Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.07.1947, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Guðlaug Benediktsdóttir: Yíra formið Atvikin liöguðu því þannig, að í fýrsta skipti, sem ég fór a'ð heiman lengra til, sá ég Sól- horgu. Hún var þá miðaldra stúlka, sem gekk alltaf á peysu- fötum eða uþphlut, og strauk háíið vandlega niður með vöng- unum. Sólborg var vönduð í öllu sínu dagfari, hæglát og þýð, ef á hana var yrt, en annars afskipta- lítil. Eg man, að fyrst eftir að ég kom á heimilið, fannst mér Sól- horg mjög einkennileg lcona, og kannske helst fvrir það, að ég efaðist um, að hún hefði nokk- urntíma séð mig, þó að við vær- um búnar að vera saman i heila viku. Eg liafði aldrei arðið vör við, að Sólborg lili til min, enda sýndust mér, þessi stóru, þungu augnalok liennar, hyrgja henni allt útsýn. Sólborg vann sín verk, þögul og afskiptalaus. Eg liorfði oft á þreyttar liendur hennar, þegar hún gljáfægði gólfin, eða strauk yfir húsgögnin, alls staðar fægði hún, hvort sem noklcurt ryk- korn sást eða ekki. Þessu var henni nú einu sinni trúað fyrir og þá vai* það liennar, að gera það eins vel og unnt var. En mér þótti liún Sólborg vinna ó- þarflega samviskusamlega. Eg skildi það ekki ])á, í upphafi þroska míns livernig nokkur manneskja gat verið eins og Sólborg. — En með árunum befi ég alltaf skilið hana hetur og betur. Eitt kvöldið, meðan ég var gestur í þessu húsi, var öll fjölskyldan líoðin út, hjónin, þrjár dætur, og tveir synir. Við Sólborg urðum tvær einar lieima. — Eg trejrsti þér til þess, Sóla mín, að gera allt sem þú getur fyrir hana Villu, sagði húsmóð- irin, um leið og liún kváddi Við Sólborg stóðum saman i dyrunum, og horfðum á eftir ])essari glaðlegu, fallegu fjöl- skyldu, þar sem þau gengu nið- ur götuna. Þegar við komum aftur inn í stofuna, var svo mikil dauða- kyrrð á öllu, að klukkan virt- ist hafa hækkað sitt daglega tikk-takk. — Það er nú alltaf svona, þegar blessaður hópurinn fer allur úl, sagði Sólborg. Þá verð- ur þetta fádæma lómaliljóð í hænum. Það á nú alltaf svo vel við mig, að heyra þessar glað- legu góðu raddir, hver leikur sem best hann getur, eftir sinni hjartans list, og Sólborg brosti, með djúpum aðdáunarsvip á hrukkóttu stórskornu andlitinu. Hefir þú verið lengi hjá þessari fjölskyldu? spurði ég, til þess að segja eitthvað. Þá lyftust hægt, þung augna- lok Sólborgar, og ég sá inn i stór gráhlá augu. Hún horfði á mig, að mér fannst, hissa og rannsakandi í senn, og styrldi það trú mína, að hún myndi alls ekki hafa séð mig fyrri. Eg héll að rannsókn þessara at- hugulu augna ætluðu aldrei að verða lokið, en loks sagði hún. — Já, ég er húin að vei’a hérna aldurinn hans Tomma, og það voru tuttugu og þrjú ár í haust. En Ton)mi var elsta harn hjón- anna. Nú varð löng þögn. Það var engu líkara, en samtalið myndi lognast út af, og augnalokin myndu, það sem eftir væri kvöldsins, fela augu Sólhorgai-. Það reis einhver meinlaus glettni upp í huga mínum, svo ég sagði við Sólborgu: -— Það er undarlegt Sólborg, að þú, jafn myndarleg og sam- viskusöm stúlka, skulir aldi-ei liafa gifst. Enn á ný, sá ég inn i þessi földu augu Sólborgar. Hún horfði á mig, af svo milcilli á- kefð, að þá stundina, fannst mér ekkert í hugskoti mínu myndi dyljast fyrir hennar glöggu al- hygli- — Það er nú svona, sagði hún og dró hvert orð við sig. — Þeg- ar maður hefir lært að þekkja lifið, og ná á því réttum tökum, þá getur þjónustan orðið sann- gjörn, ef hún er rétt af hendi leyst. Eg á nú satt að segja við að maður finni það, innra með sjálfum sér, að maður sé i