Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1948, Síða 12

Fálkinn - 08.01.1948, Síða 12
12 FÁLKINN SKÁLDSAGA EFTIR DARWIN OG HILDEGARD TEILHET __ 7 Tveggja herra þjónn Hann kyssti hana á höndina. — Það er hara þetta, að mig hefði langað svo mikið að tala hetur við John. Deevers liefir eyði- lagt þetta allt með því að fara svona snemma áður en ég gat talað við John í einrúmi. En þú ert svo séð og dugleg — gerðu nú svo vel að fá John til að tala við mig á morgun. Þér er óhætt að trúa mér, það verður okkur öllum þremur fyrir bestu. Það var orðið áliðnara en Cally liafði haldið. Það var komið fast að miðnætti þegar þau komust út á götuna. Hoot spurði undir eins: — Svo að þú máttir þá til að segja Paul að þú hafir hitt mig! — Eg gat ekki gert að því þó að Paul gæti sér þess til að ég liefði gert það. — Eg skal segja þér það, heillin, að ef þú lætur of marga geta upp á því, að þú liafir hitt mig, þá geturðu enn komið því til ieiðar að ég sprikli í netinu mikla. Það var hráslagaþoka. í þessum bæjar- liluta var aðeins dauft götuljós við aðra hverja þvergölu. Það var vegna sparnaðar á rafmagninu. Þjóðverjar höfðu ekki skilað aftur tækjunum, sem þeir iiöfðu stolið og flutt úr landi. Göturnar voru eins og dinunar gjár. Það var óljóst hægt að greina brúnirnar á lms- þökunum við svartan næturhimininn. Fá- einar stjörnur blikuðu þar uppi. I fjarlægð gat hún heyrt klukkurnar hringja í ensku kirkjunni í Rue d’Aguesseau. IIús Pauls, sem var frá átjándu öld, stóð skammt fyr- ir norðan Champs Elysées í liverfi, sem nú var hætt að telja meðal þeirra bestu; þar voru aðallega smá gistihús, smá brauð- sölubúðir, vínbúðir, kaffihús og gömul höfðingjahús, sem breytt liafði verið í mat- sölur. Skammt frá var kolageymsla, en hún var tóm og yfirgeíin. Til hægri við hús Pauls var stórt steinsteypuhús, vöruliús, sem hafði verið byggt af mönnum í þving- unarvinnu meðan Þjóðverjar höfðu töglin og hagldirnar. Gluggarnir í þvi voru brotn- ir. Á veggjunum mátti sjá leifar af þeim hatursorðum, sem liöfðu verið máluð þar i flýti, á þeim tíma sem það var hættulegt að láta standa sig að slíku og kostaði i það minnsta hýðingu eða að komast í gadda- vírsgeymslu og vera velt á steingólfi. Ilressandi vorvindurinn var orðinn kald ur. Hún vafði minkaskinnskápunni vel að sér, kápan var skilnaðargjöf frá föður hennar. Hoot skalf. Hann spurði: — Þú munt ekki liafa gleymt gleraugunum? Hún opnaði Iiandtöskuna með þvölum fingrunum. Eg hlýt að hafa skilið þau eft- ir á skrifborði Pauls í bókastofunni. En það gerir ekkert til. Hún lokaði töskunni. — Hoot viltu segja mér nokkuð? '— Spurðu bara! — Hafði Deevers sveitafoi’ingi rétt fyrir sér? Þekkti hann þig aftur? Ber að skilja það svo, sem þú hafir gert fleira fyrir Þjóð- verja en að mála myndir fyrir þá? Léslu sem að þú starfaðir fjrrir báða aðila til þess að fá betri aðstöðu til að fá upplýsingar um annan þeirra? — Það fer nærri réttu máli, Cally. Eg skil ekki hversvegna ég ætti ekki að geta sagt þér það. Þessi Deevers hefir flett of- an af mér hvort sem er. Hann tók um hand- legginn á henni. — Lengi, lengi hefi ég óskað ......“ — Þökk fyrir, sagði hún kuldalega og losaði á sér liandlegginn. — Það var allt sem ég óskaði að vita. Alda af örvæntingu fór um hana. Hana sárlangaði til að segja honum live inni- lega liún fyrirliti hann. Langaði til að særa hann jafn grimmilega og hann hafði sært liana. Hún fékk herping í kverkarnar. Ilún heyrði liann hrópa upp: — En hvað er nú þetta, Cally! Hann sagði það liálf- vegis forviða og hálfvegis í ásökunartón. Þegar hún svaraði lionum engu sagði hann ofur rólega: — Jæja, bíddu hérna! Eg skal sækja gleraugun þín. Og svo hljóp hann upp stíginn. Hún starði eftir honum. Kverkarnar komust í samt lag aftur og hún hrópaði á eftir honum: — Nei, hugsaðu ekki um það! — en það var of seint. Aftur opnaðist eir- hliðið og dyrnar upp á gátt. Hlýleg birtan að innan féll gegnum virkið á hliðsgrind- unum svo að flókin munstur sáust á liell- unum i götunni. Hún fann allt í einu lil ógeðs yfir að standa þarna alein í næturauðninni. Fór í humátt eftir