Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.02.1947, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Putnam Fennel N ý b a Anna náði varla andanum af eftirvæntingu, þegar hún var að sveigja vagninum inn á auðan blett fyrir utan járnbrautarstöðina i Wendover. Hún vissi að hún mundi aldrei geta fyrirgefið sér, ef hún yrði i'yrst til að skráma þessa fallegu nýju bifreið. Ekki höfðu framhjólin fyrr snert kantsteininn en hún sneri lyklinum og leit á manninn sinn. — Fór ég of nærri? spurði hún. — Eg hefi alltaf á tilfinningunni að ég sé að beygla aurbrettið. Ray brosti. — Hér er yfrið nóg rúm, elskan mín. Þú þarft ekkert að óttast, og svo hefirðu líka feng- ið ökuleyfi núna. — Já, víst hefi ég það, en vagn- inn var svo breiður og vegurinn svo mjór. — Manni finnst það alltaf fyrst í stað, en það venst af manni með timanum. — Það færi betur að það gerði það. En sannast að segja er ég hálf kvíðin út af þessari ferð til hennar mömmu í dag. Finnst þér eiginlega að ég ætti nokkuð að vera að fara? — Auðvitað. Þú mátt til að gera ökukennaranum þínum sóma, finnst þér það ekki? Og auk þess ekur þú miklu betur en þú sjálf heldur. — Þegar þú situr við hliðina á mér, já, en þegar ég er ein.... Hann hallaði sér að henni og kyssti hana. — Hvaða bull.... sapði hann, — en nú heyri ég í lestinni, sem ég á að fara með. Hlustaðu nú á. Þú ekur eins og við höfum talað um — ef þú treystir vagninum þá treystir hann þér. Hann opnaði vag'ndyrnar og hljóp út. — 'Vertu nú sæl! — Vertu sæll elskan. Hún veifaði til hans, þangað til hann hvarf inn í fjöldann. Þarna sem Iiún sat í vagninum var hún að hugsa um hve skritin þessi fyrsta ferð á stöðina, i þeirra eigin vagni, hefði verið. Vitanlega hafði Ray getað farið gangandi, eins og hann hafði alltaf gert áður; en núna, eftir að hún hafði fengið ökuskir- teini, ætlaöi hún að aka með hann á stöðina á hverjum degi. Eftir að lestin hafði másað. af stað fór hún að brjóta heilann um, hvort hún gæti nú yfirleitt ekið bifreiðinni — eftir að hún var orð- in ein. Hún reyndi að rifja upp fyrir sér öll heilræðin, sem Ray hafði gefiÖ henni. Hún ók vagninum hægt aftur á bak. Hann var kominn að kalla út á akbrautina þegar blásið var hark- arlega fyrir aftan hana. Hún heml- aði snöggt, og hreyfillinn hóstaði og stundi og var líkast þvi að hann ætlaði að stöðvast. — Heyrðu telpa mín, sagði hún við sjálfa sig og reyndi að tala í sama tón og Ray, — þessi litli Jones: k a ð u r b í I spegill þarna er einstaklega nota- legur hlutur, sérstaklega ef þú kær- ir þig ekki um að láta aka aftan á þig. Littu í hann við og við. Hún setti vagninn aftur i gír og bjóst á hverju augnabliki við nýrri hættu úr óvæntri átt. En þó tókst henni að komast klakklaust yfir í Cedar Avenue, og smám saman eftir því, sem hún færðist nær heimilinu urðu krampatökin á stýr- inu lausari — og loks ók hún eins og Ray hafði kennt henni að aka. Hún lagði vagninum beint fyrir utan eldhúsgluggann. Þá gæti hún notið þess að horfa á hann meöan hún væri að þvo upp og hugs- aði um ferðina til Elmvale, þar sem móðir hennar átti heima. Hún hafði lofað henni að koma akandi þangað undir eins og hún fengi ökuskírteinið sitt, en nú fannst henni