Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 dB III IUl BREZKRA KVIKHllMDA: „THE WAY T O THE STABS“. Styrjöldin er baktjald þessarar kvikmyndar, þó ekki sé hún stríðsmynd. Er hún tekin af amerískum og enskum leikendum undir stjórn Anthony Asquith, sem m. a. tók „Pygmalion“. Þrir frægustu enslcu leikararnir í myndinni eru, Michael Redgrave, sem frægur er orðinn fyrir leik sinn í „Þrumuþór", og John Mills og Rosamund John. Talið er að „The way to the Stars“ sé með allra bestu kvikmyndum, sem teknar hafa verið í Bretlandi. Myndin til vinstri er af Redgrave sem enskum fluglautinant, á annari sjást John Mills og Rosamund John saman, og þriðja mynd- in sýnir kanadíslca flugmanninn Douglass Montgomery og enska leikar- ann Basil Radford. '' '; Harrison Drive skipaði hann fyrir: — Beygið til vinstri — og svo beint áfram þangaS til viS komum að skemmtigarðinum — þá skal ég sýna yður hvernig á að aka bíl! Blóðið hamaðist í æðum hennar. í huganum sá hún, hvernig bifreið hennar og Rays færi i mél. í kvik- myndunum hafði hún séð hvernig bankaræningjarnir fóru með stolnar bifreiðir. Það mátti ekki ske. — Já, ég skal aka hratt, sagði hún og tók öndina á lofti. — Jæja, svo að þú segir það, kralckinn. Við Morrow Road sýndi götu- ljósið rautt. Þau urðu að nema stað- ar. Samferðamaður hennar stirðnaði í andlitinu. — Notaðu blístruna, ef með þarf, en aktu áfram. Fjandinn hirði Ijós- merkið! — Við förum í mél. Það kemur sporvagn þarna! — Eg sagði: aktu! hvæsti maður- inn. Hann þrýsti á hné hennar svo fullt hensinrennsli kom á. Vagninn þaut áfram, og Anna barðist við að nota stýrið! Hundrað metrum lengra frammi kom lögregluþjónn út á akbraut- ina. Hann rétti út höndina til þeirra. Anna heyrði ragn og bölv frá mann- inum, sem hjá henni sat. — Lag- legur náungi þetta. Gefðu honum það sem hann hefir gott af! Þau stýrðu beint á lögregluþjón- inn. Fingur bankaræningjans voru eins og stálkló um hnéð á henni. Hún leit sem snöggvast í spegilinn. — Ó .... bak við okkur! MaÖurinn leit við. Skammbyssu- kjafturinn stefndi beint á hana. En samt notaði hún tækifærið, vatt sér til hliðar svo að hnéð á henni losn- aði. í sama vetfangi steig hún á hemilinn í botn af öllu afli. Henni fannst líkast og vagninn lyftist á götunni. Hausinn á manninum rakst i mæliborðið og skammbyssan datt á gólfið. Anna hafði lokað augun- um. Þegar hún opnaði þau aftur stóð lögregluþjónninn og liorfði for- viða á liana. Bófinn við hliðina á henni lireyfði hvorki legg né lið. — Hvað er um að vera? spurði lögregluþjónninn. — Þarna! sagði Anna og kinkaði kolli til mannsins. — Hann skaut mann í b*ankanum. Takið þér byss- una hans — ég þori ekki að snerta hana. Það er laugardagur daginn eftir, og Ray var heima. Fréttamennirnir höfðu verið þar fyrri hluta dagsins og fengið alla frásögnina. Þeir höfðu sagt Önnu, að það hefði verið „Svarti Mike“, sem liún hefði haft fyrir farþega í bifreiðinni. Honum hafði gramist að félagar hans skildu hann eftir, og launað þeim lambið gráa með því að segja frá vistarveru þeirra. Og svo liöfðu þeir verið fangelsaðir um kvöldið, allir bófarn- ir. — Hvað ætlar þú að gera við þessa þúsund dollara, sem þú fékkst fyrir vikið? spurði Ray um kvöld- ið, þegar þau voru orðin ein. — Viltu taka mig í ökukennslu fyrir 3 dollara um tímann? — Eftir þetta sem gerðist í gær held ég að það væri réttara að ég fengi kennsluna lijá þér! *#***

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.