Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN „Pimpernel Smith“ og rannveran. í hinni frægu kvikmynd sinni um „Rauðu Akurliljuna“ í nútímastil, virðist hetjan sjálf, sem leikin var af Leslie Howard ekki alltaf taka andstæðinga sína alvarlega. Enski fornfræSaprófessorinn á svo auSvelt meS aS leika á Gestapo, að hann hiSur beinlínis um afsökun á því, hve einföldum brögSum hann beiti. Þeg’ar þessi kvikmynd var leik- inn, 1941, mun liugur Breta til nazismans hafa verið sæmilega frið- samlegur í samanburði við það, sem síðar varð. Gestapo var þá talin iirokafull og heimsk stofnun, og fremur til að hlæja að en til að óttast. Lýsing kvikmyndarinnar á liermdarverkum nazismans er mein- laust grín — hinn hryllilegi sann- leikur um hvað Gestapo þýddi, var enn ekki runninn upp fyrir al- menningi í Bretlandi. En þó að „Pimpernel Smith“ væri stundum blátt áfram barnalegur þá reyndist hann sannspár í öðrum gfeinum. Þeir, sem séð hafa mynd- ina muna hvernig henni lauk: með rödd utan úr fjarskanum sem sagði „við komum til baka“. En það var ekki i þessu eina tilfelli, sem kvik- myndin sagði spádómsorð. Margar af hinum ósennilegu björgunarað- ferðum myndarinnar voru notaðar siðar í veruleikanum, eða nánar tiltekið í ensku herfangabúðunum i Þýskalandi. Björgunartiltektir Leslie Howard voru flestar svo viðvaningslegar að þær urðu ósennilegar. Áhorfandinn hugsaði sem svo: Þetta er ansi skemmtilegt, en svona getur það ekki verið í daglega lífinu. En sið- an ensku herfangarnir komu heim hafa þeir sannfært almenning um, að svona getur það einmitt gerst í daglega lífinu. Hjálparstarf Rauðu Akurliljunnar var alls ekki ótrúlegra en ýmislegt, sem gerðist með föng- unum sjálfum. IJr kvikmyndinni minnist fólk þess er Leslie Howard og skjólstæð- ingar hans í fangabúð einni hafa fataskifti við varðmannasveit eina og fara síðan á burt í bifreið og dyraverðirnir kveðja þá að her- mannasið. Svona atburður gerðist í fangabúðunum við Sagan í Upp- Slésíu. Maður, sem horfði á þetta segir þannig frá atvikinu: Einn dag kom sendinefnd í fanga- búðirnar, fjórir liðsforingjar frá svissneska Rauðakrossinum. Fanga- búðastjórinn og aðstoðarmaður hans tóku á móti þeim við innganginn. Fóru nú gestirnir að ganga um fangabúðirnar. Nokkru síðar komu fjórir menn í svissneskum Rauða- krossbúningi að öðru hliði. Þeir sýndu skilríki sín og var hleypt út orðalaust. En þegar hinir réttu Svisslendingar komu að útganginum síðar, stöðvaði dyravörðurinn þá, gerði boð eftir fangabúðastjóran- um og sagði að þar væru komnir fjórir fangar, sem ætluðu að reyna að komast út, í svissneskum Rauða- krossbúningum. ÞaS tók langan tíma að komast að raun um, að þaS voru fyrri mennirnir, sem voru strokufangar. Svona tiltæki gat heppnast af því að þetta voru stórar fangabúðir: þar voru 8000 manns. Svo að það var lítt mögulegt fyrir varðmenn- ina að fylgjast meS því, hvað Sviss- lendingarnir voru í fang'abúðunum. — Þarna var ekki um nein fataskifti að ræða. En hvernig stóð á því að strokufangarnir höfðu svissneska R.K.-búninga? Liðsforingjar, sem í haldi voru þarna, liöfðu stofnað með sér svo- nefnda „flóttadeild“ og þar voru allar flóttatilraunir undirbúnar. — Þeir höfðu m. a. prentsmiðju, sem prentaði fölsk vegabréf. KlæSskera höfðu þeir, sem saumuðu um fatn- að, eða bjuggu til nýjan. Mest af ^ví, sem þeir þurftu til þessa, kom írá ýmsum hjálparhellum þeirra utan fangabúSanna og var smyglað inn í meinleysislegum gjafabögglum. — Ýmislegt af þessu kom frá Svíþjóð, merki á föt komu þaðan lika. m. a. ýmsar tegundir skrifpappírs með oplnberri áprentun og ýmis- konar vatnsmerkjum. Skraddara- merki á föt komu þaöan lika. Hver Breti, sem ætlaði að flýja, var yfirheyrður eftir öllum kúnst- arinnar reglum af sérstökum „dóm- stóli“, eftir þeim reglum, sem Gesta- po notaði. Hann mátti ekki láta sér fipast, ef hann væri tekinn, í því að rekja ættir þeirra, sem hann var „látinn vera“ í ætt við, eða að lýsa hinum upplogna stað, sem hann var talinn