Fálkinn - 30.04.1948, Side 2
2
FÁLKINN
Sjö systkín
Silfurbrúðkaup bresku konungshjónanna
Það þykir ekki yfirleitt i frásög-
ur færandi, þótt systkin hittist, en
hér er um svo sérstæðan systkina-
fund að ræða að rétt þykir, að frá
honum sé skýrt.
31. ágúst s.l. hittust hér i Reykja-
vík sjö systkin sem fædd eru á
árunum 1878-1891. Upphaflega voru
systkinin níu, en tvö eru dáin. En
þessi sjö, sem eftir lifa, eru húsett
víðsvegar um landið, og ein syst-
irin í Ameríku.
Nöfn systkinanna eru talin frá
vinstri. Aftari röð: Pálína Daníels-
dóttir, búsett á Hornafirði; Kristín,
húsett í Ameríku; Gísli búsettur í
Keflavik; Hólmfríður húsett í Reykja
vik. Fremri röð: Guðlaug, búsett í
Ilafnarfirði; Jón, búsettur í Reykja-
vík, og Hallbera, húsett á Norðfirði.
Hinn 26. apríl s.l. héldu bresku
konungshjónin, Georg konungur og
Elizabetli drottning, hátíðlegt 25 ára
hjúskaparafmæli sitt. Var dagsins
minnst um gjörvallt Bretland með
messugjörðum. Fjöldi heillaóska-
skeyta barst, þ. á. m. frá báðum
deildum breska þingsins og for-
sætisráðh. bresku samveldislandanna.
Konungslijónin óku um götur borg-
arinnar til guðsþjónustu í St. Paul’s
dómkirkju, og hyllti mannfjöldinn
þau ákaft. Attlee forsætisráðherra
og Churchill, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar héldu báðir ræður í til-
efni dagsins.
Georg Bretakonungur sté í veldis-
stól árið 1936, og liefir hann á
þrengingartímum stríðsáranna orð-
ið einingartákn bresku þjóðarinnar.
— Fyrsta barn silt eignuðust þau
hjónin 21. apríl 1926, Elísabetu nú
ríkisarfa. Hún er því nýlega orðin
22 ára.
Drottningin er tónelsk kona og
sjást þau hjónin hér stytta sér stund
ir við flygilinn.
H í I ;i R» o ii
Jolinson’s €arnn
(fljótandi bílabón)
Hreinsar og bónar í sömu yfirferðinni.
C ARNU
hjálpar yður til að láta bílinn líta út sem nýjan.
C ARNU
sparar yður tíma og peninga.
Borið á - látið þorna - þurrkað af.
MnaniMir
V o r
Vetur
PRENTVILLUPÚKINN
lieimsótti sænskt blað i vetur og
eftirfarandi smágrein varð afleiðing
þeirrar heimsóknar: „í Farila varð
þeim lieitt í hamsi. Nokkrum ná-
ungum, sem líklega liafa drukkið
fullmikið af landa, lenti saman í
ryskingum. Þetta urðu ferleg áflog
eftir öilum kúnstarinnar reglum,
og notuðu menn bæði linífa og
skæri. — Kirkjukórinn í Farila að-
stoðaði með undurfögruin söng og
var samkoman öll hin virðulegasta.
Óróaseggirnir lentu í Steininum.
1------------------------—
Br unabótafélag
Islands.
vátryggir allt lausafé
(nema verslunarbirgöir).
Upplýsingar í aðalskrifstofu,
Alþýðuhúsi (sími 4915) og
hjá umboðsmönnum, sem
eru í hverjum lireppi og
kaupstað.