Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1947, Side 9

Fálkinn - 28.02.1947, Side 9
FÁLKINN 9 hann liefði stolið um 30 krukkum af niðursoðnum ávöxtum úr búr- inu. Það var bara af því að hún liefði liaft tannpínu. Hún gat ekki sofið Og allt í einu lieyrði hún einhvern umgang í búrinu og fór á fætur og gægðist gegnum gættina. Nú, jæja, í stuttu máli: hún sá Janos frænda standa inni í búrinu — það var ekki nema liægur vandi fyrir þennan þúsund þjala smið, að opna einfaldan búrlásinn — og rétta krukkur út um gluggann, til manns sem stóð fyrir utan, með kerru! „Hversvegna lirópuðuð þér ekki!“ sagði frii Mosonyi afar reið. „Eg var ein. Og það var seint um kvöld. Þið voruð í leikhúsinu. Bryt- inn svaf lijá bílstjóranum úti í skúr. Vinnukonurnar voru báðar í kvik- myndaliúsi. Eg var hrædd um að þeir mundu kyrkja mig'!“ sagði elda- konan og gaut augunum til dyr- anna. Setjum svo að Janos hefði staðið við dyrnar og hlerað með eyrað við skráargatið. Frú Mosonyi langaði ekki til að trúa einu orði af þessu. Þvi að ef það væri satt, þá mundi þessi stand- mynd, sem hún í huganum hafði gert sér af Janosi frænda lirynja og verða að mylsnu. En samt gaf hún eldakonunni umboð til að hafa gát á Janosi, með mestu leynd þó. Sannast að segja liélt hún að rann- sóknin mundi hreinsa Janos frænda af þessum áburði, og að liún mundi fá tilefni til að refsa dyrgjunni henni Rósu fyrir áltæru hennar, sem mundu sprottnar af öfund. En það fór nú ekki svo. Vinnu- fólkið, sem lengi hafði bú’ð við harðstjórn Janosar, tók allt þátt i eftirgrennslaninni og eftir hálfs mánaðar lævíslega leit lagð,i þao fram sannanir fyrir því, að Janos frændi væri ekki góði engiilinn á heimilinu, lieldur öllu fremur svart- ur engill eða einn af árum andskot- ans. Það var liann sjálfur sem hafði mölvað rörin í eldhúsinu, eyðilagl ofnana, símann og rafleiðslurnar, það var hann sjálfur, sem hafði stolið eldiviðnum, lökunum af þvotfa snúrunum og kjúklingunum úr hænsnahúsinu. Og hann liafði grætt á því öllu. Þegar liann gerði við rafmagnsleiðslunnar fékk liann þókn un. Og svo fékk liann líka peninga fyrir leiðsluþræði, nöglum og smiða- tólum. Þegar hann náði í viðgerð- armann utan heimilisins var það alltaf einhver samsekur honum, og hann prúttaði við þá til þess að láta sýnast svo, sem liann væri samviskan sjálf. Hann tók alltaf hundraðshluta af peningunum, sem öðrum voru greiddir fyrir viðgcrð- irnar. Það var ómögulegt að ganga fram hjá þessu. Staðreyndirnar hrúguð- ust up;p gegn honum. Eldakonan og sainverkafólk hennar hafði gengið rækilega í málið, endá höfðu þau ástæðu til þess. Þeim var öllum meinilla við þennan harðstjóra, sem stóð í veginum fyrir þeim og bað- aði sig í velvild húsbænda sinna. Svo kom veturinn. Janos frændi vissi ekkert um rannsóknina. Hann var í mesta meinleysi, að moka snjó af hlaðiny þegar Gyorgy Mos- onyi gerði orð eftir honum. Og nú kom áhrifamikið rétlar- hald. Janos frændi sfóð á miðjú stofu- gólfi, undir Ijósakrónunni. Það voru ofurlitlar bráðnandi snjóflyksur i gráa hárinu á honum, og útvaðnir skórnir voru lika fullir af snjó. Um hálsinn liafði hann rauðan prjóna- klút. Og pípan stóð upp úr vasan- um. Hann var dálítið álútur, en ekki var það af auðmýkt. Náttúran og aldurinn höfðu fært hann í þessar stellingar. Framkoma lians var hin geðfelldasta, eins og vant var. Glott- ið í augum lians bar með sér að hann vissi á hverjú liann átti von, og að hann gat ekki varið sig. Hann hafði verið staðinn að verkn- aðinum. Þessvegna reyndi hann alls ekki að verja sig. Hann tók ákærunni og syndaflóði ásakanna með þvi að beygja sig þegjandi. Hann and- varpaði aðeins einu sinni, eftir að hljótt var orðið í stofunni er húsbóndinn hafði lokið ákæruræðu sinni. Það var meistaralegt and- varp, sem jafnvel úrvals leikari hefði getað verið sæmdur af. Gyorgy Mosonyi sendi allt heim- ilisfólkið, sem hafði borið vitni, út úr stofunni og spurði svo þorpar- ann forvitinn: „Segið þér mér, Jan- os frændi, — segið mér nú lirein- skilningslega, livernig þér gátuð fengið af yður að breyta svona við okkur, sem höfum farið svo vel með yður. Janos frændi einblíndi á gólfdúk- inn. „Eg ætlaði bara að búa betur um mig. ... ég er orðinn gamall.. ég ætlaði að safna mér styrk til þess tíma, er ég verð ekki vinnufær .... verð svo lasburða að ég get ekki hreyft mig....