Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.07.1947, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Kven-njósnarar í Englandi Eftir Peter Leighton. Jæja, maður minn, vantar yður atvinnu? MaSurinn sat á beklc 1 eiiiuui garðinum í London og starði á ó- kunna mannin'n, seni hafði ávarpáð hann. Síðustu árin hafði hann verið í sífelldri, árangurslausri atvinnu- leit, og síðustu mánuðina, jjetta var seint á árinu 1938. hat’ði hann hfað frá hendinni til munnsins af ýmsum smásnúningum. Hann var auralaus og átti ekki iiema, sem svaraði 25 auruin, sern liann ætlaði að nota fyrjr kaffi, ti! þcss að taka úr sér hrotlin í elt'r kalda nóttina þarna á hekknur.i. Hverskonar atvinnu? — Afar létta vinnu. Aðkomumað- urinn hvíslaði einhverju að honum. „En jj.að er atvinna, sem aðeins einliverjir menn geta tekið að sér. Eruð þér kvæntur? Maðurinn hristi höfúðið. Ág'tett. Þá getið þér unnið yður inn tíu pund á einum hálf- tíma. Maðurinn á bekknum var tortrygg- inn enn. En aðkomumaðurinn hafði skýrt fyrir honum málið áður en fimm mínútur voru liðnar. Málamynda-hjúskapur. Það kom talsvert af kvenfólki frá útlöndum til Englands um þessar mundir, sem vinnukonur eða til skemmtiferða, en erfiðleikarnir lá'gu í þvi, að þær máttu ekki dvelja í landinu nema takmarkaðan tima, þær urðu að sækja um allskonar leyli, nema því aðeins að þær gætu orðið breskir ríkisborgarar, því að ])á gátu þær gefið útlendingaeftir- litinu langt nef. Og eini vegurinn til að verða breskur ríkisborgari i flýti var sá, að giftast enskum rikisborgara. Það var engin ástæða fyrir mann- inn til að vera hræddur við þetta. Hann ])urfti ekki að sjá konunni farborða, hann þurfti ekki annað en liitta hana nokkrum mínútum áður en þau færu saman til fógetans og svo gátu þau farið hvort i sína áttina undir eins og húið var a'ð g'efa þau saman. Þessi leikur var leikinn oft ög með ýmislegu móti árin fyrir stríðið og virtist ekki eiga neitt skylt við njósnir. En þó var þetta emmitt sú aðferðin, sem Þjóðverjar notuðu mest þegar njósnarastofnun heirra i Carlton House Terrace þurfti að koma nýjum agentum til Englands. Aðferðin varð smámsaman svo kunn að J. Sandeman Allen ofurstJ og þingmaður vakti athygli á því í maí 1939 hve margar þýskar stúlk- ur væru í Englandi, ýmist sem vinnu konur eða á skemmtiferðalögum, og giftust svo enskum ríkisborgurum. Sir John Anderson þáverandi ráð- herra svaraði því, að ráðstafanir liefðu verið gerðar til að liafa gát á þessum kvensum, sem fengið liefðu breskan ríkisborgararétt. Og i „Secrct Service" var til spjaldskrá með nöfnum meira en 4000 þýskra kvenna, sem grunaðar voru um að vera flugumenn fyrir þýsku leyni- þjónustuna. Að svar sir Jolms Anderson var ekki út loftið mátti sjá í hinu fræga máli lrú Marie Ingram, liún cr nú fangelsisnúmer i bresku fang- elsi, þar sem hún afplánar langa refsingu l'yrir njósnir. Frú Ingram bústin og girnileg kona, sem þrátt fyrir 42 ár að baki vissi enn hvernig hún átti að ná tökum á karlmönnum. Fyrstu stríðs- árin átti hún góða daga þrátt fyrir störf sín sem vinnukona hjá flota- skipstjóra cinum í Portsmouth. Hann starfaði fyrir þá deild flotamála- ráðuneylisins, sem sá um lagningu tundurdufla. Hún hafði gifst og var orðin breskur borgari, en maðurinn henn- ar var fyrir löngu farinn að heim- an til ])ess að taka við einhverri sýslun í einni af nýlendunum. Með- al þeirra, sem ekki stóðust yndis- þokka frú Marie Louise var sjóliðs- foringi einn í Royal Tank Corps. Hann vann á aðalstöðvunum og einn góðan veðurdag vottaði hann henni tilfinningar sínar með því að færa lienni teikningar af nýrri skrið- drekategund, sem þá átti að fara að smiða. Hún hafði nfl. liaft orð á því við liann, að sér þætti svo einstaklega gaman að skriðdreka- teikningum. Svo var það 57 ára starfsmaður á fiotastöðinni í Portmoutli, sem hét William Swift. Hann hjálpaði Marie Louise til að ná í áríðandi leyndarmál viðvíkjandi strandvörn- unum. Þegar ])ýsku herirnir brunuðu inn i Frakkland í maí 1940, óx metnaður frú Ingram mjög. Nú þótti henni víst timi til kominn að stofna „5. herdeild“ i Englandi, og að ná í enn merkari leyndarmál. Hún hafði kynnst einum manninum enn, sem var fús til að hjálpa henni sem einn af fremstu mönnum enska fasistaflokksins og mikill aðdáandi Hitlers. Hinn 9. maí 1940 hauð hún þess- um manni til sín i hús, sem hún hafði fengið aðgang að i Porls- niouth, en að vísu gekk hún nú ekki undir nafninu frú Ingram. Mr. R. reyndisl hinn liprasti og frú Ingram skýrði nú fyrir honum á- form sín. Mr. R. átti að ná saman öllum þeim vinum sinum, sem höfðu sömu skoðanir á