Fálkinn - 30.07.1948, Blaðsíða 14
14
FÁLKINN
SKÁTAMÓTIÐ Á ÞINGVÖLLUM HEFST UM HELGINA
Dagana 31. jálí—10. ágúst verður haldið fjömennt skátamót á Þingvöllum. Nokkur hópur erlendra skáta sækir mót þetta, einkum frá Danmörku,
Englandi og Frakklandi. Mótstjóri er Páll Gíslason, stud. med., en með homun í mótstjórninni eru margir skátar, piltar og stúlkur. — Myndirn-
ar hér að ofan eru frá skátamótinu á Þingvöflum 1938, en á jjví mættu skátar frá 7 löndum öðrum en íslandi. Efri myndirnar eru af skátahóp
fyrir framan eitt Væringjahliðið, jiá aðalhliðinu uð tjaldborginni og loks af einum jiátttakanda frá hverju landi. Þeir eru laldir frá vinslri:
Englendingur, Dani, Finni, Frakki, íslendingur, Hollendingur, Norðmaður og Svii. Að neðan frá vinstri: Hjálp í viðlögum, stútkur við matseld
og skrifstofa undir berum himni.
STÓRI SEÐILLINN.
Frh. af bls. 11.
var lýst ánægju yfir því, að hann
hefði verið settur í autt sæti í bæj-
arstjórninni. Allt var þetta auglýs-
ing. Viðskiptin fóru að ganga betur,
bæði hjá Henry og vátryggingar-
félaginu. Menn sem ekki höfðu tal-
að við Henry í mörg' ár leituðu nú
til hans. Það hirt’ yfir á öllum víg-
stöðvum.
Viku eftir að Henry hafði fund-
ið þúsund dala seðilinn, sat hann
hjá unnustunni og var að semja
skrá yfir húsgögnin, sem þau þyrftu
til að stofna heímilið. Henry tók
stóra seðilinn úr vasabókinni sinni.
„Jæja nú verðum við víst að nota
lukkuseðilinn okkar, þó gaman væri
nú að geyma hann,“ sagði hann og
leit nú í fyrsta skipti vandlega á
Ideðihnn.
„Hvert í heitasta!" hraut út úr
honum. „Hvað er nú þetta? Á venju-
legum seðlum eru rauðir silkiþræð-
ir í pappírnum, en þarna eru bara
rauð, prentuð stryk.“ Hann tók upp
dollaraseðil og bar liann saman við
stóra seðilinn. Þarna var ekki um
að villast. Seðiliinn sem Ilenry
hafði fundið, var falskur. Hann
liorfði hugsandi á hann, en sagði
loks brosandi: „Jæja, þarna feng-
um við langt nef. Það er gott
að við rifum þennan lista um hús-
gögnin. Það er svei mér gott að við
höfum ekki reynt að kaupa neitt
fyrir stóra seðilinn. Þá hefði bær-
inn fengið eitthvað til að liiæja að.“
„Henry,“ sagði unnustan. „Ef
satt skal segja þá þykir mér vænt
um að seðillinn skyldi vera falsaður.
Nú getur enginn eigandi gefið sig
frarn og þá g'etum við sett hann und-
ir gler og í ramma og átt liann sem
verndargrip. Þá skiptir einu hvort
hann er ekta eða ekki. Þessi bleðill
hefir kennt þér að treysta sjálfum
þér og hjálpað þér fram á við. Þú
hefir fengið launahækun, þú hefir
selt fleiri tryggingarskírteini en
nokkur annar siðustu viku, þú ert
orðinn kunnur maður — það eitt er
mörg þúsund dollara virði — og
þú er kominn í bæjarstjórnina •—
yngsti bæjarfulltrúinn í sög'u Fair-
views, meira að segja. Og auk þess
liefir bærinn rumskað út af þessu.
Skilurðu það ekki? Seðillinn hefir
gert sama gagn og liann hefði verið
ekta.“
Henry þagði og starði niður á
gólfið. Svo ieit hann upp. „Þú hefir
rétt að mæla!“ sagði hann. „Nú
skulum við halda áfram með liús-
gagnalistann. Skrifaðu næst: ramma
um stóra seðilinn “
*****
STJÖRNULESTUR.
Frh. af hls. 5.
8. hús. — Satúrn ræður húsi þessu.
-— Kunnur háttsettur maður eða öld-
ungur gæti látist.
9. liús. — Júpíter ræður húsi
þessu. — Siglingar utanríkis og flug
milli landa ætti að vera undir sæmi-
legum áhrifum og ganga vel, jafn-
vel þó að slæm afstaða frá Merkúr
dragi eitthvað úr.
10. hús. ■— Júpíter ræður einnig
húsi þessu. — Stjórnin ætti að hafa
góða aðstöðu jafnvel þó að Mars
sé meðverkandi að nokkru leyti, ]jví
Júpíter hefir góðn afstöðu til Sólar
og Tungls.
11. hús. — Úran er í liúsi þessu.
— Bendir á lagaleysur í frammi
hafðar í sambandi við stjórnmál og
ráðherrarnir verða að beita hyggni i
framkomu og framkvæmdum.
12. hús. — Venus er í húsi þessu.
— Góð afstaða fyrir heilsuliæli,
spítala, betrunarhús og opinberar
atvinnustofnanir og góðgerðarstarf-
semi.
Ritað 16. júlí 1948.
Maðurinn, sem var selur.
Frh. af bls. 9.
— Lofið mér nú að fara.
— Ekki held ég það. Ekki
fyrr en þér hafið sagt mér livað
þér eruð hrædd við.
•— Ó, stamaði hún, ■—- hvers-
vegna eruð þér í skinnbuxum?
Hann hló, og hló enn er hann
greip utan um liana og dró hana
fram á brúnina. •— Verið þér
ekki hrædd, sagði hann. Eg
ætla ekki að fleygja yður fram
af. En ef þær viljið endilega
tala um brækur, þá lield ég að
það sé hest að við setjumst
aftur. ... Sjáið þér hve spegil-
sléttur sjórinn er, sjáið þér lit-
inn og birtuna í djúpinu! Hafið
þér nokkurntíma séð noklcuð
aðdáanlegra? Litið á himininn;
lítið þér á fílinn, sem siglir
þarna lijá; hann hefir engar
áhyggjur — hversvegna ættuð
þér þá að hafa þær?
Framhald í næsta blaði.
------oOo----