Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1947, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.07.1947, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Hyndasaga: 1 ¥e§aling:arnir »,<»..H.s. Hinn voldugi, franski keisari, Napoleon, hitti einu sinni hjá kard- inála nokkrum prest a'ð nafni Myriel. Keisarinn beindi til hans nokkrum orðum og fékk svo skjótt svar og greinargott, að Myriel var skömmu síðar gerður að biskupi í Digne. Úr prédikunarstól dómkirkjunnar flutti l>essi virðulegi og ákveðni klerkur margar ræður, sem hvöttu menn til hugsana, ekki einungis trúarlegs cfnis, heldur einnig þjóð- félagslegs. „Vinir mínir,“ sagði liann. „Bændurnir i Frakklandi búa i gluggalausum kumböldum, af því að stjórnin hefir lagt skatt á glugga. Þeir eiga ekki hjólbörur, heldur bera þeir skarnið á túnið á bakinu. Þeir liafa ekki annað brenni en kúamykju!“ Myriel biskup réðst ætíð beint að meinsemdum þjóðfélagsins i ræðum sínum. Hann varði hina fátæku. Hann gaf hinum fátæku. Aldrei lét hann neitt hindra för sína, ef ein- hver þarfnaðist hjálpar hans. Hann fór oft einsamall yfir lieiðar, þar sem ræningjar voru, til þess að heimsækja sjúka og deyjandi menn, og iiinum dauðadæmdu var fróun í að fá heimsókn hans i fangelsin. Svo var það einn haustdag árið 1815, að förumaður kom til Digne. Hann virtist vera nokkuð á fimmtugs aldri, og farinn mjög og beygður af vinnu. Hann hafði tösku á baki og prik í hendi. Skeg'g hans var óskorið og svitinn bogaði af enn- inu. Hann kom sýnilega langt að. Hann nam staðar við fyrsta brunn inn, sem hann rakst á. Hann svolgr- aði stórum úr fötunni og gekk svo að næsta brunni, þar sem sagan endúrtók sig. Unga fólki'ð i bænum þótti hann kynlegur og tíndist brátt að honum. Hann fór til ráðhússins, og þar staldraði hann við í stund- arfjórðung. LögregJuþjónninn tók ekki kveðju hans, þegar hann gekk niður ráðhúströppurnar. Síðan lagði hann leið sína til krárinnar „Colbas krossinn* og gekk inn í etdhúsið. Veitingamaðurinn stóð sjálfur við etdstæðið, og ilmsætan matarþef bar að vitum komumannsins. „Hvað er yður á höndum?“ „Eg vil fá mat og húsaskjól.“ „Getið þér borgað?“ Sá ókunni tók fram leðurpyngju. „Hér eru peningar." Gcstgjafinn hvislaði nokkrum orðum að vika- piltinum, sem hljóp nú í áttina til ráðhússins. Drengurinn kom aftur að vörmu spori, og þegar gestgjafinn hafði innt hann frétta, sagði hann. „Eg get ekki haft ])ig hér“. „Já, en ég get borgað fyrirfram“. „Maturinn er öðrum ætlaður“. „Get ég fengið að sofa hér i nótt?“ „Öll herbergi full“. „Leyfið mér þá að sofa í hest- húsinu.“ „Nei, þér megið fara. Nafn yðar er Jean Valjean". Maðurinn varð álútur og fór. Örmagna af þreytu og' kvalinn af hungri gekk hann nú fram og aftur um göturnar. Hann kom svo að upplýstum glugga, fá- tæklegri krá. Gestgjafinn sat við arininn í hópi gestanna. Maðurinn fór inn og fékk í fyrstu góðar viðtökur. Einn gestanna, sem hafði komið frá „Colbas krossinum" hvíslaði þá nokkrum orðum að g'est- gjafanum, sem brá skjótt við og kastaði komumanni á dyr. Nokkrir drengir, sem höfðu elt hann, fóru nú að grýta steinum á eftir honum. Maðurinn knúði á allar dyr, sem hann gekk framhjá, en það var eins og allir vissu, hver hann væri, og forðuðust hann. Að lokum leitaði hann hælis í skúr og lagðist þar flötum beinum í bæli, sem hann bjó sér. Ekki varð lionum samt lengi vært þar, því að óður hundur rak hann á brolt. Þegar hann svo haltraði út á Dóm- kirkjutorg, mætti hann gamalli konu, sem sá aumur á honum. „Reynið þér að berja á dyrnar þarna," sagði hún. Hún benti á hús sjálfs Myriels biskups. Hann bjó þar með systur sinni og ráðskonu. Ráðskonan liafði éinmitt farið i búðir um daginn og lieyrl talað um einhvern flæking, sem væri óhugn- anlegur maður og hættulegur. Hún kvartaði yfir þeim vana Myriels að hafa alltaf ólæstar dyr.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.