Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1948, Síða 8

Fálkinn - 30.07.1948, Síða 8
8 FÁLKINN r 'C’G er elcki brjálaður. Það verður maður að skilja, viðurkenna sem staðreynd, áð- ur en hann heyrir sögu mína. Eg liefi verið alvarlega veikur í margar vikur, en það var eft- ir taugaáfall. Nú get ég fullyrt að ég veit livað gerðist. Eg hefi í rauninni séð oy heyrt hvað gerðist, með því að einbeita skilningsvitunum. Svona byrj- aði það: ÓSKÖP er þetta ógeðslegt! hugsaði hún með sér. Hún var komin ofan einstigið í bjarginu við sjóinn, niöur á þröngu syll- una, sem gengið var eftir til þess að komast í vesturbjargið, sem var ijaðað í síðdegissólinni. í byrjun vikunnar hafði hún og unnusti hennar, Charles Wellin, Eric Linklater: fundið falda klettasyllu, breið- ar svalir sextíu fetum yfir bvít- gáróttu hafinu. Syllan var stærri en billiardborð og jafn mann- laus og afræktur viti. Tvívegis höfðu þau lifað unaðslegar stundir þarna. Henni var ekkert hætt við svima, Og Wellin stóð alveg á sama um útsýni. Ekki hafði gerst neilt óvandað, ekk- ert jarðneskt samband, í sam- veru þeirra þarna á pallinum, því að í bæði skiptin hafði hún verið að lesa Studies in Biology eftir Hélaoin og hann „Wat is to be Done“ eftir Lenin. SAMVISTIR þeirra voru orðn- ar eins og inanns og konu, ekki vegna þess að ástríður þeirra væru svo heitar að þær þyldu ekki bið, heldur öllu fremur af því að þau voru hrædd um að vinir þeirra kynnu að fyr- irlíta þau fyrir hreinlífi og fara að geta sér þess til að eittlivað væri bogið við þau eða að þau væru kynvana. En þau voru mjög prúð og varfærin i öllu framferði, og í samkvæmum og utanhúss liöguðu þau sér eins og þau hefðu verið gift í mörg ár. Þau litu ekki á þennan felu- stað í bjarginu sem samastað faðmlaga heldur til þess að láta sólina baka sig og' verða brún á skrokkinn; þau gerðu sig á- nægð með að finna sálum sínum hvíld í dyn bafsins og hjali öld- unnar við skútana fyrir neðan þau. Nú sat Charles við að skrifa bréf inni í baðgistihús- inu, sem stóð tveimur kílómetr- um þarna fyrir ofan, en hún hafði leitað athvarfs á sand- steinssyllunni, og þangað ætl- aði Charles að koma eftir svo sem tvo tíma. Hún var enn að lesa Studies in fíiology. En þegar hún kom að syll- unni þeirra sá hún að þar var fyrir iLiaðui', fremur ógeðfeldur útlits. Hann var gerólíkur Char- les. Það var ekki nóg að hann væri allsnakinn — heldur var liann dólgslega vaxinn, jarpur á liörund og kafloðinn. Hann sat fremst á syllubrúninni og dinglaði löppunum, og eftir lifygglengjunni á honum var loðin mön, eins og dökka mön- in á asnahrygg, og á öxlunum langar hárflygsur, eins og væng- ir á fugli. Henni brá svo við þetta að benni fataðist og bafði ekki vit á að liverfa á burt strax, Iieldur staldraði hún við sem snöggvasl og sá nú að mað- urinn var ekki alveg ber. Hann var í ofurlitlum móbrúnum brókum, stuttum, en þó svo að þær huldu lendarnar. En jafn- vel þó að þetta bætti úr skák, gat liún ekki sest og farið að lesa líffræði að honum við- stöddum. Til þess að lýsa vanþóknun sinni og láta vita af sér rak hún upp ofurlítinn skræk; og um leið og bún var að snúa sér við til að fara, leit bún við til að sjá bvort liann hefði heyrt hann. HANN leit við og hvessti á hana augun, miklu reiðilegri en liún liafði sjálf verið. Auga- brúnirnar voru loðnar, augun stór og dökk, breitt hnyðjunef og stór munnur. — Þetta er þá Roger Fair- field! hrópaði liún forviða. Hann stóð upp og leit livasst á liana. — llvernig vitið þér það? — Vegna þess að ég man eftir yður, svaraði hún, en svo vafð- ist henni tunga um tönn, því að hún minntist þess fyrst og fremst, að það sem hann hafði unnið sér til ágætis var að synda á haustdegi í næðingi frá Norður-Rervík til Rass Rock til að vinna veðmál um fimm pund, síðasta árið sem hann gekk á háskólann í Edinborg. Sagan hafði borist með hraða um borgina á einni