þetta dálítið djarfleg ráða- gerð, þegar á það var litið, að Elmvale var í hinum enda borgar- innar. Fyrir utan gluggann glömpuðu sólargeislarnir á gljálakkinu og krómjárninu á bifreiðinni. Ray sagði að hún ætti vagninn, vegna þess að hún hafði annast borgunina. Hún vissi að hann lang- aði til að eignast bíl, þó að hann hefði aldrei minnst á það — ung- ur málaflutningsmaður getur ekki leyft sér mikla útsláttarsemi fyrir 200 dollara tekjur á mánuði. En mánuð eftir mánuð hafði hún sparað hvern eyri þangað til hún loksins, kvöldið fyrir eins árs brúðkaupsdag- inn þeirra, gat sagt honum, að nú væri draumurinn genginn i uppfyll- ingu. Það hafði verið gaman að sjá á honum andlitið þá, þegar hún sagði honum þessa frétt! — Þér er ekki alvara að telja mér trú um, hafði hann sagt, að þú hafir sparað 300 dollara af pening- unum á einu ári. — Jú, en ég hefi ni^ hálfskamm- ast mín fyrir það stundum. Þér hefði svo sem ekki veitt af að fá þér ný föt, og stundum er ég hrædd um, að þér hafi fundist maturinn í lélegasta lagi. — Herra minn trúr, ég á nóg af fötum — og ef ég borðaði betri mat en ég fæ, þá liði ekki á löngu þang- að til ég yröi að borga tvöfalt far með lestinni. Ncí, elskan mín, þú ert alveg einstök manneskja. Undir eins og þau sáu vagninn hafði þeim báðum komið saman um að þetta væri einmitt rétti vag'ninn handa þeim. Ray hafði stýrt leigu- bifreið meðan hann var að lesa undir próf, og hafði gott vit á bif- reiðum. Ray vildi endilega að liún lærði að stýra bifreið. Vagninn væri laus og liðugur allan daginn, sagði hann við hana, svo að annað næði ekki nokkurri átt en að hún notaði hann. Hann hafði verið þolinmóður kennari, og kennslan — bæði verk- leg og' fræðileg — hafði nú staöið i einn mánuð. Uppþvotturinn i eldhúsinu hafði tekið lengri tíma en hún gerði ráð fyrir og klukkan var orðin nærri því 12, þegar hún var búin að ganga frá öllu í húsinu. Svo hafði hún fataskifti og klukkan var orÖin 13 þegar hún lagði af stað. Umferðin var ekki mjög til traf- ala þangaÖ til hún kom inn í miðja borgina. Það var dásamlegt að aka i sólskininu, og það kann að vera að liún hafi verið örlítið stolt af sjálfri sér og bílnum. En eftir því sem hún færðist nær miðbænum og þungum flutningabílum frá verk- smiðjunum meðfram ánni fór að fjölga á strætinu varð hún ekki eins örugg og áður. Fingur hennar tóku fastar á stýrinu, en hún muldr- aði fyrir munni sér: — Mundu bara að vera róleg og fara hægt. Hlaðinn kolavagn beygði inn á akbrautina fyrir framan hana og munaði minnstu að hann snerti spyrnirinn á bifreiðinn hennar. Hún dró ósjálfrátt úr hraðanum, en samtímis heyrðist ískur i hemli fyr- ir aftan hana. Stór flutningsbifreið straukst framlijá henni. — Varaðu þig að fara ekki fram úr hámarks- hraðanum, systir góð! lieyrði hún að bíistjórinn kallaði til hennar um leið og hann fór hjá. Það kom hiti í kinnarnar á Önnu. Vitanlega ók hún of hægt. Bara að hún væri komin heim til sín og hefði aldrei lagt þetta upp. Eða að Ray hefði verið með henni. Umferðin varð þéttari og þéttari kringum hana. Hún hélt áfram út Broad Street. Hún hafði mikinn lijartslátt, svo að hún gat fundið hvernig hjartað hreyfðist. Það stóð á sama í hvaða , átt liún