Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.06.1947, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N DREXELL DRAKE: 23 »HAUKURINN < játa að blöðin liafa verið einstaklega góð við okkur síðustu dagana, enda höfum við útvegað þeim mikið efni. Eg liefi sannarlega ekki brjóst í mér til þess að setja mig upp á móti óskum þeirra. Enda þótt það sé lítils- virðing við vistarveru okkar í Gray Mans- ions að kalla hana „hreiður”. XXX. Heimboðið. Þungar hurðirnár opnuðust áður en Hauk- urinn hafði þrýst fingrinum á bjölluhnappin. Hann vék til Iiliðar til að lileypa manninum framhjá, sem kom út. Maðurinn stóð á þröskuldinum og sneri haki að honum, og sagði eittlivað inn i gegnum gættina. Haukurinn liélt niðri í sér andanum af spenningi. Hann hefði ekki viljað trúa, að þessi maður vogaði sér inn í liús Sneeds i fullri dagsbirtu. Og svo var það ungrú Sneed sjálf, sem stóð i dyrunum og var að tala við hann. Tvisvar sinnum áður hafði þessi hái, dökki maður orðið á vegi lians núna siðustu dag- ana. Fyrra skiptið sá liann liann sem þjón i Hálfmánanum: í annað skiptið ]>egar hann varð að berjast við liann um öskjuna með lausnarfénu, eftir að Haley hafði orðið fyr- ir slysinu í gær. Ungfrú Sneed kom auga á Haukinn, og' liann lvfti liattinum. Hún virtist alls ekki verða forviða á að sjá hann. — Gerið þér svo vel, viljið þér ekki koma inn? spurði hún. Ungi maðurinn sneri sér fljótt við og það var rétt svo að liann sá vangasvipinn á Hauknum. Áður en maðurinn liafði náð sér aftur eftir þessa óvæntu sjón, var Haukur- inn kominn inn fyrir, og hurðin fallin að stöfum. — Eg vona að þér hafið ekki misskilið mig þegar ég bað yður að koma inn? sagði Eleanor Sneed þegar þau voru komin inn í forsalinn. — Eg skil það eingöngu sem gestrisni, sagði hann. Hún lét sem hús skildi ekki skensið. Það var einkennileg kyrrð þarna i húsinu. Það varð ekki annað séð en að þau væru einu manneskjurnar, sem þar voru. — Eg er nú ekki beinlínis i skapi til að taka á móti gestum i dag. — En ég geri ráð fyrir, að þér hafið erindi, sem ekki þolir neina bið. — Eg skil aðstöðu yðar, ungfrú Sneed. Og ég get fullvissað yður um, að ég hefði ekki ónáðað yður, ef ekki væri um áríðandi málefni að ræða. Hún fór inn i stofuna við hliðina á for- salnum, þangað sem Hauknum hafði verið vísað inn i fyrra skiptið, sem hann kom i þetta hús. — Og þér ætlið enn að leyna því hver þér eruð? spurði liún. - Afsakið þér ungfrú. En þétta er vani, sem ég hefi. — Vani, sem nálgasl það að vera ókurteisþ Dalítið svipað því og að sletta sér fram í málefni annarra. — Eg verð að sætta mig við að vera kall- aður ókurteis, ungfrú Sneed. En ég hefi haft ]>að á tilfinningunni, að þér hafið ekkert á móti því að halda áfram samtalinu, sem var truflað Iijá okkur á fimmtudaginn. -— Gott og vel, þér ínunuð vita, að það sem þér töluðuð um við mig scm dularfullt mál, er nú að fullu upplýst. En má ég leggja fyrir yður hreinskilningslega spurningu og vænta hreinskilningslegs svars? - Eg hugsa að ég geti lofað yður því. - Jæja, þá ætla ég að spyrja yður: Vissuð þér, þegar þér komuð liingað síðasl, að fað- ir minn hafði verið myrtUr? — Já, ungfrú Sneed, ég vissi það. — En þér kusuð samt að leyna mig því? — Já, af ákveðnum ástæðum. - Jafnvel þegar þér sáuð að ég fékk bréf, þar sem krafist var lausnarfjár fyrir liann! — .Tá, jafnvel þá, og sömuleiðis al' ákveðn- um orsökum. En ég gerði það sem ég gat til þess að hindra, að þér greidduð lausnar- gjaldið. — Eigið þér við fötin? — Já, ég þóttist viss um að þér munduð skilja hvað ég meinli, þegar ég sagði að þetta væru ekki fötin, sem faðir vðar var i á þriðjudagskvöldið. Én samt gerðuð þér ráðstafanir til að greiða lausnarféð. — Hvernig vitið þér það? — Eg lield að við ættum að sleppa öllum