Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.07.1947, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Greininni í síðasta blaði lauk þar, sem drepið var á skógrækt og sandgræðslu og þýðingu þeirrar starfsemi, sem þar hefir verið rek- in af þeim Hákoni Bjarnason og Gunnlaugi Kristmundssyni. Víkur nú sögunni að Á víð og dreif um II. Landbúnaðarsýninguna Mjólkuriðnaðinum, sem þróast hefir í hlutfalli við stækkun bæjanna, því að hún hef- ir skapað knýjandi þörf fyrir skipu- lagða hagnýtingu og vinnslu mjólkur. Upp úr aldamótunum hófst stofn- un rjómabúa hér á landi, í því augnamiði að framlciða smér til útflutnings og var það fyrsta til- raunin í þessari grein. Síðan hefir sú breyting orðið á, að bæirnir hafa fast að því áttfaldað íbúatölu sina og nú lifa fleiri til sjós en sveita, svo að fyrsta verkefni bónd- ans er að sjá bæjarbúum fyrir næg- um mjólkurafurðum og keti. Rjómabúin lögðust niður á árum fyrri styrjaldarinnar, en á næslu árum á eftir risu svo mjólkurbúin upp. Það er engin tilviljun, að þau stærstu þeirra voru í sam- eða ná- býli við stærstu bæi landsins. — Bændur i nágrenni Reykjavíkur stofnuðu Mjólkurfélag Reykjavíkur, en gátu þó ekki fullnægt mjólkur- ])örf liöfuðstaðarins, enda þótti sýnt að mjólkurbú í landbúnaðar- sveitum austanfjalls og Borgarfirði stæðu betur að vígi með að vinna iir mjólk afurðir til sölu i Reykja- yik, ost, smér, rjóma og skyr. Mjólk- urbú Ölfusinga var stofnað um líkt leyti og Mjólkurbú Flóamanna, en rann bráðlega inn í það, þó að það væri á „heitum stað“. Er Mjólkur- bú Flóamanna nú stærsta bú lands- ins í þessari grein. Á Akureyri var stofnað mjólkursamlag, sem starfað hefir til fyrirmyndar á sínu sviði, og annað mjólkurbú er á Sauðár- króki. Mjólkuriðnaðardeidin sýnir gam- alt og nýtt. í deild núítmans eru mjókuriðnaðarvélar frá firmanu Paacli & Larsen í Horsens í Dan- mörku, en Danir eru allra þjóða fremstir um smiði slíkra tækja. Þar er skilvinda smíðuð af A.S. Titan i Khöfn, en þaðan voru fyrstu skil- vindurnar, sem til íslands fluttust. Til samanburðar við þessi fallegu áhöld má svo líta gamlan bullu- strokk, byttu, trog, skyrgrind o. fl. sem notað hefir verið til skemmsta á landi hér. í þessari deild eru einnig sýn- ingar frá Mjólkurbúi Flóamanna og Mjólkursamlögum Borgarfjarðar, Skagfirðinga og Eyfirðinga á fram- leiðslu ])eirra, og gætir ostanna ])ar mest. Undirbúning þessarar deildar ann- ast þeir mjólkurfræðingarnir Stefán Björnsson, Jónas Kristjánsson og Sveinn Tryggvason. En í næstu deild tekur við efni, sem þeir vís- indamennirnir Ingólfur Davíðsson og Geir Gígja hafa fjallað um: Meindýr og plöntusjúkdóma. SIú sýning er eins og vænta má aðallega í myndum, eða sá hluti hennar, sem almenningur getur skil- ið. Þar geta menn séð hvernig ýmsar lífverur, þó að smáar séu, geta eyðilagt jarðargróðann. Allir landsbúar þekkja af afspurn gras- maðkinn og liitt, hvernig kartöflur sýkjast á óskyljanlegan hátt, eða 11 r heimilisiðimðurdeihlinm. Sijning klæðaverksmiðjunnar Gefjun livernig gulrófnarækt hcfir brugð- ist í Reykjavík og sá brestur síðan færst út frá höfuðstaðnum. Hitt þekkja og allir, livernig fjárpestir hafa flust inn í landið og stráfclt sauðfjárstofn bænda, og eigi orðið heftar þrátt fyrir milljónafjárlög af hálfu rikisvaldsins. Og svo þekkir fólk líka minkinn, sem bæði eyði- lcggur veiði i silungsám og fugla- varp. Allt eru þetta vágestir, sem gjalda ber varhug við. Syningardeild þessi liefði gjarnan mátt vera gleggri t. d. á þann hátt að þar yrði séð á línuritum livað mæðiveikin og aðr- ir sauðfjársjúkdómar hafa kostað þjóðina á hinum síðari árum, því að um þetta eru skýrslur auðfengn- ar. En þarna eru lika nokkrar bækur, sem lýsa hættunni af meindýrun- um, bæði í jurta- og dýraríkinu. Og þeir, sem eig'a sjálfir