Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1947, Qupperneq 7

Fálkinn - 28.02.1947, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 t George C. Marshall. — Það vakti ó- hemju fögnuð viða um heim, að Marshall, hinn frægi hershöfðingi, skyldi verða eftirmaður James Byrn- ees i embætti utanríkisráðherra U. S. A. Hann þykir ákaflega sam- vinnuþfjður maður og velviljaður. Rúmenar taka ekki móðurhöndum á víxlurum svarta mark- aýsins. Þeir eru settir í nauðungarvinnu, þar sem mikið ber á þeim, svo að aðrir geti hent gaman að þeim. Efri myndin sýnir nokkra sökudólga svarta markaðsins ganga eftir gölu i Búkarest undir eftirliti lögreglunnar. Þer einu látnir bera spjöld, sem segja hvers konar menn þeir séu og hafi nú verið sendir til snjómoksturs. Neðri mgndin er af sökudólg- unum, þar sem þeir eru látnir sligast undir þýfi sjálfra þeirra. Parísarbúar hafa ekki síður gaman af snjókasti en við íslend- ingar, og þeir hafa líka notað sér snjcana í vetur. Hér sjást nokkrir vegfarendur á Place de l’Opera bregða á leik með snjó. Attlee-hjónin halda silfurbrúðkaup. Fyrir nokkru áttu Attlee, forsætfs- ^ ráðherra Breta, og kona hans silfur- brúðkaup. Þeim barst fjöldi gjafa, og m. a. teaskja úr silfri frá starfs- fólkinu í Doivningstreet 10. Meinlaus hópganga.. — A þessum tímum, þegar. næstum allar hóp- göngur eru æsinga- eða kröfugöng- ur, þá er það ánægjuleg tilbreytni að sjá meinlausa hópgöngu. Myndin er af ítölskum stúdentum við há- skólann í Rcm, þar sem þeir fagna nýju ári með hópgöngu um borgina í margskonar og marglitum fötum og með „rús$a“ í hlekkjum í farar- broddi. Það er venja stúdenta í Róm að taka þannig móti hinum nýbökuðu. >

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.