Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.06.1947, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifst ofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka dagra kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení SKRADDARAÞANKAR Sjom;i ii ii ml i*i n 11 og dvalarheimili aldraðr|a sjó'mann|a. NorSmenn, sem sjálfir eru mikil sildveiðiþjóð og hafa góða sild við strendurnar, seilast eftir því að veiða síld við ísland, og spara ekki að auglýsa þessa síld seni Íslandssíld þó að hún liafi aldrei komið á land á íslandi. Og Svíar, sem eru allra manna matvandastir viður- kenna Íslandssíldina, sem bestu fá- anlega síld í veröldinni. Slikt aðalsmerki hefir islenska síldin fengið á sig, allsstaðar nema á íslandi, og sannast þar að enginn er spámaður i sínu föðurlandi - síldin ekki hehlur. Mörlandlnn fuss- ar og sveiar við sildinni, enda liefir liann aldrei nennt að matbúa liana, og vill heldur þaraþyrskling með vatnsbragði en bestu síldartegund heimsins. Við þessu verður víst ekkert gert og þjóðin verður vist að fá að heiniska sig áfram með því að hafna góðum mat. En liitt hafa íslend- ingar sannfœrst um, að það er hægl að afla gajaldeyris á síldinni, og sumum er kunnugt um að hún hef- ir í sumum árum bjargað viðskipta- veltu þjóðarinnar. í fyrra var lé- legt sildarár, en samt var flutt út síld og síldarafurðir fyrir (52,7 milljón krónur, sem er tæpur fjórð- ungur alls útflutningsins. Með góðri Veiði hefði síldin gert allt að helm- ipgi útflutningsafurðanna. Af sildinni var ekki saltað nema tæpur 0. hluti aflans, 20.900 lestir af 131.720, en vitað er að markað- ur var fyrir miklu meira af salt- síld. En saltsíldin seldist fyrir 28 milljónir. Vitanlega er kostnaðurinn miklu meiri við saltsíldina en bræðslusíldina og þar af kosta tunn- ur og salt erlendan gjaldeyri. En ef saltaður hefði verið um helmingur aflans mundi söluverð hans hala orðið um 85 milljón krónur. Og þó er saltsíldin í rauninni ekki nema hálfverkuð vara. Þegar hún keinur í markaðslandið er mest af henni kryddað á ýmsan hátt og lagt niður i dósir og selt á Norðurlöndum fyrir verð, sem svarar til rúmrar ísl. krónu fyrir 100 gr. eða 10 kr. pr. kg. Verkunar- og umbúðakostnaður- inn veröur auðvitað mikill, og dreifingarkostnaðurinn ekki síst. En með jiessu móti kemst söluverðiö á síldinni upp i 10.000 krónur tonn- ið! - í „blikki og útsölu“. Teikning Ágúslar Steingrimssonar af (lualarhcimilinu. í sambandi við hátíðahöldin á sjómannadaginn síðastliðinn simnu- dag voru birt úrslit hugmyndasam- keppninnar um Dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn. Það var Ágúst Steingrímsson, arkitekt, Skiilagötu 56, sem hlaut 1. verðlaun. Hefir hann áður borið sigur úr býtum í slíkri sainkeppni, sem teiknistofa landbúnaðarins efndi til. í aðalbyggingunni er ætlast til skv. uppdrættinum, að allir ein- hleypir menn verði. Einnig lijón sem ekki geta annast um sig sjálf, og rúmfast fólk. Herbergi einstakl- inganna verða 2, dagstofa og lítið svefnherbergi. .Bað mun einnig fylgja þeim flestuni, og samtals verða íbúðir einstaklinga 68. Hjóna- ibúðir í aðalbyggingunni verða 18. I þeim verður stofa, svefnherbergi, baðherbergi og anddýri. Hjón, sem geta séð um sig sjálf, nuinu Eftir hádegi gengu sjómenn i fylkingu frá Miðbæjarbarnaskólan- um út á Austurvöll. Af svöluni Al- þingishússins minntist biskupinn yfir íslandi sjómanna þeirra er lát- ist höfðu við skyldustörf frá síðasta sjómannadegi, 16 talsins. Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra, Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður og Böðvar Steinþórsson, matsveinn, fluttu ræð- ur. Guðmundur Jónsson söng.. Síðan fór fram vérðlaunaafhend- ing, og um kvöldið var hóf að Hótel Borg. Þar töluðu Jóhann Þ. Jósefs- son, ráðherra, íig Giinnar Thorodd- sen. borgarstjóri. skv. tillöguhi Ágústar búa i litluni húsuni, sem rúmað geta 24 Iijón, en ekki í aðalbyggingunni. I liverri þeirri íbúð verður eldhús, borð- krókur, dagstofa, svefnherbergi, bað herbergi, anddyri og geymsla. Eins og myndin ber með sér, ér hið fyrirhugaða Dvalarheimili mikil bygging' og glæsileg, og væri islensk sjómannastétt vel að slíku komin. Hátiðahöld sjómanna i tilefni sjó- mannadagsins hófust þegar á laug- ardag með keppni i iþróttum. Stakkasundið og björgunarsundið vann Jón Kjartansson af Belgaum. í róðrarkeppninni milli skipa ylir 150 smálestir sigruðu skipverjar al b.v. Skntli, en i keppni smærri skipa skipverjar af m.b. Stefni. I.aust fyrir hádegi á sunnudag fór fram reiptog fyrir framan Háskól- ann. Skipverjar af m.s. Fagriklcttur sigruðu. Útisamkoman ú Aiistarvelli. Frú Guðbjörg Gisladóttir, Fregjn- götn kö, verður 75 ára 8. þ.m. Sigurður II. Sigurðsson, ræðismað- ur, varð 50 ára 4. þ. m. Séra Friðrik Hallgrímsson 75 ára 9. ji. m. verður Andrés Andrésson, klæðskerameist- ari, verðnr 00 ára 7. þ. m.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.