Fálkinn


Fálkinn - 30.05.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.05.1947, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N DREXELL DRAKE: 22 »HAUKURINN« kemur, Sai'ge. Það er enn hálftími til mið- degisverðar. Og Clara var að byrja á svo spennandi sögu um fjárþvingun.............. Sai'ge fékk sér stól. — Gotl og vel! Eg liefi lika dálítla sögu að segja — um Shank Goldman. En við getum látið hana bíða. Clare siiratt upp. — Eigið þér við hann Goldy frá Bronx? spurði hún. — Já, einmitt, svaraði Sarge. — Jú, ]iað er hann, sem er aðalmaðurinn i allri svívirðingunni, húsbóndi, þegar ég hafði komist að raun um það, aðfaranótt miðvikudagsins, að þér væruð ekki lögreglu- maður, datt mér undir eins í hug að það væri Goldy, sem hefði gert yður út af örkinni til þess að ræna okkur herfanginu. Það sagði ég líka Brady og Slim. Haukurinn sagði ekki orð. Hann sat bara og hlustaði með athygli. — Goldy er leiguþý Ballards, skiljið þér húsbóndi, liélt Clare áfram. — Joe taldi hann keppinaut sinn. Joe hafði komið vel saman við Ballard, þangað til Goldy kom og bolaði Iionum frá. Goldy hefir safnað að sér verstu bófunum í Bronx, og hann gerir allt, sem Ballard ])(')knast að skipa honum. Það eru vafalaust bófar Goldys, sem hafa mvrt Joe. — Það var þessi fjárþvingunarsaga, ung- frú Clare, sagði Haukurinn að lokum. Hann var farinn að verða óþolinmóður. - Nú skal ég koma rétt strax. En fyrst viljið þér vist heyra hvar þér getið hitt Goldy á skrifstofutíma hans. Það er staður uppi í Bronx, sem heitir „Glerhauskúpan“. Þar er Goldy vanur að taka á móti þýjum sínum á liverju laugardagskvöldi. Joe fór þangað líka á laugardagskvöldum áður en þeir urðu fjandmenn, hann og Goldy. Allir bófar Goldys afhenda honum herfang sitt. Og svo skiptir liann á milli þeirra. Ballard er van- ur að konia þangað lika. Á liverju laugardagskvöldi? Það er laug- ardagur á morgun! sagði Haukurinn. XXIX. Línurnar skýrast. Það varð ekki annað séð en að allir glæpa- fréttasnatar í New York hefðu fengið frjáls- ar hendur til þess að setja saman eins mikl- ar gífurfréttir og unnt var, um Sneed-morð- ið á laugardagsmorguninn. Bomban, sem Ballard hafði látið springa í kvöldblöðunum á föstudag, var ekki nema barnamatur i samanburði við það, sem borið var á borð i blöðunum morguninn eftir. Það var krydd- að andans fæði, sem borgarbúar fengu i litlaskatt á laugardagsmorguninn. Svo margt hafði gerst að blaðamennirnir liöfðu verið í algerðum vandræðum með livað þeir áttu að nola í aðalfyrirsögn. En í flestum blöð- unum gekk aðalfyrirsögnin þó út á það, að bófarnir hefðu í raun og veru tekið völdin í New York. Bak við allt það, sem skrifað var uin þetta mál, grillti lesandinn í Haukinn, sem ógeðslegan óvætt, djöfullega slyngan glæpa- mann, sem gæti vafið allri lögreglunni í New York um fingur sér. Gamlir glæpir, sem aldrei höfðu fengið skýringu, voru nú rifjaðir upp aftur og skrifaðir á reikning Hauksins. En það var ekki Haukurinn einn, sem blöðin töluðu um. Þau skiptu sökinni á glæpafaraldrinum til helminga á liann og hina sofandi lögreglu borgarinnar. „Skipulagður bófaflokkur, sem levfir sér að steyta hnefann framan í þjóðfélagið, á þennan Iiátt, hlýtur að sjálfsögðu að liafa einhverjar aðalstöðvar, sem aðgerðum hans er stjórnað frá,“ skrifaði eitt blaðið. „Hvers- vegna leitar lögreglan ekki uppi lireiður Hauksins ?