viku, og all- ir vissu að liann og vinir hans höfðu etið nægilega votan morg unverð til þess að varpa allri varkárni fyrir borð áður en veð- málið var gert. En svo rann bráðlega af kunningjunum, þeir urðu smeykir og létu lögregl- una vita og hún setti út björg- unarbát. En leitin varð árang- urslaus enda var haugasjór, þangað til bátverjar sáu á dökkan hausinn á lionum í vari undir Bass Rock og innbyrtu hann. Það varð ekki séð að liann væri eftir sig eftir þetta ævintýri, en honum var stefnt fyrir rétt, sakaður um skort á blygðunarsemi og sektaður um tvö pund fyrir að bafa synt án þess að vera í sundskýlu, svo sem lög mæla fyrir. Við höfum hist tvisvar sagði liún. Einu sinni á dansleilc og annað skipti drukkum við kaffi saman lijá Mackie. Fyrir nálega einu ári. Við vorum þar fleiri, og við þekklum þann, sem þér voruð með. Eg man vel eftir yður. Hann starði enn fastar á hana, pírði augunum og' lóðrétt felling kom á ennið. — Eg er dálítið nærsýn líka, sagði hún og hló uppgerðar- hlátri. — Eg sé oíur vel svaraði liann, en ég á svo bágt með að muna fólk. Mannlegar verur eru svo ákaflega líkar bver annarri. — Alfrei hefi ég nú heyrt aðra eins frekju! — Æ, yður er víst ekki al- vara með það. — Maður vill helst láta muna eftir sér. Það er ekkert gaman að heyra, að maður sé eins og hvert annað núll. Hann sýndi á sér óþolni. — Það var ekki það, sem ég átti við, og nú þekki ég vður aftur. Eg þekki röddina aftur. Þér hafið skýra og fallega rödd. Fis i áttund er tónn. — Er það hið eina, sem þér notið til að þekkja fólk sundur? •— Það er eins gott og hvað annað. •— En munið þér4>á ekki hvað ég heiti? — Nei, sagði hann. :— Eg er Elísabet Bradford. Hann bneigði sig og sagði: — Það var leiðinlegt, eða hvern- ig var það? Eg á við þegar við drukkum kaffi saman. — Það fannst mér ekki. Mér fannst einstaklega gaman, og við skemmtum okkur vel. Mun- ið þér ef.tir Charles Wellin? Nei. — Æ, það verður ekki við yður átl, hrópaði hún. Til livers er að hitta fólk þegar |iað gleym- ir því undir eins aftur? — Eg veit ekki, sagði hann. Við skulum tylla okkur og þá getið þér sagl mér það. HANN settist aftur á syllu- brúnina og' dinglaði löppunum, og um leið og hann leit um öxl til hennar sagði hann: — Segið þér mér nú frá því: til livers er eiginlega að hitta fólk? Hún hikaði við en svo svar- aði hún: —• Mér þykir gaman að kvnnast fólki. Það er ekki nema eðlilegt. En ég kom hing- að til að lesa. — Eruð þér vön að lesa stand andi? — Vitanlega ekki, sagði hún, slrauk vandlega fellingarnar úr kjólnum á lmjánum og' settist hjá lionuin. — Þetla er yndis- legur hvíldarstaður. Hafið þér verið hérna áður? — Já, ég er hundkunnug hérna. — Við Charles komum bingað fyrir viku. Charles Wellin, á ég við, sá sein þér nnmið ekki eftir. Við ætlum að giftast. Eft- ir ár, vonum við. — Hversvegna fóruð ]>ið liing- að? — Við vildum vcra í næði, og liérna á eyjunum er maður viss um að hafa næði. Við höf- um mikið að gera, bæði. — Mikið að gera! sagði hann háðslega. Eyðið ekki timan- um; eyðið lífi ykkar í staðinn. -— Flestir verða að vinna, hvort sem þeim likar betur eða verr. Hann tók bókina af hnjánum á lienni, opnaði Iiana og' hljóp yfir nokkrar línur, fletti nokkr- um blöðum og ias nokkrar lin- ur enn og geispaði. Vinir vðar i Edinborg, sagði hún, — voru efnaðri en okkar. Við Charles og allir sem við þekkjum vérðum að vinna fvrir okkur. — Hversvegna? spurði hann. Vegna þess að ef við ger- um það ekki þá verðum við að svelta, sagði bún stutt i spuna. •— Og ef ykkur tekst að verj- ast sveltinu — livað verður þá? — Þá er bægt að gera sér von um, svaraði hún önugt, — að við gelum orðið að einhverju gagni hérna í veröldinni. •— Álítið þér að þetta hérna sé rétt? sagði liann, kæfði niðri í sér geispa og las í bókinni: — „Sálai-leg'i aðilinn í frum- Maðurinn sem var selur

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.