þjón- nstu Guðs. I þriðja sinn á þcssum stutta tíma, horfðu augu hennar hrein og djarfmannleg, heint á mig. Eg fann hvernig orð hennar fengu samhljóm í sjálfri mér, og ég svaraði: — Já, ég er þér Iijarlanlega sammála. Þegar ég liafði sleppt þessum orðum, sýndust mér augu Sól- horgar ljóma, þvílík birta, sem gal lýsl út úr þessu grófgerða konuandliti. — Eg liefi einmitt verið að hugsa um ])að, þegar ég liefi ver- ið að virða þig fyrir mér, Villa lilla, að ])ú myndir vera mér sammála. En sumir ganga svo langt, að skoða mann ekki með réttu ráði, ef maður talar um Guð, sem uppistöðu lifsins. Þella, að Sólhorg liefði nokkru sinni virt mig fyrir sér, koni mér alveg á óvart. Eg hefði aldr- ei séð liana opna almennilega augun, fyrr en í kvöld, eða beina andlitinu í áttina til mín. En hvað mig langaði að heyra þessa konu tala meira. Eg hafði þó tekið eftir þvi, að í kringum þessa kyrrlátu dulu manneskju, varð allt svo elskulegt. Hún var vist allan daginn að vanda sig, að þjóna lierra sínum, afla sér öruggra fjármuna á öruggum stað. — Mig langar til að vita allt uin þig, sagði ég i djúpri alvöru og einlægni. — Allt um mig, sagði Sólborg og teygði úr hverju orði. — Það er harla lítið um mig að segja, þó að þér. sýnist ég forn í útliti. En þér mvndi ég þó, öðr- um fremur, trúa fyrir þvi litla, sem um mig er að segja. Það liefir stundum gripið mig sá liégómi, að mig hefir langað að minnast á við einlivern, hvernig lífið og alvik þess mætlu mér, á meðan ég var að mótast í það fátæklega form, sem ég stend í enn í dag. Mér fannst ég ekkert geta sagt. í rauninni liafði ég liitl á óska- stund þessarar konu, þegar ég hað liana að segja mér allt um sig. Sólborg virtist sitja í djúpum hugsunum, augnalokin huldu augu liennar, og djúpar hrukk- ur voru eins og rúnir um allt andlilið. Skolleitt liárið féll ])élt að vöngunum, og gráu hárin lágu um það hér og þar, eins og silfurþræðir. — Við vorum tvær systurn- ar, tók Sólhorg lil máls. — Við áttum gott heimili, og vant- aði því ekki neitt. Við fengum að læra, eftir þvi, sem þá var koslui’, og vorum vel undir lífs- starf Iiúsmóðurinnar húnar. Systir mín, er var fjórum ár- um eldri en ég, giftist ungum og vel gerðum manni, seni stund- aði verslunarstörf, og það fór vel á með þeim. Þegar systir min var farin, var ég undarlega ein. Það greip mig einhver ókyrrð, eins og ég liefði misst af einliverju. Þetta liefði þó ekki átt að vera svo, ]>vi þó að ojkkur systrunum kæmi vel saman, þá töluðúm við sjaldan, eða kannslce aldrei, um það sem lá næst lijartanu. Einstaka manneskjur í móður- ætt okkar, voru svona gerðar, dular og seinar til að tina hvert orð fram, sem var hjartanu helgað. Eftirmiðdag nokkurn vildi svo til, að mér varð reikað út í hraunið, innan við bæinn. Þar gelck ég fram á mann, sem sat þar undir stórum steini, og las í bók. Það var svo sem ekkert undur, að liitta á mann, þarna úti í hrauninu, þar sem ekki minna kauptún var skanmit frá, en þorpið mitt var þá. En þetta greip mig samt þannig, ])að fékk vfir sig sérstakan ævintýraljóma í augum mínum. Eg þekkti manninn strax. Þó þorpið væri alls ekki lítið, þekkti unga fólkið hvort anað, minnsla kosti i sjón. Varstu að villasl Sólhorg. Kallað Sveinn glaðlega til min. — Ónei, ekki fremur en ])ú. Maður laðast svona lit i góða veðrið og tilveruna, þegar frí- stund gefst. —• Kanske, sagði liann, og skellti saman bókinni. —- Hún er hábölvuð öll ])essi vitleysa, og allt þetta öfugstreymi, eða livað heldurðu að þú myndir gera í minum sporum? Eg hló að þessum útúrdúrum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.