Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1947, Qupperneq 8

Fálkinn - 28.02.1947, Qupperneq 8
8 FÁLKINN Húsið, sem Gyorgy Mosonyi hafði keypt, var í einu úthverfi borgar- innar, milli hæðanna á vinstri bakka Dónár. Það var yndislegt hús. Það stóð á hól, ung tré uxu allt í kring, og þar voru öll þægindi, sem fólk liefir í borginni — miðstöðvarhiti, rafmagn og gas. Þar var kjallara- íbúð fyrir þjónustufólkið, og rúm- gott háaloft. í garðinum, sefli var tiitölulega nýr, var hundahús, iiænsnahús, vermihús og eldivið- arskúr. í stuttu máli: allt setn með þarf í liúsi, sem ekki stendur í steinauðn borgarinnar. Sandor Hunyady T ryggi gluggum yrði ekki stolið þaðan af flökkubetlurum. Húsvörðurinn var kallaður Janos frændi. Hann var einstaklega við- feldinn og þarfur maður — sextug- ur og piparsveinn. Samkvæmt samn- ingnum átti hann réft á að búa þarna þangað til í maí, og fyrst í stað var ekki annað sýnna en að nýi eigandinn ætlaði að segja hon- úm upp húsnæðinu, þvi að hann hafði sjálfur mann, sem hann ætlaði til þessa starfa. Janos frændi gerði sér Ijóst að hann yrði að þoka af hólmi innan að Janos frændi átti alúð og virð- ingu húsbændanna skilið. í miðjum miðdegisverðinum slokknaði allt í einu ljósið í öllu húsinu. Það kom gersamlega á óvænt. Ein daman var að segja við sessunaút sinn: „Ó, Hinrik, viltu gera svo vel að rétta mér tómatsalatið.“ Þegar hún sagði „Ó, Hinrik“ urðu þræðirnir í rafmagnsperunni ljós- rauðir, og þegar liú sagði „tómat- salatið“ var orðið þreifandi myrkur í salnum. Myrkur eins og í Hades. Nú kom kvíðaþögn i tvær sekúndur og svo fóru gestirnir að hlœja. dyravörður i nn. Sólin hafði frjálsan aðgang til að skína á það, og af svölunum á annarri hæð var ljómandi fallegt útsýni yfir dalina kringum Buda, þar sem mannabústaðir stóðu á víð og dreif. Gyorgy Mosonyi og konan hans létu sér standa á sama um, þótt nágrennið væri tiltölulega / litið byggt. Þarna voru allstaðar ó- i byggðar lóðir, og næsta verslunin var matvörubúð eftir bestu sveita- fyrirmynd, með dyrabjöllu, og í glugganum tvinnakefli og flugna- skitnar öskjur með sterínkertum, Verslunin var í sama húsi sem sumar-veitingastaðurinn — „Græni veiðimaðurinn.“ — „Við fáum þó að minnsta kosti næði hérna,“ sagði frúin. „Mér fellur vel við þessa ró, þetta frum- stæða sveitalega. Eg get ekki að mér gert að hlæja, þegar ég hugsa til þess að við verðum að koma okkur fyrir liérna alveg eins og við værum langt uppi í sveit.“ „Að vissu leyti er dálítið amerik- anskur svipur á þessu umhverfi.“ svaraði maðurinn hennar. „Gras og auðar byggingalóðir til sölu, og auglýsingar á girðingunum. Og svo er meira að segja ofurlítið bílaverk- stæði og bensínsala aðeins hálfan kílómetra héðan.“ Mosonyi-hjónin voru viðfeldið og menntað fólk, fullt af trausti og vclvild og reiðubúin til að elska þetta nýja umhverfi. Frúin var alltaf að dreyma um hve yndislegur garð- urinn mundi verða þegar ungu trén yrðu dálitið stærri. Og hérna er svo ískjallarinn,“ sagði húsvörðurinn, sem með tals- verðu yfirlæti var að sýna frúnni öll þægindi bústaðarins. Þennan liúsvörð hafði Mosonyi svo að segja keypt með húsinu. Hann bjó í kjallaranum, í allra þrengsta og dimmasta herberginu, og það lagði alltaf lykt af myglu og súrum pípureyk út um gluggann hjá lionum. Hann hafði búið aleinn i húsinu allan veturinn. Húsameist- arinn, sem