vera frá. Ef liann hikaði í svari gat það verið nóg til að vekja grun á honum. Þegar flóttamaðurinn flúði var hann að jafnaði í tvennum fötum — þýskum einkennisbúningi utan- yfir, en undir i borgaralegum föt- um. -----Sögumaður að því, sem hér greinir frá, var enskur flugforingi; við skulum kalla liann John. Hann var skotinn niður yfir Köln í janú- ar 1941, komst lífs af í fallhlíf, en var tekinn til fanga. í fjögur og hálft ár frá 23. til 27. árs var hann striðs- fangi í Þýslcalaridi og sat lengst af í Sagan-fangabúðunum. Einu sinni reyndi liann að flýja og munaði minnstu að það tækist. Eftir ítar- legar yfirheyrslur kunningja sinna fór hann einn daginn út úr fanga- búðunum i þýskum liðsforingjabún- ingi. Dyravörðurinn hleypti honum út og er liann var kominn í hæfi- lega fjarlægð fór liann úr liðsfor- ingjafötunum og hélt nú áfram und- ir nafninu Ivar Svensson frá Gavle og kvaðst vera á leið til Sviss. — Fangamarkið I. S. var saumað inn- an á frakka hans og fötin voru með sænsku klæðskeramerki. Hann var tvo mánuði á flakki og nálgaðist smátt og smátt svissn- esku landamærin. Tvisvar var liann yfirheyröur af Gestapo og slapp, en i þriðja sinn brást honum boga- listin. Rannsóknarmaðurinn fór ein- hverra hluta vegna að efast um framburð hans, og hótaði hinn þá aS síma til sænska sendiherrans i Berlin. Hann vonaði að Gestapo- maðurinn mundi láta sannfærast — eri það gerði hann ekki. Þvert á móti simaði hann sjálfur. Þá var leikurinn tapaður hjá John og hann gafst upp. Einkennilegt óhapp kom fyrir vin þessa Johns. Hann lét gera sér hers- höfðingja-einkennisbúning (stjörn- urnar voru úr stanjóli), í þeirri trú að þá væri enn auöveldara en ella að komast úr fangabúðunum. Hann komst líka út, en hann hafði gleymt að taka eitt með í reikninginn. -— Þegar hershöfðingi fer út og inn er varðmaðurinn skyldur til að láta fangabúðastjórann vita. Það gerði hann líka, og fangabúðastjórinn þóttist vita, að hér væri eitthvað á huldu. VarSmenn voru sendir af stað á mótorhjóli, qg eftir nokkrar minútur var búið að handsama „liershöfSingjann“. Annar strokufanginn var kominn lengra áleiðis. Hann var kominn í brautarlest, sem hélt suður, og ætl- aði svo að stökkva af lestinni í á- kveðnum stað, þar sem lestin fór jafnan hægt. Hefði því átt að vera hættulaust að stökkva af lestinni. En svo slysalega vildi til að liann rakst á stólpa og það leið yfir hann. Þegar hann raknaði við hafði liann verið handtekinn. ÞaS var mjög algengt að stroku- fangar mútuðu þýslcu gæslumönn- unum. En til þess þurfti aS viðhafa ýmsar kænlegar reglur. Eina sögu segir John frá því er hann átti að múta varðmanni. Svo stóð á að hann var að gera útvarpstæki og vantaði eitthvað til þess. Það varð liann að fá hjá varðmanninum. Hann reyndi að finna einhvern veikan blett á honum til að nota sér, en gat ekki. Varðmaðurinn reykti lítið, en Jolin afréð að gera hann að reykingamanni. Bretarn- ir fengu nóg af vindlingum að heiman. Og nú var John alltaf að gefa varðmanninum vindlinga. — Þjóðverjinn hafði áður reykt 2-3 vindlinga á dag, en var nú kominn upp í tuttugu. Þá hætti Jolin allt í einu gjöfunum og lét varðmann- inn vera tóbakslausan i þrjá daga. En þá var kominn tími til kauplags. Varðmaðurinn féklc vindlinga, en John fékk koparvír og lampa. Og í árslok var útvarpstækið tilbúið og uppsett undir gólfinu i bragg- anum, sem John og sjö félagar hans voru í, og þeir vissu miklu betur um hvað gerðist í veröldinni en Þjóðverjarnir sjálfir. Fangabúðastjórinn fór af ein- hverjum ástæðuin að efast um, að varðmanni Johns væri treystandi. En til þess aS varSmaðurinn kæm- ist ekki í bölvun létu Englending- Frh. á bls. 1U. Jarðskjálftinn í Japan. — Eins og myndin sýnir, þá hefir verið Ijólt um að litast í milljóna- borginni Osaka í Japan undanfarið. Jarðskjálftakippurinn sem varð í vestanverðu Kyrrahafi fyrir skömmu lagði heilu húsaþyrpingarnar í rústir í mörgum borgum Japans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.