Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 06.06.1947, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 uði eftir að friður komst á, að ég beygði fyrir horn í Akers- gaten og kom ljeint í flasið á Erik. — Drottiiui minn, 'varð mér að orði. — Er sem mér sýnist — ert þetta þú? Hann kinkaði kolli, tók í hönd mér og stóð lengi og horfði á mig. iAf augnaráði hans gat ég séð, að ég mundi líta vel út. Loks sleppti liann hendinni. —- Eg kom í hæinn fyrijr klukkutíma, sagði hann. — Eg er hér í útréttingum. Þarf að hitta bákaútgefanda. — Eg skil, sagði ég. — Þú hefir slegið þér upp. Þvi miður hefi ég ekki liaft tíma til að lesa bækurnar þínar. Þú skii- ur — gestaleikur — frumsýn- ingar — hvað innan um annað. Það er rétt svo að ég hefi tíma til að lesa fyrirsagnirnar í hlöð- unum. Eg þagnaði og tókst að koma upp ofurlitlum hlátri. Hann átti ekki að fá að vita hvernig mér vegnaði. Aldrei á æfi sinni skvldi hann fá að vita það. — Vitaiiíéga, sagði liann. En heyrðu nú, Kitty. Viltu ekki fá þér kaffibolla með mér? Eg er einmitt á leiðinni í litla kaffi- liúsið, sem við vorum vön að koma á hérna einu sinni. Manstu það? Eg leit á armbandsúrið mitt og sagði fljótt: — Vitanlega man ég það, Erik, og það liefði verið gaman að verða þér samferða, en því miður hefi ég ekki tima til þess. Eg á að vera í tíma hjá Bernini hallettmeistara, og er að verða of sein. Verður þú ekki í hænum um tíma? - Jú, nokkra daga. Gel ég simað til þín? — Það verður nú erfitt. Eg ér sjaldan heima, og leikliúsinu er ekki svo gott að. . . . Eg þagði og lésl vera að hugsa mig um. Eftir dálitla stund hélt ég áfram: Er ekki betra að ég hringi til þín — þegar ég hefi tima? Hvar áltu heima? Hann nefndi gistihúsið og sagði að ég yrði endilega að sima, helsl i dag. Eg svaraði að ég skyldi gera vart við mig undir eins og ég fengi tækifæri lil þess, og svo liljóp ég við fót áfram, eins og mér lægi lífið á. Eftir dálitla stund sat ég á rúmstokknum mínum í litla her- hcrginu, sem ég bjó í ásamt vin- stúlku minni. Við hliðina á mér stóð saumakassinn og i hend- inni liélt ég á sokk, sein þurfti að stoppa. Og meðan ég var að þessu leiðinlega verki hvarf Erik ekki úr liuga mér. Út við gluggann var lítil bóka- hilla, og við hliðina á öllum ó- dýru reyfurunum, sem við sain- býliskonan mín liöfðum kevpt undanfarin ár, stóðu bækurn- ar þrjár eftir Erik. Með miklum erfiðismunum hafði ég náð i þessar bækur frá Stokkhólmi, og ég laug þegar ég sagði lionum, að ég liefði ekki haft tíma til að lesa þær. Sannleikurinn var sá, að ég hafði lesið þær svo ræki- lega, að ég kunni þær nærri því utanað. Eg lagði frá mér sokkinn og gekk að speglinum. Þó að ég segi sjálf frá þá leit ég sæmi- lega vel út ennþá, og ég skildi að Erik liafði ekki verið ósnortinn af því. Veslingurinn, hann tók víst allt gott og gilt, sem ég' sagði. Eg var þá ekki verri leik- ari en svo, að mér hafði telcist að telja honum trú um að ég væri komin langt á framabraut- inni. Eg varp öndinni og tók til við sokkinn aftur. En hvað lifið var undarlegt — hve undarlegt að Eiik skyldi verða frægur, en ekki ég, sem liafði lagt svo mik- ið kapp á það. Erik kærði síg vist ekkert um