byggt hafði þetta hús, hafði ráðið hann sem einskonar eftirlitsmann til þess að búa í auðu húsinu og sjá um að grindum og tveggja mánaða. En ekki setti hann það fyrir sig. Hann hjálpaði til við flutningana og við að koma hús- gögnunum fyrir; hann var hnittinn og skemmtinn og gat oft komið frúnni til að brosa. „Heyrðu,“ sagði hún við mann- inn sinn einn daginn. „Við skulum halda honum Janos frændá. Hann er svo einstaklega viðfeldinn, karl- inn, og tekur hendinni til svo margs. Og það væri heldur ekki fallegt af okkur að svifta hann lífsuppeldi sínu núna, í þessu hræðilega at- vinnuleysi. Húsið er stórt og við verðum hvort sem er að hafa eins- konar garðyrkjumann. Gyorgy Mosonyi maldaði í mó- inn. „Mér er ómögulegt að þola pípuna hans. Þefurinn, sem leggur úr glugganum hans, minnir mig allt- af á úlfa.“ „Hvað heldurðu í rauninni að gamli maðurinn reyki?“ svaraði frúin hæðnislega. „Egyptskar sígar- ettur eins og þú sjálfur? Og hvað herbergið hans snertir þá er hægt að viðra það og kalka veggina. Eg skil þig lireint og beint ekki..“ Og svo varð Janos frændi í hús- inu. Hann var iðinn og talfár. I bóndaandli'tinu á honum, í gráa yfirskegginu og kviklegum augun- um var eitthvað heillandi. Hann vissi svo einstaklega vel hvernig hann átti að fara að því að gera sig afhaldinn af þeim, sem tilvera hans var háð, og hvernig liann átti að fara að því að láta þá, sem jafnfætis honum stóðu, bera virð- ingu fyrir sér. Hann var ekki lengi að verða „Janos frændi“ alls lieim- ilisfólksins, í orðsins fullu merk- ingu. Hann var pasja í eldhúsinu, kjallaranum og.garðinum. Velmet- inn gamall maður, sem oft sendi vinnukonuna í búðina eftir tóbaki, og sem meira að segja hafði unnið traust og virðingu húsbónda sms i þeim mæli, að Mosonyi sendi lion- um á hverjum degi einn fíegalia- Media-yindil niður í kjallara með brytanum. Þegar Mosonyi-hjónin héldu fyrstu miðdegisveisluna í húsinu, sannað- ist það, svo að ekki varð um deilt, „Þetta hlýtur að vera skamm- hlaup,“ sagði frúin í húsinu vand- ræðalega. „Það verður lagað á svip- stundu.“ En það lagaðist ckkert. Myrkrið varð enn dimmara og allir urðu vandræðalegri. Fólk fór að kveikja á eldspýtum, og stofustúlkurnar lilupu aftur og fram. Eldakonan bölvaði í eldhúsinu. Húsbóndinn káfaði sig áfram gegnum dimmar stofunar og reyndi alla rafsnerlana. En það varð allt árangurslaust, ljósin vildu ekki loga. Og síminn var auðvitað í sama ástandinu og ljósin. Það var ekki einu sinni hægt að hringja á rafvirkjann. Húsmóðirin fór að gráta krampa- gráti. Gestirnir reyndu að hugga hana. Sumir fóru að segja gaman- sögur. Prófessor Zakarias talaði um miðaldirnar, þegar liibýli manna voru upplýst með vaxkertum — þau voru ábyggilegri. Og svo varð allt í einu bjart aftur. Nú blikuðu rafperurnar í öllum hjálminum. Brytinn tilkynnti skyldu- rækinn: „Við urðum að vekja Janos frænda. Hann fór inn i kjallarann og lagfærði þetta.“ „Húrra fyrir Janos frænda!“ hrópuðu gestirnir. Frúin leit á mann- inn sinn, eins og hana langaði til að seg’ja: „Jæja, var það ekki gott að við skyldum halda Janos frænda? Er hann ekki gulls ígildi?