“ Þetta er sennilegt og mannlegt. Húsbóndinn og húsfreyjan liorfðu þegjandi livort á annað. Það sást á augunum í Janosi, að hann hafði tekið eftir þessu augnaráði og þ.ótt- ist mega ráða af þvi, að andinn væri ekki eins fjandsamlegur og mátt hefði vænta. Gyorgy Mosonyi spurði forvitinn! „Jæja, svo að þér getið sparað yður dálítið með þessu athæfi?“ „Já, ég hafði sparað talsvert, en svona peningar eru ekki lengi að fara — djöfullinn hirðir þá. Því sem ég lagði til hliðar hefi ég öllu tapað í spilum,“ sagði hann. Honum tókst vel að láta blygðun og iðrun skína út úr röddinni samtímis. Munnur dómarans var jafn alvar- legur, en smámsaman fór að votta fyrir brosi i augunum. En konan hans fór að hlæja. „Eg skal veðja um, að það stend- ur kvenmaður bak við þetta, ef við athugum það betur. Jæja, Janos frændi, leysið þér nú frá skjóðunni!“ Janos horfði skömmustulegur út í liorn: „Já, ég veit ekki hvað maður á að segja.... en það er nú svo, að maður er ekki skapaður úr tré.. Og þetta er dýr skemmtun þegar rnaður er kominn yfir sextugt." Frúin liélt áfram að hlæja. „Alveg eins og herrarnir í spilavítinu. .. . Spil og kvenfólk!“ sagði hún við manninn sinn. „Og livaða kvenmað- ur er þetta .svo, Janos frændi? Er liún Iagleg?“ Höfuðið á Janosi hneig niður á bringu: „Svona kvenfólk eins og ég get fengið.... á fimmtugsaldri .... bólugrafin og feit. Hún liefir þrjár silfurtennur í skoltinum.. Hún kemur stundum liingað og selur smjör og heimagerðan ost.“ Hjónin horfðu aftur livort á ann- að, og Janos frænda óx hugur við það. Hann snökti og snýtti sér. „Jæja.... verið þið sæl.. Lofið mér nú að fara. Eg á ekki neina vægð skilið.... Eg er veikur mað- ur.... jafnvel þegar ég var ungur vissi ég að það mundi aldrei verða neitt úr mér hérna í veröldinni.“ „Og ef við rekum vður núna, livert ætlið þér þá að fara? spurði Mosonyi virðulega. „Eg veit það ekki,“ svaraði Janos dapur. „Það er kominn vetur. Eg verð að búa um mig i einhverjum skúr, og svo verð ég kannske svo heppinn að frjósa í hel einhverja nóttina.“ Allt í einu breyttist frúin úr dóm- anda í verjanda. Hún sagði ekki orð, en Janos tók eftir þögla augnaráð- inu, sem hún sendi manninum sín- um. Hann vissi hvað það þýddi. Gyorgy Mosonyi stóð hátíðlega upp bak við messingsblekbyttuna og kvað upp dóminn. Hann var 100% miskunnsemi. „Farið aftur í herbergið yðar, Janos frændi! Gerið yðar verk! Og ef þér varist að komast aftur í gamla kjölfarið, þá skal ég sjá um að enginn á lieimilinu áfellist yður.“ Janos frændi var mjög þakklátur. En hann lét ekki á þvi bera, því að hann vissi að svona fólk kærir sig ekki um auðmjúkt þakklæti. Svo gekk liann út úr stofunni, með hrygginn brotinn i tvennt. Það leið hálft ár svo, að Janos reyndi að vanda ráð sitt. Þó að hann ætti mjög erfitt með það. Auk lungnaþembu.nnar þjáðist liann af sjúkdómi á sálinni. Gömlu klóku, rauðbryddu augun voru óskír og hvarflandi eins og blaklandi kerti. Ekki af því að aðstaða lians á heim- ilinu væri verri en áður. Húsbænd- unum þ.ótti ennþá vænna um hann en áður. En það var samt ekki sama lifið. Það vantaði eittlivað og þessvegna tær^ist hann upp. Einn daginn kom liann til frúar- innar og eftir langa bið sagði hann: „Eg kyssi hönd yðar, frú.. viljið þér gera svo vel að semja um það við húsbóndann, að ég geti farið? Eg lielst ekki við hérna á heimilinu lengur.“ „Hvað kemur til þess, Janos?“ Förum við ekki með yður eins og þér væruð einn af fjölskyldunni?“ sagði hún. Nú kom lieil gusa af örvæntandi einlægni upjp úr honum: „Jú, það er einmitt það,“ lirópaði liann. „Þið Framhald á bls. 11. Að undanförnu hafa brezku konungslijónin gert víðreist á liersnekkjunni „Vanguard“. Hcr sjást þau njóta góðviðrisins um borð í herskipinu. Frá vinstri: Elizabeth drottning, George VI. konungur, Elizabeth prinsessa og Margaret Rose.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.