Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 06.06.1947, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN BeethovensMtíð Tónlistarfélagsins. Busch-kvartettinn: F. v. Adolf Busch, Ernst Driicker, Hermann Busch og Hugo Gottesmann. Næstkomandi laugardag liefst Jiór í Reykjavík tónlistarliátíð i tilefni af 120 óra afmæli Beethovens og 15 ára afmæli Tónlistarfélagsins. Salur hins nýja Austurbæjarbíós verður vígður með þcssum hljómleikum, en þar rúmast um 800 manns í sæti. Verður margt erlendra tónsnill- inga á hátíð þessari, og fjöldi ís- lenskra tónlistarmanna. — Fyrstu erlendu gestirnir, sem koniu var .Busch-kvartettinn. Aðrir þekktir tónsnillingar, sem gista landið, verða þessir: Fagottleikarinn Gwydion Holbrooke, klarinettleikarinn breski, Kell og obóleikarinn Terence Mc- Dougal. Erling Blöndal Bengtson tekur einnig þátt i hátíðinni. Alls munu hljómleikarnir verða 8, og helsta viðfangefnið verða strokkvartettar Beetliovens. Á síð- ustu hljómleikunum munu erlendu og íslenzku tónlistamennirnir mynda symfóniuhljómsveit, sem verður skipuð 40—50 manns. Verður dr. Urbantscliitsch stjórnandi. Landskeppnin í bridge. í síðastl. mánuði komu til Reykja- víkur 5 breskir bridgemenn, sem mættu fyrir Bretland i millilanda- kepimi við íslendinga. Kappleikur sá fór svo að úrvalsliðið íslenska sigraði breska landsliðið.. Var kepiit á tveim borðum og spiluð hundrað spil á hvoru borði, með því fyrir- komulagi að sömu spilin ganga á milli hinna tveggja borða, cn við livort borð voru tveir Islendingar og tveir .Bretar. Millilandakeppnin liófst kl. 4 e. h. þann 8. maí og lauk kl. 12 á mið- nætti þ. 9. maí. Höfðu Islendingar þá fengið um 37 þúsund en Bretar rúm 29 þúsund, en mismunurinn var nákvæmlega 7720. Landslið Breta var skipað M. C. Harrison-Gray, sem var fyrirliði þess, .1. Simon, London, J. Marx, London, E. Kempson, Newcastle on Tyne og J. Hastic, Edinborg. 1 liði Islendinga voru Árni M. Jónsson, foririgi liðsins. Benedikt Jóhannsson, Iiinar Þorfinnsson, Gunnar Pálsson, Hörður Þórðarson og Lárus Karls- son allir úr Reykjavík. Að millilandakeppninni lokinni, kepptu Iiinir bresku spilarar við ýmsar sveitir reykvískra bridgespil- ara þ. á. m. sveit Einar B. Guð- muridssonar, sem vann meistaramót Reykjavíkur í vetur. Höfðu Bretarnir jafnan sigur þó að stundum væri mjótt á munun- Beg. Allan, markvörður. D. Magnall, forstjóri Q. P. B. IIEIIVISÓKN »QIJEE]1’S PARK RAAGERS«. Skömmu fyrir liádegi á mánudag komu hingað til landsins knatt- spyrnumenn úr breska liðinu „Queen’s Park Bangers“. Dveljast þeir hér á vegum Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og munu heyja alls 4 kappleiki hér við íslensk lið. Eru þetta allt atvinnumenn, og taldir all- góðir leikmenn í Bretlandi. Knattspyrnuráð Reykjavikur hélt þeim miðdegishóf á Café Höll sama daginn og þeir komu. Voru þar flutt- ar margar ræður. I). Magnall, fram- kvæmdastjóri Queen’s Park Rangers og Wodehouse, einn af forstjórum þess, liöfðu orð fyrir Bretum, en Sigurjón Jónsson, formaður K.R.R., Agnar Kl. Jónsson, forseti Ivnatt- spyrnusambands íslands, og Björg- vin Schram, formaður móttöku- nefndar, mæltu af hálfu Islend- inga. Einnig tók til máls Victor Rae, knattspyrniulómari, sem