“ Það var orðið kunnugt, að Lavan umdæm- isstjóri hafði tekið rannsókn málsins í sín- ar hendur. Hann liafði ekki að svo stöddu viljað hrófla við þeim upplýsingum, sem Ballard hafði gefið. Af Lavans hálfu lá ekki annað fyrir en ummæli, sem hnigu að því, að hann liefði fengið öruggar sannanir fyr- ir því, að Sneed senator hefði verið myrtur i sínu umdæmi, nánar tiltekið sömu götu sem bófunum hafði lent saman. Þessar saún- anir mund'i hann leggja fram þegar hann áliti hæfilegl. Fyrst um sinn vildi umdæmisstjórinn ekki segja livað Wade hefði fundið við rannsókn sína í Hálfmánanum, en þar voru allslaðar blóðblettir eftir morðið. Það hafði sannfærl hann um, að upplýsingar, sem hann haíði fengið hjá „Mortimer Halbert Graves“ voi u alls ekki þýðingarlausar. Það voru ekki margir aðrir en Ballard, scin skildu til fullnustu þýðingu liinnar stuttu tilkynningar frá Lavan umdæmis- stjóra. Enda var það Ballard, sem þessari tilkynningu var heint til. Umdæmisstiórinn heið nú aðeins eftir næsta útspili. Þessvegna hafði liann afráðið, að geyma hestu trmnp- in sin. Atvikið á Claymore Hotel virtist gei-a málið flóknara en áður. Hypes sem Iiafði verið fluttur á spítala, hafði látið hafa það eftir sér, að einn af mönnum Lavans hefði skorist í leikinn einmitt i þena svifum, sem haiin ætlaði að fara að bandíaka Haukinn. En blöðin lögðu ekki milda álierslu á um- mæli Hypes. Þau voru skilin sem klunna- leg tilraun til að breiða yfir að Hypes hefði hlaupið á sig. Ballard hafði látið duga að visa til fyrri skýrslu sinnar, þegar blöðin komu lil að spyrja hann frétta. Deildin mín liefir haft nasasjón af Haukn- uin lengi, sagði hann. — Brady var kominn á sporið eftir honum, þegar hann var myrt- ur. Eg mun hráðlega liafa gómað Haukinn, en þegar það er gert mun margt skrítið og einkennilegt koma á daginn. Umdæmisstjórinn var að íhuga aðallín- urnar i rannsókninni. Það varð að rann- saka alla stafsemi Joe Kolniks grandgæfi- lega. Hann varð að komast að hversvegna vinnukonan lijá Sneed senator hafði fram- ið sjálfsmorð. Og svo varð að komast fvrir hver það var, innan lögreglunnar, sem bar ábyrgð á því, að Joe Ivolnik hafði fengið að opna knæpu sína aftur. Loks varð að komast að því, liver átti bílskálann hjá Hálfmánanum. En handsömun Hauksins var livergi nefnd á starfsskrá umdæmisstjórans. Hann ætlaði að láta aðra innan lögreglunnar um þaðmál. Morgunblöðin liöfðu gefið í skyn, og liaft eftir yfirfulltrúanum, að lögreglan væri í þann veginn að gripa liann. Haukuririn hafði lesið niorgunblöðin með morgunverðinum í Copley-Vendome. Blöð- in liöfðu ekki frætt liann á neinu, sem hann ekki vissi áður. Þvert á móti. Ef blaða- snáparnir hefðu séð smágreinarnar, sem liann Iiafði skrifað í svörtu bókina sína kvöldið áður, mundu þeir hafa lengt grein- arnar um helming. Hann sat og var að fletta blöðunum; það voru ákveðin atriði, sem liann var að leita að, og hann liafði ekki fundið þetta þegar Sarge kom inn og[ hlammaði sér í hæginda- stól. Þá er þetla búið, sagði liann og varp öndinni. Eg skil yður svo, sem þér hafið kom- ið Clare Iieilu og höldnu um borð? sagði I laukurinn. — Það er alll i lagi, húsbóndi. Hún er þessa stundina að fara framhjá Sandy Hook. Það er að heyra eins og þér saknið hennar? — Ojá, einn eða tvo d'aga, en -svo líður það líklega hjá. En hvar gátuð þér fengið hana til að fara? Það skal ég segja yður, Sarge. Eg sagði henni að ég ætlaði að gefa yður dálítið frí, og að þér munduð líklega heimsækja hana á Bermuda nokkrum dögum eftir að hún kæmi þangað. Svo að þá liafði lnin dálítið tilhlökkunarefni. — Þér eruð gamansamur, húsbóndi. En að öllu ganini slepptu ])á fiiírist mér liún vera fyrirmyndar kvenmaður. Það er alveg áreiðanlegt, Sarge. Hún hefir gefið okkur réttu spilin á hendina. Við þurfuin ekki annað en halda á þeim. — Það er ekki smáræði, sem blöðin segja í dag, sagði Sarge til að skipta um umtals- efni. — Nei, en ég finn ekki það, sem ég er að leita að þar, svaraði Haukurinn. — Hvað er það? Frásögnin af því, að þessum fimmtíu þúsund dollurum hennar ungfrú Sneed hafi verið stolið. Og hvaða álvktun dragið þér af því? — Það getur ekki verið um annað að gera, en að ungfrú Sneed vilji af einhverj- um ástæðum halda því leyndu. Hún liefir varla trúað öðruin fyrir því en Ballard. Og hann mun liafa ákveðið að blöðin skyldu ekki fá að vita neitt um það. — Vitanlega, og hvað lialdið þér að það bendi á, Sarge?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.