Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 18.07.1947, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Mót norrænna lcaupsýslu- og bankamanna Fiilltrúarnir fyrir utan Hindsgavl- höllina. Fálkinn hefir snúið sér til Hannesar Þorsteinssonar, stór- kaupmanns, og leitað frétta af nýafstöðnu móti norrænna kaupsýslu- og bankamanna, sem haldið var í Kaupmanna- höfn. Hannes hefir látið í té eftirfarandi upplýsingar. 18. mót norrænna kaupsýslu- og bankamanna var haldiS dagana 2. til 10. júní á veg'um Foreningen Norden í Danmörku. Uppliaflega var gerl ráð fyrir 12 þátttakendum frá hverju liinna nor- rænu landa þ. e. a. s. ísland, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finn- landi, en végna mistaka komust ekki nema 5 fulltrúar frá íslandi og var sá lialli jafnaður upp með því að hin löndin fengu þess fleiri full- trúa, og var það að vonum til lítils sóma fyrir íslendinga, enda ekki ákjósanlegt, að hinar norrænu þjóð- irna séu látnar stækka á okkar kostnað. Mótið var sett í Börsen i Kaup- mannahöfn 2. júní af C. V. .Brams- næs bankastjóra þjóðbankans danska en Jian er formaður norræna fé- lagsins i Danmörku. .Börsen er tvímælalaust frægasta byggingin í sögu danskrar kaupsýslu. Hún var byggð 1023-’24 af Krist- jáni 4. Danakonungi og fram á þennan dag liefur hún verið mið- stöð danskra kaupsýslumanna og samkomustaður til að ræða ýms vandamál stéttarinnar. Eg vildi gjarnan mega lýsa þessu fornfræga húsi ásamt öðrum bygg- ingum og atvinnufyrirtækjum sem við skoðuðum í þessari ferð, en þar sem mér er þröngur stakkur skorinn af ritstjóranum, verð ég að vera fáorður. Eftir að mótið liafði verið setl skoðuðum við skipasmíðastöðina Burmeister & Wein, en þvi miður allt of lauslega. Burmeister & Wein er stærsta- skipasmíðastöð á Norðurlöndum og jafnframt brautryðjandi í ýmiskonar skipasmíða- og vinnuvélatækni. — Þannig byggðu Burmeister & Wein eða .Baumgarten & Burmeister eins og fyrirtækið hét þá fyrsta diesel- mótorinn 1904 og var það land- mótor. Hann er nú geymdur sem minjagripur í safni skipasmíða- stöðvarinnar en |)að er mjög merki- legt. Árið 1912 hljóp „Selandia" af stokkunum og var það fyrsta skip í heimi, sem knúið var diéselvél. Hjá Örsteds-aflstöðinni í Danmörku er í gangi heimsins stærsta diesel- mótor og hefir hann 22.000 hestöfl. Hann er smíðaður hjá Burmeister & Wein, sem er yfir hundrað ára gamalt, sofnað 1843. Efttir að hafa skoðað þetta merki- lega fyrirtæki var borðaður hádegis- verður i boði skipasmiðastöðvar- innar. Þriðjudagsmorguninn 3. júni var lagt af stað í stórum langferða- bílum frá Kaupmannahöfn að Hinds gavl á Fjóni og þar hélt mótið á- fram til 7. júni. Hindsgavl er gamalt óðalsetur á Norður-Fjóni, skammt frá Middel- fort. Síðan 1923 hefir það verið samkomustaður Foreningen Norden og er nú eign þess. Staður ]>essi á langa og merkilega sögu að baki sér, sem því mið'ur verður að sleppa að þessu sinni. Þó má geta ])ess að hér úti fyrir var háð sjó- orusta 1287 milli danska og norska flotans. Árið 1295 mættust Eirikur Mein- ved og Eirikur prestahatari hér með heri sína. Árið 1300 var saminn friður á Fænö milli Dana og Norð- manna, sem síðan hcfir haldist. Á Ilindsgavl undirritaði Friðrik VI. Kílarsamninginn 1814 og hér bjó Bernadotte, síðar Svíakonungur eftir að Spánverjar höfðu brennt hið rammgerða Koldinghus. Hinds- gavl geymir líka fjölda af minjum frá styrjöldunum við Svía 1058, 1848- 50 og 1864, og í síðustu styrj- öld 1939 -’45 höfðu Þjóðverjar og síðar Englendingar aðsetur á Hinds- gavl og ber staðurinn ])ess ýmis merki nú. Alll þelta útskýrði hinn aldraði Oberstlöjtnant Helge Bruhn fyrir okkur, en liann var gestgjafi