var þjálf- ari hér um skeið, eins og menn muna, og Baker frá Q.P.R. Bret- arnir munu ferðast hér eitthvað í boði ríkisstjórnar og bæjarstjórn- ar, meðan þeir standa við. Fyrsti leikurinn fór fram á íþróttavellinum á þriðjudagskvöldið. Þar mættu þeir úrvali úr Reykja- víkurfélögunum og sigruðu með miklum yfirburðum. Markfjöldinn var 9:0. — Sýndu Bretarnir mjög góðan leik i hvívctna, en leikur íslenska liðsins var mjög í molum. Bar þar sennilega hvorttveggja til, að alltof margir dauðir punktar voru í liðinu og samleik hrá sjald- an fyrir. Spörkin voru mörg út í bláinn og áberandi var, hve lítill hraði var í leik þeirra. — Bretarn- ir aftur á nióti voru hver öðrum fótfrárri, skiptingar með afbrigðum góðar, og upphlaup snögg og óvænt, en mjög fálmlaus þó. Var unun að horfa á liina lipru knattmeðferð þeirra. Markmaður þeirra, Allen, fékk ekki mjög hættuleg skot, en sýndi þó getu sína á ótvíræðan hátt. Sérstaklega vöktu athygli hinar liingu útspyrnur hans og útköst. Og rólegur var liann i markinu og viss, þó að hann fengi skot. — Af ís- lendingum var .Birgir Guðjónsson vafalaust bestur. í byrjun síðari háll' leiks meiddist Sveinn Helgason á fæti og varð að fara út af. Þá sýndu Bretar það drengskapar- hragð að serida einn mann úr sínu liði út af líka, svo að þeir neyttu ekki liðsmunar. Þess skal þó getið, að það var ekki af breskum leik- manni, sem Sveinn hlaut meiðsl sin. Síðar í leiknum kom Sveinn þó inn aftur. Dómari var Guðjón Einarsson og dæmdi hann vel. Eina vítaspyrnan, sem dæmd var í leiknum, var á fslendinga, en Bretarnir gáfu hana eftir, enda var sigurinn ekki tor- sóttur án hennar. (!) Eins og áður var sagt, leika Bretarnir þrjá leiki til viðbótar hér. Ef til vill stendur „landinn“ sig betur í þcim. um einkum við sveitir Brynjólfs Stefánssonar og Gunngeirs Péturs- sonar. Hin góða frammistaða íslendinga í leikjum þessum kom Bretum mjög á óvart, því að lið þeirra var talið nljög sterkt i Bretlandi, enda höfðu Bretar unnið Tékka l'yrir nokkrum mánuðum með miklum yfirburðum en Mið-Evrópuþjóðirnar liafa jafn- an staðið mjög framarlega í þessari íþrótt. í ræðu, sem Mr. Harrison-Graý hélt í skilnaðarhófi, sagði hann m. a. að íslenska úrvalsliðið væri sterkasta lið sem hann héfði lcnt í síðan 1937 þegar austuríska lands- liðið, sem þá voru heimsmeistarar kepptu í Bretlandi við breska lands- liðið. Frá vinstri J. Marx, Gunnar Pálsson E. Kempson, — sá sem snýr bakinu að myndatökumaninum er Lárus Karlsson, Árni M. Jónsson er borð- vörður og situr við hlið Gunnars Pálssonar. Varið ykkur á háu tónunum. — Ef þið lieyrið söngkonu syngja tóna, sem eru hærri en háa C, er vissast að flytja allt sem heitir gler sem lengst í burtu, því að annars getur farið lijá ykkur eins og Lundúnabúanum nýlega.. Hann var að hlusta á fræga söngkonu í út- varpinu og brotnaði þá kristalskál, sem stóð á borðinu hjá honum í smátt, þetta gerðist er söngkonan söng tónana E og F, en þær tón- sveiflur þoldi kristallinn ekki. Nú er eftir að vita hver á að borga skálina. Maðurinn hefir stefnt út- varpinu til þess að fá skorið úr þvi. Hann er ekki vitund lirifinn af söngkonunni og segir að hún hafi „brothljóð“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.