Hoot. En dyrunum var lokað. Þetta var fráleitt, fannst henni, að standa þarna eins og ós'kilagripur rétt við jirösk- uldinn lijá Paul. Hún vafði loðkápunni fastar að sér og liallaði sér upp að hlið- stólpanum, en stormurinn feykti hárinu á henni og lienni fannst líkast og fæturnir væru i klakaumbúðum. Hún afréð að hringja bjöllunni en hætti svo við það. Það gat hugsast að Paul liefði snúið við eftir gleraugunum til þess að fá átyllu til að tala einslega við Paul um þessa hjálp, sem hann hafði lofað honum. Hún þóttist sannfærð um það með sjálfri sér að hún hataði Iloot. Hún gekk niður þrepin og út á Rue Cambacéres, fastráðin í því að kom- ast ein heim á gistihúsið, án hjálpar Hoots. Ifún vildi fara ein, — það var langbest. Hún gat alls ekki vilað hvað Hoot mundi gera eða hverju hann gæti tekið upp á, þegar þau kæmu að gistihúsinu. Og eitt vissi hún, sem sé að hana langaði ekki til að hafa liann hjá sér. En þarna var hvergi vagn að sjá. Þegar maður þurfti á vagni að halda í París var það segin saga að þar var enginn vagn. Það var víst bensínleysið, sem olli því. Hún var alveg forviða á hvernig Paul gat alltaf verið á þönum í Renault-bílnum sínum. Líklega hefði hún átt að taka tilboði lians um að aka þeim lieim. Henni varð bráðlega Ijóst að hún vissi ekki hvaða leið lmn átti að fara. Hún var alveg áttavilt. Svo að henni var nauðugur einn kostur að bíða þangað til Hoot kænii aftur. Hve lengi hafði hún beðið? Vindurinn slökkti á eldspýtunni, sem hún hafði kveikl. Henni var sárkalt, þrátt fyrir minkaskinnskápuna. Jú, þetta var meira vorveðrið. IJún saknaði Califoriu. Hún saknaði alls, sem var öruggt og óhrotið, eins og hún átti að venjast heima hjá sér. Hún geklc alla leið í hinn endann á þessu þögla liverfi, að liorninu á Rue de Penthi- évre. Lengra inn í götunni gat liún séð móta fyrir liermannaskála. Núna fannst henni þessi skáli svo ferlega stór, af því að hún hafði ekki gleraugun, eittlivað svip- aður risa, sem lægi á hnjánum og' bæðist fyrir þarna inni á milli allra lægri hús- anna. Þegar hún sneri við til að ganga til baka, sýndist henni hún sjá mann og konu koma gangandi hinumegin á götunni. Skömmu síðar liej'rði hún fótatalc bak við sig. Þeg- ar hún nálgaðist hús Pauls varð henni litið um öxl. Þar kom maður í áttina til henn- ar. Hún sá rétt móta fyrir honum í nátt- myrkrinu. Hárið á henni feyktist fram á ennið. Kaldur vindurinn þrýstist inn undir káp- una, því að liún hafði ekki haldið lienni að sér. Hún strauk hárið frá andlitinu. Svo sveipaði hún kápunni að sér aftur. Þegar maðurinn kom að henni steig liún fætinum á neðsta þrepið við hús Pauls, til þess að lála sýnast sem hún væri síðbúinn gestur, sem væri að fara þarna inn. Hún vissi að það var flónskulegt. Þetta var París, og henni hafði skilist að Jiesskonar gat maður alltaf húist við hér og kæra sig kollótta þegar maður var á ferli úti, án Jiess að hafa karlmannsfylgd: já, maður átti að hafa gaman af Jiví eða verða upp með sér af því. En allt í feinu kenndi hún svo sárrar óbeitar á að vita Jiennan ókunna mann svona nærri sér á þessum tíma dags og á þessum einmunalega stað. Ilún fór al- veg upp að húsveggnum lijá Paul, svo að götunúmerið, sem var fest á vegginn, hár- reytli liana. Hún reyndi að kveikja sér í vindlingi. Áður en liún hafði getað fært sig til eða beðið manninn um að hypja sig á hurt, hafði hann rekið framan í hana einn af Jiessum ódýru messing-lcveikjurum, sem all- ir Frakkar virtust nota — sennilega vegna eldspýtnaleysisins. Hann sneri litlu, gráu stállijóli með þumalfingrinum að tinnu- steini, sem kveikti á bómullarkveiknum. Hún lieyrði urgið í hjólinu við tinnuna og sá neistana fjúka. 1 stað Jiess að standa kyrr og spyrja liana um það, sem karlmenn eru vanir að spyrja kvenfólk um undir slíkum kringumstæðum, stakk Jiessi digri náungi eldfærunum í vas- ann og labbaði götuna áfram, en regnhlífin hans hékk í vasanum og dinglaði, eins og Jjriðji fótur á manninum. Cally tók lang- an teyg úr vindlingnum. Reykurinn var lieitur og rammur í hálsinum. Hún liafði

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.