það í lanix’. ,Endureisu Hollands virðist ætla að taka mildu skemmri tíma en vænta mátti, enda er landiÖ frjósamt og þjóðin dug- andi. Fáar þjóðir rnunu hafa átl eins ömui'lega daga á ófrið- arárunum og Hollendingar, og guldu þeir þess að vera ná- grannar ÞjóSverja, svo að hægt var um vik að flytja á hurt til Þýskalands allar þær afui’Sir, hollenskai’, sem Þjóðverja van- hagaði nxest um, ekki síst smjör og ost. Þessvegna sveltu Hol- lendingar heilu hungri síðasta stríðsveturinn. Hungruð þjóð- in varð að horfa á fullar járn- brautarlestir af stolnum mat bruna inn yfir þýsku landamæi’- in. Dr. Benes ræðir við Gyðingaleiðtoga. Háttsettir amerískir Gijðingar hafa Jjessa dagana setið á ráðstefnu með dr. Benes, forseta Tékkóslóvakíu, til Jjess að leita lausnar á vanda- málum Gyðinga Jjeirra, sem hafnað hafa i Tékkóslóvakíu á leið sinni til óþekktra áfangastaða. Dr. Bene.s situr við borðsendann en amerísku fulltrúarnir skýra sín sjónarmið fyrir honum. Finnsk fyndnL — Bóndinn Karppin- en fór í stríðið ásamt tveimur son- um sínum og féllu þeir báðir. Þegar Karppinen kom lieim til sin liafði bærinn hans verið brenndur. Karpp- inen hengdi sig. Þegar nágranni lians kom til að hirða líkið, varð lionum að orði. „Skeifing held ég hann Karppinen iðrist eftir þetta þegar striðið er búið“. ♦♦♦♦♦ Sex vetra kýr einhversstaðar i Eng- landi, annáluð mjólkurkýr og verð- launagripur, hefir nú steinhætt að mjólka og bendir allt í þá átt að hún sé að verða að nauti. Það er með öðrum orðum sagan um hænuhan- ann i Grindavik, sem er að endur- taka sig. Visindamennirnir segja að þetta stafi af breytingum á liormóna- framleiðslunni i skepnunni. ♦♦♦♦♦ \

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.