þessum „hvernig“, ungfrú Sneed. Það varð- ar meiru að við minnumst á það sem ég veit, fremur en að spyrja hvernig ég'hafi komist að því, sem ég veil. Eg veil lil dæm- is, að þér fenguð annað bréf viðvíkjandi lausnargjaldinu. Og að það bréf varð til þess, að þér náðuð yður i fimmtíu þúsund döll- ara, sem þér bjugguð um í pappaöskju, og höfðuð reiðubúna til að senda á staðinn á þeirri stundu, sem nefnt var í bréfinu. En segið þér mér nú, ungfrú Sneed — hve lengi hefir fjárþvingun verið loeitt við yður? Hún varð alll einu sótrauð i framan. - Get ég gert mér von um að það sé mér fyrir bestu, ef ég svara spurningunni ? stam- aði hún loks úpp úr sér. - Eg lield að yður sé alveg óliætt að treysta ])ví. Það er kannske nóg að segja yður, að ég hefi haft þetta yfir mér i mörg ár, stamaði hún hikandi. — Án þess að faðir yðar vissi? — Já, Iiann vissi að minnsta kosti ekki neitt um það fyrr en nú alveg nýlega. En þér hafið borgað með lians pen- ingum, ungfrú Sneed? Hún lagði augun aftur og svaraði ekki. Nú jæja, það skiptir nú minnstu máli, liélt hann áfram. — Þér hafið haft uinboð til að undirskrifa tékka fyrir hans hönd. Og þessvegna liefir það verið, sem þér gátuð gefið út 50.000 dollai-a téklc áður en það vitnaðist að hann var dáinn. Áðui' en ég vissi að hann var dáinn, leiðrétti liún. Auðvitað. En vitið þér, ungfrú Sne hvert peningarnir yðar fóru? Eg vissi að ég var fórnarlamb skipu- lagðs bófaflokks. Það var ekki fyrr en núna nýlega, sem ég frétti það Iijá Ballard, að það er Haukurinn, sem stendur bak við þetta, og að það er þessi sami bófi, sem hefir rænl föður mínum og myrt hann. Haukinn langaði lil að leiðrétta liana, en gerði það samt ekki. Sneruð þér yður beint lil Ballards lauti- nants þegar faðir yðar liafði komist að þess- ari fjárþvingun og sett ofan í við vður fyrir að þér borguðuð. Eg vil lielsl ekki ræða um afskipli föð- iir mins af málinu. Þér hafið það eins og yður sýnist. En þér munduð kannske skilja, að ég er á réttri leið, þegar ég segi yður að ég' hefi átt símtal við Peffer senator í Alhany. Hafið þér lalað við Peffer viðvikjandi mér? spurði hún hvasst. - Eg hafði fyrir tilviljun komist að því að faðir yðar liafði skrifað senator Peffer bréf, rétt áður en liann fór út i annað skiptið á þriðjudagskvöldið. Gætuð þér ekki reynt að sannfæra mig um, að það sé í raun réttri að gagni fyrir mig, að ræða þessa liluti við yður? sagði hún með gremju í röddinni. Það er yður fyrir bestu, ungfrú Sneed, ef þér vilduð komast að raun um liver drap föður yðar og ef þér viljið forðaql fjárþvingun i framtíðinni. — Já, auðvitað, sagði liún. — Eg sneri mér ekki til Ballards. En faðir minn sagð- ist ætla að gera það. Það var þessvegna sem hann gerði sér ferð hingað frá Washington. Og á þriðjudagskvöldið fór hann út til þess að binda enda á þetta fjárþvingunar- mál fyrii’ fullt og allt? Það veit ég ekkert um. En það er nú samt svo, ungfrú Sneed. Og það er alls enginn vandi að geta sér til um það sem síðan gerðist. Faðir yðar hót- aði að svifta yður umráðarétti yfir tékkbók- inni sinni, svo að þér hefðuð ekkert lil að borga bófunum með framvegis. Og þegar bófarnir skildu, að þeim lokaðist þessi leið lil fjúröflunar, gerðust þeir mannræningjar til þess að tryggja sér upphæð, sem um munaði að lokum. Þeir vissu að þér voruð þess umkömin að útvega upphæðina, sem þeir kröfðust. — En hversvegna drápu þeir liann? Af því að mannræningi lætur aldrei fórnarlamb, sem þekkir hann, halda lífinu. Hún starði á hann alveg agndofa. - Það er deginum ljósara, ungfrú Sneed, að sá sem upprunalega liefir lagt á ráðin mn fjárþvingunina, er maður sem þekkir vel lil heimilisliags yðar, maður sem vissi að þér höfðuð umráð vfir peningum föður vðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.