afk.omu sína undir meindýraleysi, ættu að kaupa þær og lesa, svo að almenn- ingsálitið yrði ofurlítið greindar- betra gagnvart því meinleysi, sem lýst hefir sér Itjá ýmsum ráðandi mönnum gagnvart meindýrunum. En landið eignast með liverju árinu fleiri og fleiri vísindalega menntaða menn, sem skilja hættuna og berj- ast gegn lienni. Þessvegna er hætí- an minni á komandi árum en liún var. Og með vaxandi þekkingu fóiks er mörgu hægt að afstýra. í sámbandi við þessa deild má minna á þá næstu: Deild dýralækna sem þeir Sigurður Hliðar og Ás- geir Einarsson hafa undirbúið. Þar er hin jákvæða hlið næstu (leildar- innar á undan, livað dýraríkið snertir og sýnir bæði ýms lækninga- áhöld, lyf og fl. auk þess sem þar eru ýmsar myndir, varðandi málið, sem liægt er að skilja og læra af. Víða í sveitum landsins eru me-nn, sem lært hafa lækningu við ýmsum almennúm dýrasjúkdómum, svo sem doða í kúm, og í hverri sveit eru menn, sem kunna að bólusetja fé við bráðapestinni, einum skæðasta vágesti sauðfjárins, áður en sýkingin kom frá Halle með karakúlfénu. Það er gott til þess að vita, að lyf fannst við pbstinni, og það sýnir þroska islenskrar vísindamennsku, að for- stöðumaður Rannsóknardeildar Há- skólans, skuli nú geta framleitt það hér á landi. Á sama hátt má vænla ])ess, að íslensk visindastarfsemi verði til þess á komandi tíð, að bægja burt þeim sýklum, sem ber- ast utanað, svo að segja megi um þá þegar fram i sækir hið sama og Bjarni Thorarensen sagði um ,,vellystina“: „Því að út fyrir kaup- staði, islensk í veður / ef hún sér vog'ar þá frýs hún í hel.“ Nú kemur að deild, sem er allt annars eðlis en hið neikvæða, sem verið hefir umtalsefni mitt um hrið. Sú deild er: Kjötiðnaðardeildin. Ilvað er kjötiðnaður? spyr ef til vill sumt fólk, sem þó hefir lifað ekki á einu saman.kjöti, nýju sölt- uðu eða reyktu, heldur líka á kæfu, bjúgum og öllu því gómsæta, sem sjá má i matarbúðum í Reykjavík. Kjötiðnaður er það, að færa slátur- afurðir landsmanna í sem fjölbreytt- astan búning, gera úr því áleggs- rétti sem allra fjölbreyttasta, sjóða þœr niður í ýmsum myndum, sýna livað hægt er að gera úr sumu, sem i gamla daga var fleygt o. s. frv. Aðalsýningin á þessum stað er, eins og vera ber, frá Sláturfélagi Suðurlands. sem er elsta og stærsta samvinnuféiag íslendinga i þessari grein. Það'er orðið yfir 40 ára gamallt. En það licfir aldrei slakað á klónni heldur ávallt hert á henni og er alltal' að stækka. Forstjórinn hefir sífellt haft nýjar hugmyndir, og samstarfs- menn hans í stjórnarnefnd félags- ins að jafnaði samþykkt tillögur hans um nýjungar og auknar fram- kvæmdir. Þessvegna hefir ]>etta fyr- irtæki v'crið sístarfandi. Það hefir eigi aðeins borið þarfir Reykjavík- urmarkaðsns fyrir brjósti heldur og ásamt Sambandi ísl. samvinnufélaga verið aðal kjötútflytjandi landsins, þó að á síðari árum fyrir stríð væru Rcykvíkingar orðnir svo marg- ir, að útflutningur S.Í.S. bar út- flutning Sl. Sl. langsamlega ofurliði. Þá var hægt að minnast ]>e.ss, að nokkru eftir aldamót, en þó fyrir stofnun Sl. Sl„ var reyndur fulltrúi bænda sendur til Norðurlanda 1 i 1 þess að útvega markað fyrir saltað ket, og tókst að fá tilboð: 10 aura fyrir pundið! íslenskt saltket fékk sína réttu vöndun með stofnun sláturhúsanna og varð vara, sem seljanleg þótti við sæmilegu verði um langt skeið. Síðan breyttist verslunaraðstaðan, bæði vegna verslunarhátta og' styrj- aldar, og hófst þá útflutningur freð- kets til Bretlands. En l)ess má geta, að Sláturfélag Suðurlands varð lil ])ess að setja upp sérstakt frystihús, til þess að geta fullnægt þörfúm höfuðstaðarins, áður en nokkurt sláturhús setti það upp á landi hér. Og niðursuðu á allskonar ketmeti selti það upp litlu síðar. Bjúgnagcrð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.