Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.06.1947, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Glerhús og glerspuni. — TTZKUMUUíIHII — ÞaÖ eru ekki mörg ár síðan farið var að spá gierinu glæsilegri fram- iíð, að það nnmdi verða nofað á óiíkt fjölbreyttari hátt en áður, svo sem til húsabygginga, gatnagerðar og - fatnaðar. Og nú eru jjessar spár sem óðast að verða að veru- leika. Glerið hefir svo marga yfir- gnæfandi kosti, að notkun þess lilýt- ur að fara sívaxandi. Raki eða fúi vinnur ekki á því, og ])að er besta einangrunarefni veraldar. Nú er farið að byggja hús úr glersteini, glerull er notuð sem einangrunar- efni, og meira að segja i fatnað og gluggatjöld. Með þeirri tækni, sem menn hal'a nú, geta þeir sagað gler eins og timbur, rullað það eins og bómull og ofið það eins og silki. Gler- þróður er notaður til að sauma saman sár. Enskir vísindamenn eru farnir að búa til gler, sem er svo slerkt, að liægt er að leggja það á ís og hella ofan á það bráðnu blýi, án þess að það springi. Það er hægt að smíða straujárn og ofna úr gleri og í gleraugu, sem ekki geta brotnað. Það eru talin 3300 ár síðan fyrst var búið til gler. En aldrei hafa framfarirnar i gleriðnaði verið jafn miklar og á siðustu tíu árum. Ó- trúlegast er að hægt skuli vera að nota gler i fatnað, en þettó byggist á ]>anþoli ])ess. í Bretlandi eru komnar á fót verksmiðjur fyrir gierfatnað og eins i Ameríku. llr 28 grömmum af gleri er hægt að „spinna“ 483 kílómetra langan þráð, sem er ekki grófari en sem svarar fimmtungi höfuðhárs en þó sterk- ari en stál, og stenst bæði ryð, möl og eld. Vegna ]>ess að glerið er óeldfimt þykir það ágætt í gluggatjöld og dyratjöld. Það er mjúkt og þægi- legt viðkomu og ekki hægt að sjá annað en það sé silki, enda er það notað í hálsbindi, brúðarkjóla, hatta og skó. Með því að blanda í það ýmsuin efnum cr hægt að gefa því þann lit sem óskað er, en einskon- ar silfurbjarmi verður jafnan á glerfötum. Gler það, sem notað er í þráð og fatnað, verður að vera afar vönd- uð vara. Hráefnin í það eru vandlega valin og brædd saman og steyptar úr þeim kúlur, sem svo eru brædd- ar og þráður teygður úr, eins og þegar band er undið af hnykli. Úr kúlunutn fást að maðaltali 160 km. af glerþræði. Úr glerþræðinum er m. a. búin lil glerull, sem litur út eins og silki- kennd froða, ekki ósvipuð bómull. Þessi glerull er notuð sem einangr- unarefni - er m. a. utan um hita- veituæðarnar, sem liggja úr götu- æðunum inn í húsin i Reykjavík. Glerull er einnig notuð sem milli- veggjatróð í húsum. En hún er líka góður liljóðeinangrari, og liefir það gert hana eftirspurða af þeim, scm ekki kunna við að heyra allt sem fram fer hjá nógranna sínum fyrir handan þilið. Gegnum loft, scm einangrað er með glerull, heyrist ekki þó barið sé með liamri á loftið Þá má nota glerull fil að sía loft, sem dælt er inn í liús. Gler er einnig notað sem steinn til húsbygginga. Má ])á hafa það svo gagnsætt að ljós leggi í gegn um veggina, og þarf þá enga glugga. Glersteinninn er afar sterkur, ódýr og léttur, er liann steyptur með ákveðinni lögun og þarf enga skreyt- ing'u. Húsmæðurnar eru þegar farnár að kynnast kostum nýja glersins af eldlnisáhöldum sínum.. Gömlu gler- áhöldin vildu brotna í eldhúsinu. En nú fæst óbrjótandi gler, sem meira að segja er hægt að sjóða matinn í eins og járnpotti, án þess að