okkar á Hindegavl. Hann er ósvikinn föð- urlandsvinur, hermaður í þess orðs fyllstu merkingu. Alls voru lialdnir á mótinu 8 fyrirlestrar um eftirtalin efni: Versl- un, bankastarfsemi, norræna sam- vinnu, iðnað, fjármál, fiskveiðar, ferðalög alm. og landbúnað. Fyrir- lestrarnir voru yfirleitt fluttir af færustu og kunnustu mönnum Dana í hverri grein. Þannig talaði Hr. próf. Thorkil Kristenson, fjármála- ráðherra um fjármál; Paul Ingholt bankastjóri um bankamál; Chr. H. Olésen forstjóri um norræna sam- vinnu o. s. frv. Olesen er forstjóri dönsku Spritt- verksmiðjanna, en flestir íslendingar þekkja framleiðslu þeirra, ef ekki af reynd ])á að minnsta kosti af afspurn, enda er Álaborgar-brenni- vín og ákavíti í hávegum liaft hér sem annarsstaðar. Olesen var líka fararstjóri okkar og fórst ])að að sjálfsögðu myndar- lega úr hendi, enda var ekki einu sinni undirbúningurinn heldur einn- ig framkvæmdin á móttökunum út- færð eftir danskri nákvæmni. Síðustu þrjá dagana 8. 9. og 10. júni ferðuðumst við um Jótland og skoðuðum þar margar verksmiðj- ur og merkisstaði. Þessi fyrirtæki voru skoðuð auk Burmeister & Wein sem fyrr getur. Fyens Disconto Kasse i Odense, Dansk Svovlsyre & Superphosphat- fabrik í Fredericia, Nordiske Kabel & Traadfabrikker i Mikkelfort, Aar- hus Oliefabrik A/S i Aarhus, Cem- éntfabrikken Rördal i Aalborg, C. W. Obel A/S Aalborg, De Danske Sþrittfabrikker, Aalborg. Eftir að liafa kynnst þessum þált- um dansks iðnaðar lilýtur maður að sannfærast um, að danska þjóð- in cr mjög dugleg og afkastamikil. í landi eins og Danmörku þar sem engin hráefni eða orkulindir finn- ast, er undravert, live iðnaðurinn stendur með miklum blóma, þegar l)ess er gætt að Danmörk er fyrst og fremst landbúnaðarland. Fyrir okkur, þátttakendur i þessu móti, er ferð þessi ekki einungis ógleymanleg fyrir famúrskarandi móttökur. heldur höfum við allt ann- an skilning á þjóð þeirri, sem bauð okkur heim og landinu sem hún byg'gir. En mót sem þetta gefur okkur ekki einungis tækifæri til að kynn- ast gestgjöfum okkar heldur einnig nágrönnunum og var það að sinu leyti ekki síður skemmtilegt. Yfirvöld allra landa spara nú gjaldeyri og aínast við ferðalögum til útlanda eftir fremsta meg'ni, en hér er um greinilega fásinnu að ræða. Ekkert gefur lieiminum meira ör- yggi en skilningurinn á högum ann- arra. Einangrunin er háskaleg og stefnir hverri þjóð i voða. Skiln- inginn öðlast menn fyrst við kynn- ingu. Þessvegna álít ég að gjald- cyrir sá sem eytt er til ferðalaga til annarra landa komi aftur með vöxtum og vaxtavöxtum, enda þ.ótt fjármálaspekúlantana kunni að svíða í fingurgómana i bili við að telja út peningana. Að síðustij vil ég færa Forening- en Norden í Danmörku alúðar þakk- ir fyrir móttökurnar og öllum þeim dönskum fyrirtækjum sem opnuðu okkur dyr sín'ai' og héldu okkur dýrðlegar veislur. Eg óska líka Norrænufélögunum í hinum norrænu löndum allra heilla með hið gifturíka starf, sem þau berjast fyrir og ég er sannfærð- ur um, að það muni færa hinum norrænu þjóðum mikla blessun í framtíðinni. Hannes Þorsteinsson Ólafur Túbals fimmtngur Hinn góðkanni veitingamaður og listmálari, Ólafur Túbals frá Miila- koti i Fljótshlíð, varð fimmtugur 13. jiili síðastliðinn. Ólafur er öll- um kunnur fgrir hin fjölmörgu mál- verk sín úr Fljótshlíðinni og viðar. í lilefni afmœlisins, eru málverk eftir liann til sýnis i sýningdrglugga Jóns Björnssonar í Bankastræti. - Foreldrar hans eru heiðurshjónin Guðbjörg Þorleifsdóttir og Túbal Karl Magnússon, sem landskunn eru vegna hins glœsilega blóma og trjá- garðs í Múlakoti sem var á sinn líka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.