Fálkinn - 08.01.1948, Side 4
4
FÁLKINN
Blaðamannafélag íslands fimmtíu ára
Það eru í rauninni engin stór-
tíðindi þó að eitl af smæstu fé-
lögum landsins verði fimmtugt,
ekki síst þegar þess er gætt,
að það liefií- stundum sofið
svefni hinna réttlátu árum sam-
an, og eigi verið athafnamikið
þó að það væri að nafninu til vak-
andi. En eigi að síður eru það
meðlimirnir í þessu félagi, sem
undanfarna áralugi hafa hafl
veg og vanda af því að miðla
fréttum, útlendum og innlend-
um til allra læsra Islendinga,
rökræða landsins gagn og nauð-
synjar, ríí'ast um landsmál,
bæjarmál og öll hugsanleg mál
og veiða sálir lesendanna og
lokka þær til fylgis við ákveðna
skoðun.
Um aldamótin síðustu voru
engin dagblöð lil á íslandi en
landsmálablöðin komu út einu
sinni á viku að jafnaði, en
fóru síðar að fjölga útkomu-
dögum þannig að um 80 blöð
komu á ári. Þá voru Isafold og
Þjóðólfur stórveldin i landinu
og Valtýskan og Heimastjórnin
aðalstefnurnar. Þorsteinn Gísla-
son hafði gefið út Island i
nokkur ár, Jón Ölafsson Nýju
Öldina og Fiallkonan var orð-
in víðlesið blað, undir stjórn
Valdimars Ásmundssonar. Og
svo gaf Bríet Bjarnhéðinsdóttir
út Kvennablaðið.
Þá voru engir „blaðamenn" til
heldur aðeins ritstjórar. Blöð-
in voru ekki stærri en það að
einn maður komst hæglega yf-
ir að gefa þau út, enda fluttu
þau jafnan mikið af aðsendu
efni, fréttabréfum úr sveitun-
um og enda frá útlöndum.
Það var þriðjudaginn 't. janú-
ar 1807, sem eftirtaldir ritstjór-
ar komu saman á fund í litlu
stofunni í norðvesturhorni Iðn-
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
aðarmannahússins til að stofna
„Hið íslenska blaðamannafé-
lag“: Björn Jónsson, Bríet
Bjarnhéðinsdóttir, Jón Ólafs-
son, Valdimar Ásmundsson og
Þorsteinn Gislason. Hafa þau
undirritað lögin öll nema Þor-
steinn. En hinsvegar hafa fleiri
undirritað lögin síðar, og sést
á þeim nöfnum, að eigi hefir
það verið bannað þá, að menn
sem eigi höfðu blaðmennsku að
aðalatvinnu, gerðust félagar, því
að þar eru nöfn G. Björnson þá-
verandi héraðslæknis og Sig-
fúsar Einarssonar, en þessir
menn voru báðir í útgáfustjórn
blaða. Einnig bættust við blaða-
mennirnir Einar Hjörleifsson
(Kvaran),, Jón Jacobson síðar
landsbókavörður, Guðmundur
Finnbogason, Ari Jónsson (Arn-
alds), Einar Gunnarsson og Jón
Ilelgason (síðar biskup, ritstjóri
„Verði ljós!“) Eru þá taldir
allir þeir, sem að þvi er séð
verður af fundarbókum liafa
verið meðlimir Blaðamannafé-
lagsins á hinu fyrsla tilveru-
skeiði þess. Á framhaldsstofn-
fundinum, sem haldinn var
heima hjá Birni Jónssyni var
Jón Ólafsson kosinn fyrsti for-
maður félagsins.
Fundargerðir félagsins hinar
fyrstu eru hin merkileguslu
plögg, og sýna, að félagið lief-
ir ætlað sér að ráðast í stórræði.
Fyrsta málið, sem félagið tek-
ur til meðferðar er að koma á
kjördómi í meiðyrðamálum,
og það var Jón Ólafsson sem
álli uptökin að þessu. Var lögð
mikil vinna í þetta mál og nefnd
utanfélagsmanna skipuð til þess
að semja reglugerð um þennan
kjördóm. I nefndinni voru: Jón
Jensson yfirdómari, Guðmund-
ur Magnússon læknir, Sighvatur
Bjarnason þáv. bankastjóri,
Björn Ólafsson augnlæknir, Sig-
urður Briem póstmeistari, Ilann
es Thorsteinsen málaflutnings-
maður og Morlen Hansen skóla-
stjóri.
Þessi nefnd samdi mikinn
lagabálk, sem siðar var þaul-
ræddur og samþykktur breyt-
ingalítið af Blaðamannafélag-
inu. Aðalinntak hans var það,
að í stað þess að slcjóta meið-
yrðamálum til dómstólanna
skyldi einkadómstóll gera út
um deiluna með sætlum eða
sektum.
En það fór um framlcvæmd
þessa máls líkt og framkvæmd
laga á þjóðveldistimanum. Sá
sem sekur var fundinn þurfti
ekki einu sinni að gerast sekur
skógarmaður. Hann þurfti ekki
annað en að segja sig úr félag-
inu og var þá laus allra rnála.
Á þann liátt varð þetta nytsam-
lega fyrirtæki banabiti félags-
ins eftir nokkur ár. Fyrsti mað-
urinn sem fékk dóm eftir þess-
um lögum var Þorsteinn Gísla-
son. Hann sagði sig úr félag-
inu undir eins og dómurinn var
fallinn.
Fundir félagsins voru oftast
haldnir heima lijá Birni Jóns-
syni. Eins ber að geta um fé-
lagið ó þessum árum: Það bafði
sektir fyrir að mæta of seinl
eða mæta ekki á fundum. Þær
voru lágar, en þó komust sum-
ir félagsmenn upp í tvær krón-
ur vfir árið.
Blaðamannaréttritunin.
Annað aðahnálið á þessu
tímabili hafði varanlegri áhrif
en kjördómurlnn. Stafsetning
hafði verið mjög á reiki um
þær mundir, sem l'élagið var
stofnað og söng þar hver með
sínu nefi. Blaðamennirnir um
aldamótin voru sumir afbragðs
íslenskumenn og' ber þar eink-
um að nefna Björn Jónsson, Jón
Ólafsson og Valdimar Ásmunds-
son, sem allir voru einkar mál-
fróðir og skrifuðu kjarnmikið
nlál svo af bar, einkum Björn.
Nú sömdu þessir menn stafsetn-
ingarreglur þær, sem síðar hlutu
nafnið blaðamannaréttritunin,
og hefir hún haft varanleg á-
hrif á stafsetningu þjóðarinnar
fram á þennan dag, þó að
nokkrar breytingar hafi verið
gerðar á henni í stafsetningu
þeirri, sem nú er lögboðin.
Eigi veit ég hvenær félagið
hætti að halda fundi, en víst er
að það var sofnað nokkru fyrir
fyrri heimsstyrjöldina og bærði
ekki á sér nokkur ár. En eftir
styrjöldina hófst starfsemi þess
á ný, aðallega fyrir atbeina Ól-
afs Friðrikssonar, og var félag-
ið nú nokkurnveginn vakandi
fram á árið 1930. . Þorsteinn
Jón Ólafsson.
Björn Jónsson.