saki. I Skotlandi hefir fundist glersandur, sem er algerlega laus við járnsölt og þvi er hægt að gera úr honum gagnsæja glermuni, sem smámsaman útrýma leiráhöldunum. íbúar glerliúsa framtíðarinnar munu nota eldavélar úr gleri, steikja, egg á glerpönnum, og hita stofur sínar með ofnum úr gleri og spila á glerpíanó. r. Það er ekki ósennilegt að glcriife eigi í vændum álíka blómaöld og*, alúminíum hefir átt undanfarið, og hægt verði að tala nm gleröldir.a næstu árin. Og nú geta þeiv grýct, sem í glerhúsi búa, þvi að rúðu- brot ganga úr tísku. „Brothætt gler“ verður aðeins til á forngripasöfn- um. Með París á höfðiiju. — Þær liafa orð fyrir að vera frum- legar Parísardömurnar. Hér er -ein með liatt, sem samsettur er úr smálíkönum af helstu bygg- ingum Parisar, og gnæfir Eiffel- turninn hæst. HEILRÆÐI : ÍÞvottur. Viðgerð og athugun á fatnaði þeim, sem á að þvo er nauðsynleg áður en þvegið er, til þess að l>að sem farið er að slitna eða rifna eyði leggist ekki. Það er líka tvíverknaður að taka strokið tauið sundur til viðgerðar í stað þess að láta það strax í skápinn. Blettir eru lagðir í viðeigandi efni og teknir burl ef hægt er áður en lagt er í bleyti. Þvotturinn er aðskilinn. Mancli- ettskyrtur og flibbar sér, rúmföt dúkar og nærföt, mislitt tau og vasaklútar livað fyrir sig. Þess er helst að gæta að lóta ekki fínan þvott með grófum flíkum, jafnvel þó að hvorttveggja sé t. d. hvitt, einnig þess að sjóða ekki of lengi. Snúið oft í pottinum og gætið þess að vatnið fljóti yfir. Hellið aldrei köldu vatni yfir þvott sem sýður, óhreinindin harna þá og rákir myndast i þvottinum. Sokkar og ullarföt er þvegið úr volgum sápu- vötnum og licngt strax til þerris. Silki og' ullarföt má eklci vinda. ***** Allur er varinn góður. Þegar sjahinn af Persíu var á ferðalagi lét liann drepa alla hunda i þorpunum, sem leið lians átti að liggja um. Þetta var ekki að ástæðu- lausu, því að hundaæði er mjög algengt í Persíu. ***** Betty Box heitir fjmsta enska leikkonan, sem gerist kvikmynda framleiðandi. Samkvæmt samn ingum liennar við Gainsborough- félagið i Islinglon á hún að ljúka fjórum myndum á ári og laun hennar verða 15 milljón krón- ur. - Héc sést Betty Box lii vinstri og Patricia Rock, ieik- kona félagsins tii liægr' Hundar í kvikmyndum. Það cr oft þolinmæðisverk að fá hundana til að gera það, sem þeim egr ætlað í kvikmyndum. í sýningu í myndinni „Penrod and liis IPwin Brotlier“ átti hundurinn Rex að kyssa eina kvilunyndáleikkonuna af eintómri gleði. En Rex fannst eng- in ástæða til að sýna alókunnugri manncskju slík atlot og neitaði bendingu. Þá datt leikstjóranum ráð í hug. Hann makaði munninn á leikkonunni með ísrjóma. Hentug sumardragt. — Velsaum- uð dragt úr munstruðu efni er heppilegur og snotur sumar- klæðnaður. Þær, sem telja efn- ið of marglitl, geta hafl kraga, hnappaáldæði, hatt skó og hanska i sama stíl og aðallitur dragtarinnar er. Ofurlítil tilbreyting. Það fer vel á því að nota hálsklút og vasaklút i sama lit með sum- ardragtinni, þegar ekki er sér- staklega heitt í veðri. Hárlausir hundar. voru að sögn Columbusar til á Cuba, þegar hann kom þangað fyrir nálægt 450 árum. Þessir hundar g'átu ekki gelt. Voru þeir tamdir sem veiði- hundar og sem fórnardýr á altari goðanna.Og ketið af þessum hund- um var talið mesta sælgæti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.