Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN V af hvcrjum tíu jilmsljurnuin vitu að htill, hressumli /jvottur með LUX haiutsápu er ákjósanleyuslu umhyyyjun fyrir hörund- inu. Lálið þvi fcyuröarsápu lilmstjurnunnu yera hörund yðar mýkra og jafnara cn nokknrntimu áöur. LUX TOILET SOAP NotaÖ af V filmstjörniim a/ lu/crjum 10 X-LTS 678-925 LEIKKYÖLDIÐ. Framh. af bls. S. urlega, en þó er hún helst til ung- leg og lítt fyrirgengin í hlutverki sínu sem miðaldra kona. Hún virð- ist næstum því eins blómleg og ung- leg og heimasæturnar Sjana og Baby, dætur Gæju. Sjana er leikin af Theódóru Thoroddsen en Baby af Elinu Guðmannsdóttur. Var leik- ur þeirra allsæmilegur, en þó eng- in tiljírif i honum, enda erfitt að gera slíkum hlutverkum þannig skil. Hin börn ungamóðurinnar og ekkj- unnar frú Gæju eru Denni, leikinn af Kjartani Magnússijni. Hann er svo nefndi laukur ættarinnar, og leysir hann hlutverk sitt vel af hendi. Leikur hans er eðlilegur, eink- um þó i fyrsta þætti, og hlutverk hans fellur inn í ungíslenskan hugs- unarhátt. Hann er fremur kæru- laus náungi, hugsar meira um að eyða, en afla, og námið hefir hann slegið slöku við og ,,kolfallið“ á prófum. En hann hefir þó bæði þrótt og viðkvæmar kenndir hið innra og þegar á reynir. Georg, elsta bróð- urinn, leikur Sigmundur Magnússon ágætlega á köflum. Hlutverk hans er skemmtilegt og setur mikinn svip á leikinn. Pétur, þriðja bróðurinn, leikur Magnús Pálsson einnig vel. Kötu greyið, elstu heimasætuna, sem ekki gat giftst og enginn vildi, svo að hún varð utanveltu við lífið, lék Guðrún Stephensen, og gerði hún þvi góð skil. Og svo var það liann Jón Daffi, oddviti og póstmeistari, sem er snilldarlega leikinn af Einari Jóhannessgni. Er hlutverk hans ef til vill skemmtilegast og best leikið af karlmannshlutvcrkunum, að hin- um algjörlega ólöstuðum, því að leik- ur þeirra flestra var mjög sæmileg- ur. Svava Jakobsdóttir leikur unn- ustu „ættarlauksins“ og dóttur Jóns Daffa, Hreggviður Stefánsson unn- usta Sjönu og Bergljót Garðarsdóttir Hönnu þjónustustúlku. Eru það allt fremur lítil hlutverk. Leikstjórn annaðist Lárus Sigur- björnsson og þýðingu leikritsins önnuðust þeir Sigurður S. Magnús- son, stud. med. og Friðrik Sigur- björnsson, stud. jur. Kínverskt réttlæti. — Kínverskur afi var að flengja sonarson sinn, er faðir stráksins kom að. Þegar hann sá þetta þreif hann spanskreyr og fór að berja sjálfan sig. Afinn spurði hverju þetta sætti, en þá svaraði sonur hans: „IJr því að þú flengir son minn, verð ég að flengja þinn.“ Skotasaga. — Hér er ein af sögunum sem Skotar Ijúga upp1 á sjálfa sig — til þess að græða peninga á þeim: Skoti nokkur fór til London ásamt konunni sinni. Hann fór út úr braut- inni á hverri stöð og keypti sér jafnan farmiða en aðeins til næstu stöðvar. Eftirlitsmaðurinn furðaði sig á þessu, en Skotinn gaf hinum skýringuna: — Eg vil ekki eiga á liættu að borga of mikið. Konan mín segir að ég sé með hjartabilun. A1 Capone dáinn. Hinn alrœmdi glœpamaður, Al Capone, sem á sinum tima var skelfing Chicago-borgar, lést nýlcga á skrautbúgarði sinum, Palm Island, nálœgt baðstaðnum fræga Miami á Florida. Banameinið var lungna- bólga, og var hann á tíma mjög þungt haldinn, en siðan rénaði veik- in og lœknar gáfu góða von um bata. En þá elnaði sóttin skyndilega og varð honurn að bana. Hann var M) ára að aldri. Þessi mynd er af Capone í fangelsi, en þangað var liann settur fyrir skattsvik, en ekki þau 100 - 200 morð, sem hann hafði á samviskunni. Ný framhaldsmyndasaga Landgangan á Gulleyjunni. Athygli lesenda slcal vakin á því, að í næsta töluhlaði Fálkans hefst framhaldsmyndasaga, sem áreiðanlega á eftir að verða vinsæl. Það er „Gulleyjan“ eftir hinn heimsfræga skáldsagnahöfund Robert L. Stevenson, og verða myndirnar sérstaklega góðar og ævintýraþrungn- ar, eigi síður en sagan er spennandi og atburðarík,- Það rnun engum leiðast að fylgjast með skipsdrengnum Jim Hawkins í baráttu hans við hinn einfætta þrjót Jolux Silver og kumpána hans um gull kapteins Flint. Fylg- ist með frá byrjun! Hérna fylgja með tvær myndir úr „Gulleyjunni“ sem sýnishorn. Þess má og geta að á eftir „GulleyjunnV' lcemur önnur framhaldssaga, sem verður ekki heldur af lakara taginu! Bardaginn um virkið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.