fasismanum og hann, og fá þá til að gefa sig fram við ýmsar sjálfboðaliðssveitir, sem Eden, þáverandi aðalritari hcrnað- arstjórnarinnar, var að koma á fót um þær mundir. Þegar rétta stund- in væri komin mundi verða mjög auðvelt fyrir þá að ná völdum yfir þessum sveitum. Mr. R. var hrifinn af að hitta svona gáfaða konu. H-ann spurði hvort hann mætti taka með sér vin sinn og kynna henni, þegar hann hitti hana næst. Nýr fundur var ákveðinn og frú Ingram út- skýrði áform sín enn betur. Hún óskaði sjálfri sér til haming'ju með dugnað sinn og lieppni sína, en hún hafði gert slæma skyssu. Því að Mr. R. hafði ekki frckar með fasistasamband að gera en sjálfur forsætisráðherrann. Hann var á föstu kaupi lijá leyniþjónustunni. Hinn 23. maí voru þau fangelsuð frú Ingram og William Swift. Leyni- þjónustan hafði haft gát á þeim í vikur, mánuði cða jafnvel ár. Hann þurfti ekki einu sinni að sjá teikn- ingaafritin, sem frúin liafði viðað að sér, til þess að sannfærast um sekt liennar. Og vafalaust hefir leyni þjónustan lika liaft gát á því, að upp lýsingarnar, sem frú Marie Louise hafði safnað með svo mikilli sam- viskusemi, kæmust aldrei lil Þýska- lands, eða að minnsta kosti ekki í réttri mynd. Leyniþjónustan ,Secret Service, gat g'ert lieildáryfirlit um allt, sem kvendið hafði tekið sér fyrir hend- ur frá því að hún kom til Englands, og sagt henni hvar hún hefði verið vinnukona og hve lengi á hverjum stað. Lika var hægt að fræða Marie Lopise á því, að liún væri alls ekki venjuleg vinnukona heldur systir þýsks liershöfðingja, Staffs, og dótt- ir fyrrv. háttsetts embættismanns við þýsku ríkisjárnbrautirnar og hefði menntast á kunnum kvenna- skóla í Rínarlöndum. Hún liefði orðið enslcur borgari og frú Ingram með því að giftast enskum manni, sem einmitt þá átti að fara til lang- dvalar út í nýlendurnar. Meðan hún stóð fyrir réttinum í Old Bailey var hún svift' síðnstu vörn sinni. Aðeins fáar manneskjur voru viðstaddar þar og réttarhöldin fóru fram fyrir lokuðum dyruni og verðir við alla innganga og meira a'ð segja breitt fyrir gluggana, svo að ekkert skyldi leka. Sannanirnar voru svo öflugár að frú Ingram sá skuggann af gálg- anum jútímorguninn sem rétturinn dró sig í hlé lil að kveða upp dóm- inn. Landráðalögin höfðu verið stað- fest í febrúar, en þau ákváðu dauða- refsingu við njósnum. Hún var fund- in sek. Hjólreiðaföt. Þessi búningur er næstum þvi tigulegur vegna hins undurfagra lags. Hann er úr fjólubláu efni með kirsuberjarauðu belti og uppslögum. Svo þarf bara brúna fætur og splúnkunýtt reiöhjól. YTRA FORMIÐ. Niðurlag af bls. 9. vera ómetanlegt fyrir börn, að alast upp með þér. Þetta var svo óvænt, að ég gat litlu svarað til. En ég fann, að eitthvað var samt aðlaðandi við þessa heimsókn. Systir mín liafði farið fram á það við mig, að fá liúsið, sem ég bjó í, sem þó var algerlega mín eign, því að liún bafði frem- ur kosið sinn arf í peningum. Hún gal þó fengið húsið, liugs- aði ég. - Eg held þið komið lil með að iðrast eftir þessa bón, sagði ég. Þú mátt ekki segja þetta, lirópuðu þau bæði í einu. Eigum við ekki að hugsa málið betur, varð mér að orði. Þau horfðu á mig, og ég sá deyfð og vonbrigði i augum þeirra. Jæja, fyrst þið viljið það endilega, þá er best að ákveða það strax, að ég komi. Þakka þér fyrir Sólborg, sagði Sveinn, en Anna ballaði sér upp að mér. Eg fann mjúkt hár hennar lcggjast að vanga mínum, og mér fannst hún vera vndislegt stórt barn. Þú hefir þegar skilið Villa lilla, að þetta eru húsbændur mínir, sem ég er hjá. Þó að hús- hóndinn sé nú alltaf kallaður seinna nafninu, er fyrra nafn hans Sveinn. Það hefir atvikast þannig að ég hefi kosið mér að taka virk- an þátt í störfum heimilisins, og það er allt orðið mitt fyrir löngu, ekki síður en þeirra. Sólborg þagnaði. Bros lék um varir iiennar. Hún sá glögglega í hugarlieim sinum, öll börnin sem lnin liafði hjálpað til að fóstra, og leiðbeina út í lífið. Eg stóð upp, gekk til Sólborg- ar, og þakkaði lienni fvrir sög- una. Sólborg tók hlýlega i liönd mína en leil um leið hálf ótta- slegin á mig. Þig skal aldrei þurfa að i'ðra þess, a'ð þú liefir sagt mér sögu þína, Sólborg mín. Eg segi hana engum, fyrr en ég kann skil á því, sem er kjarni og kvndarmál lífsbamingju þinnar. Þá lvftust augnalok Sólborgar, og ég sá augu hennar ljóma. Það er kjarninn í lífi livers (instaklings, að vera trúr sjálf- um sér, — Guði í sjálfum sér. Það er mín reynsla, og ég hygg að það verði þín líka, sagði Sólborg um leið og hún stóð upp, og þung augnalokin sigu, svo að varla sást í augun.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.