mig framar. Að minnsta kosti ekki eins og áður. Og það að hann vildi hitta mig var víst aðeins af þvi að honum fannst gaman að tala við jafn- oka sinn. Jafnoka, já. Hugsum okkur ef það hefði verið svo, þá liefði ég getað símað til hans — þá hefðum við getað hitst og talað um alla heima og geima. Þá liefði ég kannske getað sagt hon- um að ég iðraðist og að ég. . . . Æ, nei! Það var ekki vert að liugsa um þetta. Eg komst bara í slæmt skap af því. Milli mín og Eriks var allt úti. Eg hafði sjálf skotið loku fyrir það fvrir fimm árum. Skömmu síðar, þegar ég stóð úti í húrhorninu og var að sjóða eitthvað súpugutl, var allt í einu hringt að dyrum. Eg opnaði og hörfaði ósjálfrátt skref aftur á hak. Fyrii' utan stóð Erik með blómvönd í annarri hendi og súkkulaðiöskju í hinni. — Má ég koma inn? sagði liann brosandi — og áður en ég fékk tíma til að svara stóð hann inni á miðju gólfi. Hann lagði blómin og öskjuna af sér á borðið og svo sagði hann: — Þú getur ekki gert þér í hugarlund hve vænt mér þvkir að hitta þig aftur, Kitty. Þér Iíður vel — er það ekki? Nú loks gat ég komið upp orðir — Þú ættir að skammast þín, sagði ég æst. — Þú ert vitanlega eingöngu kominn til þess að henda gaman að mér f rir það að ég.... — Hvað segirðu, Ivitty? tók liann fram i. — Hvað áttu við? Skilur þú ekki að ég er eingöngu kominn hingað af því að mér þykir vænt um þig ennþá? Eg stóð og einblíndi á hann. Néi. þetta gat ekki vfc.-'ð salt1 Það var allt of undursamlegt *il þess að geta verið satt. Svona kom aldrei fyrir i daglega líf- inu. Eg ætlaði að fara að segja eitthvað, en þá greip liann allt i einu utan um mig og þrýsti mér að sér. — Kitty, þú veist ekki hve ég hefi þráð þig mikið, öll þessi ár. Eg hefði getað skrifað þér, en ég gerði það ekki Eg vildi Liða pangað til að þú viðurkenndir af eigin reynd, að til er það í veröldinni, sem meira er um verl en frægð og liefð. Eg hallaði liöfðinu að öxl hans. — Erik, livíslaði ég. — Eg er ekki fræg. Eg er ekki einu sinni kunn. Eg er. . . . — Eg veit það, sagði hann. Eg hefi alltaf fylgst með þér. Eg hefi lesið norsku blöðin, og séð, að þú ert enn i dansenda- Iiópnum á Appóloleikkúsinu og liefir aldrei fengið aðalhlulverk. En hverju sldptir það þó að þú sért ekki fræg? Eg veit nefni lega af einu hlutverki, sem cr tilkjörið lianda þér - hlutverki sem hefir beðið eftir þér árum saman. Nú gat ég' ekki stillt mig leng- ur og fór að gráta. — Eg veit að mér skjátlaðist, kjökraði ég. Eg hefi vitað það lengi. Eg hefði ekki átt að neita þér forðum. En livernig fannstu mig, Erik? Eltirðu mig? Hann brosti og þrýsti mér að sér aftur. — Það var nú ekki alveg svo rómantískt, Kitty. Þetta var of- ur einfalt. Eg fann þig í bæjar- skránni. En nú verðurðu að þurrka af þér tárin — mér er ómögulegl að standa hér og hiðja grátandi stúlku. Foringjar Austurríkis. — Frá v.:Ðr. Karl Gruber, utanríkisráðherra; dr. Leopold Figl, kanslari; Hans Piesch, landstjóri i Kárnuthen og Vinzenz Shumy. — Þessir menn voru í sendinefnd Austurrikismanna, sem send var lil Lundúna og víðar lil að setja fram sjónarmið sín um friðar- skilmála AustUrríkismanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.