Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Prjónuð topphúfa, rauð og hvít Regluleg álfahúfa p,rjónuð með norsku gamaldags mynstri frá Seter- dalen. Er hægt að hugsa sér skemmtilegri gjöf? Éfnið: 50 gr. rautt og 30 gr. livítt, gróft fjórþætt garn. Norskt eða fær- eyskt garn. Prjónar: 4 sokkaprjónar nr. 12 og 4 prjónar nr. 16. Til þess að vita livort garnið er hæfilega gróft eru fitjaðar upp 20 1. á prjón nr. 16 og prjónaðir 8 prjón- ar slétt og eiga þær að gera 8% cm. Prjónið: Fitja upp af rauða garn- inu 110 1. á prjóna nr. 12 og prjóna 2 cm. brugðið (1 sl. 1 br.). Prjóna slétt og auk út i 2. umf. þannig: Prjóna 14 1., auk út i 8. 1. + prjóna 30 1., auk út i 7. 1., end- urtak frá + prjóna 14 1. (132 1.). Prjóna eftir þverrákótta mynstrinu, mynd b, þar sem krossarnir merlcja hvítu lykkjurnar. Þegar komnar eru 8 cm., fyrsta hvíta lína eftir 1. bekk (merki 1) er tekið þannig úr. — Prjóna 18 I. tak 4 sinnum 2 1. sam- an + prjóna 36 1., tak 4 sinnum 2 1. saman og endurtak frá +, — prjóna 18 1. (120). Þegar búið er að prjóna 10% cm. fyrri hvítu línu á öðrum bekk (merki 2) er tekið þannig úr. Prjóna 18 1., tak 2 1. saman, hald þannig áfram umferð- ina út. Prjóna næstu umferð, tak þá úr með 17 1. millibili, prjóna tvo smærri bekkina og eina rauða um- ferð. í næstu rauðu umferð við merki 3 eru 2 1. teknar saman með 15 1. millibili. Þá er tekið úr í 4 hverri umferð, með 1 1. færra milli úrtaka i hverri umferð. Gæt þess að doppurnar verði sem jafnastar í reitunum. Þegar 24 1. eru á er fært á smærri prjónana og prjónað- ar 4 umferðir brugðið (1 sl. 1 br.), bandið dregið i gegn og fest að innan. Fallegur loðskinnsjakki úr ,,breit- schwanz", sem nú er orðið fátítt. Jakkinn er nærskorinn að framan, og ho'num fylgir laust herðaskjól. „Pimpemel Smith“.. . Framhald af bls. 6. arnir hann „uppgötva“ sjö metra löng jarðgöng, er auðsjáanlega höfðu verið grafin til að strjúka um þau. Þá varð fangabúðastjórinn sann- færður um, að ekkert væri við varð- manninn að athuga, og hann gat haldið áfram að hjálpa Bretunum. Ekki segir John frá neinum hryðju verkum i sinum fangabúðum. Og — samkomulagið milli fanganna var alltaf gott. Þeir gerðu að gamni sinu og timinn leið furðu fljótt. Þegar komið var i eindaga fyrir Þjóðverjum i Slésíu var föngunum sleppt. Héldu þeir þá til vesturs i von um að komast í samband við landa sína. John komst vestur und- ir Bremen. Þar var breskur her og skaut í sífellu og John þótti súrt i brotið, ef landar lians yrðu til þess að drepa hann, eftir að hann var sloppinn lífs af frá Þjóð- verjum. Honum tókst ó síðustu stundu að gera grein fyrir sér. Tveimur dögum síðar var hann kominn til London. Hann labbaði heim til foreldra sinna, en með þvi að þetta var að nóttu fór hann að kasta steinvölum á gluggann til að gera vart við sig. Loks var glugg- inn opnaður og reiðileg rödd kall- að til hans: „Hver er þar?“ „Það er John!“ svaraði hann. „Hvaða John?“ Og John svaraði glettnislega: „Mér er sagt að ég sé sonur þinn!“ Frágangur. Húfan er pressuð þar til hún er slétt og falleg. Skúfur er búinn til yfir 8 cm. pappaspjald og festur við toppinn. Hlýr og smekklegur hattur við loð- kápu. Það er iítill breton-hgttur úr flóka með uppbrettu barði, en koll- urinn vafinn slæðu, sem gengur útaf barðinu hœgra megin og undir hattinum að aftan. Slæðan er fjólu- blá, en sjálfur hatturinn silfurgrár. Nýtt frá París. — ,,Pin up“-sokkarn- ir eru þeir kállaðir, sokkarnir sem sgndir eru hér á myndinni. Þeir eru úr ull og með állavega litum, og þó að lykkjurnar séu stórar eru sokkarnir sagðir mjög hiýir. Skemmtileg handtaska saumuð úr samskonar efni og vetrarfrakkinn. Það skal látið ósagt hvort litli hengi- lásinn þykir smekklegur, en það er hsegast að sleppa honum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.