Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1948, Blaðsíða 1

Fálkinn - 22.10.1948, Blaðsíða 1
Tjörnin í Reykjavík Nii er sumarið liðid. Trén í Hljómslcálagarðinum hafa fellt lauf og blómin fölnað. Allt umhverfi Tjarnarinnar hefir tekið stakkaskiptum, náttúran sveipast hausthjúpi, vetrarboðanum. Fuglalífið á Tjörninni minnir samt ennþá á sumarið og blíðu þess. Aldrei liafa andahóparnir verið stærri en undanfarnar vikur. Fullvaxnir ungar eru nú óþekkjanlegir frá eldri kgnslóð- inni. í frostunum um daginn, er innri enda Tjarnarinnar lagði, mátti sjá mikla andamergð á einu vökinni sem þar var. Þá var erfitt til fanga, en þegar svo er, þá bregst það ekki, að einhver dýravinurinn leggi leið sína niður að Tjörn með brauð undir hendi til að miðla öndunum. — Mynd þessi er tekin við Tjörnina að sumarlagi, meðan trén eru laufkrýnd og spakar endurn- ar eiga góða daga, — enginn ís, en gnótt matar. Ljósm.: Björn Arnórsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.