leit, allsstaðar komu bif- reiöar, sem stefndu á hana. Hún vissi að Ribbet Street var beint framundan henni. Ef hún kæmist þangað gæti hún ef til vill beygt inn i garðinn. Þegar hún kom að horninu, þar sem hún átti að beygja, var stór grár bíll þar fyrir og girti veginn, fyrir utan bankann á horninu. Hún gat séð á blásturs- rörinu á bifreiðinni að hreyfillinn vár í gangi, en bílstjórinn sýndi ekki snið á sér- til að þoka burt. Hann sat hreyfingarlaus og starði á dyrnar á bankanum. Anna var að velta því fyrir sér hvort hún ætti að nota flautuna. Það voru fleiri bifreiðar bak við hana, sem auðsjáanlega ætluðu að beygja fyrir þetta sama horn líka. Áður en hún komst að niðurstöðu komu þrír menn með mjklu fasi út úr bankanúm. Tveir þeirra voru með töskur og hlupu undir eins inn í gráu bifreiðina, en sá þriðji stóð t* r • j o r i á aurhlífinni og horfði um öxl á bankadyrnar. I sama bili heyrðust tvö skot, hvort eftir annað. Maður- inn á aurhlífinni skaust inn í bílinn og hann beygði á hraðri ferð inn í Ribbet Street. Var hann varla kom- inn i livarf þegar maður kom lilaupandi út úr bankanum. Hann var hár og gildur, en furðanlega frár á fæti. Hann kringdi varirnar þegar hann leit þangað, sem grái bíllinn hafði staðið. Hann leit við á sama augnabliki og áður en Önnu hafði grunað hvað hann ætlaðist fyrir, hafði hann rifið upp vagn- hurðina hennar og var sestur hjá henni. — Reynið að komast af stað! Beint niður strætið! Anna starði skelfingu lostin á andlitið, sem ekki var nema hand- arbreidd frá henni. Hún þrýsti sér aftur í sætið: — Eg.... ég get ekki .... ég kann ekki....... Ruddalegt, bólugrafiö andlitið á manninum afmyndaðist af vonsku, og um leið fann hún að skamm- byssuhlaupi var þrýst að brjósti hennar. — Reynið að hypja yður af sta'ð. Eg var að enda við að loka munnin- um á einum þarna inni — svo að mér stendur á sama livort það er einum meira eða minna. Af stað.. í hel. ... Einhvernveginn kom hún vagnin- um af stað. — Út á miðja götuna — þar sem hægt er að komast úr sporunum! — En það eru aÖrir vagnar fyrir. — Akið á milli þeirra — svona! Hann tók í stýrið með vinstri hend- inni og billinn þaut á milli bakara- vagns og guls strætisvagns. Á sið- asta auenabliki gat Anna stýrt bíln- um undan og forðað árekstri við bifreið, sem kom á móti henni. — Viljið þér láta drepa yður? tókst henni að stama upp úr sér. Maðurinn svaraði ekki, en starði beint framundan sér, með skamm- byssuna á linjánum. Anna beið þess, árangurslaust að svo stöddu, að einhverjir kæmu og veittu bófanum eftirför. En það var auösjáanlega grái bíllinn en ekki bifreiðin henn- ar, sem athyglin beindist að. Augnablik fékk hún nýja von, þegar hún sá lögregluþjón á horninu á Chestnut Street. En skammbyssu- kjafturinn stefndi á hana. — Reynið ekki neinar brellur? Það kostar yður lífið. Lögregluþjónninn gaf merki um að aka áfram. Ömurleg kennd greip Önnu, henni fannst sem öll sund væru lokuð. Enginn virtist skeyta um livernig henni farnaðist. Þau þutu áfram hverja götuna eftir aðra. Við Emerson Street fór að draga úr umferðinni. Bófinn liafði ekki sagt nokkurt orð i lang- an tíma, en þegar þau komu að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.