“ Og svo ákvað hún með sjálfri sér að gefa þessum gamla sómamanni tíu pengö daginn eftir. Þess verður að geta að eftir þetta fékk Janos frændi að staðaldri meiri og minni þóknanir. Því að alltaf voru einhvcr smáóhöpp að konia fyrir í húsinu, eins og sjálf- ur fjandinn stæði þar á bak við. Ofnrörin í eldhúsinu sprungu, svo að liúsið fylltist af sterkum, kæf- andi reyk. Kranarnir í baðherberg- inu biluðu, svo að vatnið bunaði og lak niður gegnum loftið. Rokið mölvaði rúðurnar, lyklar týndust. Á tveimur vikum varð tiu sinnum skammhlaup á rafmagninu. Og alltaf lagaði Janos frændi allt. Það sem smávegis var gerði hann við sjálf- ur, en þegar um meirí liáttar bil- anir var að ræða, vissi hann alltaf nákvæmlega hvaða rafvirkja átti að ná í eða hvaða múrara eða lása- smið. Hann linakkreifst alltaf við aðgerðarmennina um verðið, svo að það var beinlínis ánægjulegt að sjá live einlæglega liann bar liag húsbóndans fyrir brjósti. Kaup Janos frænda liækkaði. -— Húsbóndinn gaf honum tvennan al- fatnað, notaðan að visu, en í besta standi. Og Janos frændi fékk heilt kíló af virginiatóbaki. Brytanum var skipað að halda pípunum hans hreinum. Og Janos fékk meira að segja alveg nýja pípu, með hlaup- andi rádýri skornu á hausinn, og grænum skúfi dinglandi við legg- inn, sem var' úr kirsiberjaviði. Janos frændi hafði sannarlega unnið til þessara gjafa, þvi að varla leið svo dagur að hann gerði heimilinu eliki einhvern greiða, sem hann ekki var skyldugur til að gera sem húsvörður. Það var bcinlínis aðdáunarvert hve hugul- sainur hann var. Eina nóttina var lieilum hóp af kjúklingum stolið úr hænsnahúsinu. Janos frændi fór um allt nágrenn- ið og á þriðja degi kom hann heim aftur með lielminginn af stolnu ungunum. Hann deplaði augunum ísmeygi- leg'a þegar liann livíslaði að friinni: „Mér tókst að stela þessum aftur. En liér eftir verðum við að sýna meiri árvekni. Þetta er alræmd sveit. Hér er fullt af þjófum. Og ef ein- hver stelur einhverju, þá þýðir ekkert að fara til lögreglunnar; hún getur engum hjálpað. Þvi að þetta eru allt saman bölvaðir þorparar. Og þjófar eru þeir allir, Það reyndist enn rétt sem Janos sagði. Eldiviðurinn til vetrarins hvarf óðum úr viðarskúrnum. Það leið varla svo dagur, að ekki væri einhverju stolið. Eldakonan bölvaði sér upp á, að ef þessu héldi svona áfram þá mundi ekki verða kubb- ur til að steikja tvö egg, um jóla- leytið. Eftir stórþvottinn hvarf alltaf eitt- livað af þvottasnúrunum á háloft- inu. Eitt eða tvö lök, koddaver eða þurrkur. Frú Mosonyi fór að fá grun um, að þessi sveit væri ekki jafn lik Paradís og lhin liafði gert sér í hugarlund. Hún spurði meira að segja Janos frænda, hvort ekki væri gott að ráða þangað leynilögreglu- mann, sem gæti gripið þjófana þegai* þeir laumuðust inri í húsið. „Við höfum enga þörf fyrir neina leynilögreglu hér,“ sagði Janos spek- ingslega. „Góður og sterkur varð- liundur gerir meira gagn. Vondir menn hypja sig frá húsum, þar sem þeir vita að sterkur varðhund- ur gengur laus.“ Það var Janos frændi, sem loks- ins gat náð í liundinn. Það var ódýr hundur. Hann kostaði ekki nema 40 pengö alls. Janos frændi keypti líka hálsband á liann og festi. Hundurinn gegndi ekki öðr- um cn honum, og einu sinni beit liann meira að segja brytann, þeg- ar hann ætlaði að fara að leika sér við hann. Tíminn leið. Vald Janosar frænda fór sívaxandi. Húsbændum hans þótti vænna og vænna um hann. Og þessvegna Varð frú Mosonyi al- varlega reið þegar eldakonan drótt- aði ]iví að gamla manninum, að

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.