Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1948, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.10.1948, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FREDERIK MARSCH: 8 ELDFLUGAN 11. Amerísk lögreglusaga ls „Hægan, hægan, bróðir .... Við höfum ekki fengið þessa 7.000 dollara, og liús- böndinn sendi mig liingað til þess að segja, að hann væri fokreiður og hefði í hyggju að grípa til alvarlegra ráðstafana." Cornell andvarpaði og leit á Helen. Svo sagði hann biðjandi: „Þér sáuð sjálf að ég fékk Terry pen- ingana, var ekki svo?“ „Nei,“ svaraði Helen. Henni dalt í hug að þarna fengi liún eina hugsanlega tæki- færið til að hefna sín. „Ilvað segið þér?“ Ben spratt upp úr stólnum. Hann ætlaði að ráðast á stúlk- una, en Spoke rétti út liandlegginn, sem var harður og og gildur eins og bóma á skipi. „Það er eitlhvað að taugunum í yður,“ sagði hann brosandi. „Og að minninu. Húsbóndinn sagði mér að ég ætti að taka við 12.000 dollurum — út í hönd.“ Cornell sneri sér að honum. Tveir eld- rauðir dílar voru á hvorri kinn hans. „Þetta er fjárþvingun!“ hvæsti hann. „Svivirðileg fjárþvingun! Og þetla kvendi þarna starfar með vkkur.“ „Elcki er það lakara,“ sagði Spoke og leit með viðurkenningu á Helen og virti hana fyrir sér. „Komdu nú með pening- ana, annars verð ég að fara í handalög- mál. Mér er illa við að skemma svona laglegan lítinn mann eins og þig.“ Cornell hugsaði sig um. Varir hans titruðu. En þegar hann leit á Spoke, sem hvessti brúnirnar, sá liann að mikið var í liúfi. Hann gekk að liandtöskunni sinni og opnaði hana. Svo tók hann seðlabúnt og taldi tuttugu og fjóra seðla. Spoke gekk úr skugga um að þetta væru 500 dollara seðlar og stakk þeim í vasa sinn. „Þá erum við kvittir,“ hvæsti Cornell fjúkandi reiður. „Alveg kvittir,“ sagði Spoke og bar tvo fingur upp að hattbarðinu. „Nema þig langi til að gefa lienni systur ofurlitla ágóðaþóknun.“ „Blandið þér mér ekki í þelta,“ sagði Helen. „Allt í lagi, systir —• nú fer ég.“ Og eins og vanur veraldarmaður snerist hann á hæli og fór út úr herberginu. Kaupmaðurinn sletli sér niður á stór- inn. Hann þurrkaði svitann af enni sér með hvítum vasaklút. „Rændur 19.000 dollurum,“ dæsti liann. „Fyrr má nú rota en dauðrota.“ Ilann hvessti augun á Ilelen, sem var á leið inn í herhergi sitt með kápuna á handleggnum. „Ilversvegna luguð þér?“ lirópaði hann eftir henni. „Þér sáuð sjálf að ég borgaði delanum — Terry — þessa peninga!“ Helen yppti öxlum. Svo sagði hún og hló við: „Mér fannst þér ekki b.afa nema gott af því.“ Cornell spratt upp eins og liann ætl- aði að ráðast á hana. En allt i einu sner- ist hann á hæli og gekk út að glugganum. Hann lyfti gluggatjaldinu svo að hann gat séð úl á götuna og umferðina. Þann- ig hafði hann staðið mestan hluta dagsins, neina þessa stuttu stund, sem hann liafði verið úti á götunni. Helen var að hugsa um livort Lock Mereditli mundi Jiafa séð fjárþvingarann l'ara upp í herbergi Cornells, og livort hann skyldi hvað gerst hefði. Vissi Lock að brennuvargurinn var svo að segja á næstu grösum við hann? Ilún óskaði þess að Lock Meredith liefði hugsun á að elta þennan unga oflátung, Spoke, og komast að, livar hófarnir hefðu bækistöð sína þarna í Albany. Það væri liægt að gera út um þetta glæpamál á einum liálftíma, ef Meredith kynni að taka það réttum tökum. En — hvernig átti hann að renna grun i hvaða erindi þessi dularfulli sendiboði átti upp til Cornells? Hún þóttist viss um, að Mereditli væri einn síns liðs þarna í Albany; liann hefði ekki fengið ráð- rúm til að ná í neina aðstoðarmenn sína til að koma með sér. Einn maður getur tæplega haft í fullu tré við þrjá bófa eða kannske fjóra -— fimm, aleinn. Ef Lock vissi af þeim og þeir fengju einhvern grun mundu þeir dreifa sér í allar áttir hið bráðasta — með peningana með sér, og Meredith mundi standa eftir með Ben Cornell ein- an, sem ekki gerði lengur i blóð sitt. „Ketið“ sem Meredith langaði til að festa tennur á, var öll hrennuvargaklíkan. Það var þessvegna sem hann hafði látið hana gríjia tækifærið og fara með Cornell. Og Meredith hafði nánar gætur á þvi, að hún yrði ekki fyrir neinu misjöfnu. Hann vissi sjálfur manna best, að betta var liættu- legur leikur. En hún óskaði ekki að hann yrði þarna á gistihúsinu sem verndari hennar. Hún þurfti þess ekki með að liann væri alls- staðar nálægur, hennar vegna. Henni var ekki ofurefli að fást við mann eins og Ben Cornell alein. Hitt var meira virði að Meredith veitti eftirför þessum bófum með 12.000 dollarana og fyndi þá og of- urseldi þá lögreglunni. Cornell slóð enn við gluggann og pikk- aði fingrunum eirðarlaus í gluggakistuna, þegar hæversk stofustúlka kom inn og spurði hvort gestunum þóknaðist að fá miðdegismatinn inn i herbergið. Cornell var í þann veginn að segja já. Þau höfðu borðað hæði morgunverðinn og Jiádegisverðinn þarna uppi. En Helen varð fyrri til og sagði aíi þau ætluðu að borða niðri í matsalnum. Hún varð að komast út úr þessu fangaliúri til þess að sjá hvað Merdith hefðist að. Stúlkan liorfði á hana með forvitni og eins og liún væri i vitorði með henni. Helen brosti til liennar á móti. Hún mátti halda það sem liún vildi. Aðalatriðið var að ósýnilegt samband yrði á milli þeirra. Stúlkan sá að gestirnir mundu ekki vera sem best sammála sín á milli. En hún hafði afráðið livoru megin hún skyldi standa. Og svo fór hún út og lokaði á eftir sér, án þess að híða eftir mótmælum frá Cornell. „Yið getum fengið okkur borð i ein- hverju liorninu þar sem fámennt er,“ sagði Ilelen. „Ilversvegna eruð þér svona hrædd- ur við að láta sjá yður? Það er ekki nokk- ur maður liér i Albany sem grunar, að þér séuð svindlari og glæpamaður.“ „Þvi meira sem ég er með yður,“ lireytti Cornell úr sér, „því betur verður mér ljóst hvílíkur erkibjálfi ég er.“ „Það gleður mig.“ sagði Helen. „Það er alltaf gott að komast að raun um sann- leikann.“ „Við hefðum getað átt svo notalega daga saman,“ sagði hann og heit á vörina. „Eg er komin af þeim aldri að liafa gaman af að silja á leiðinlegu liótelher- bergi og halda í höndina á karlmanni . . liver veit nema ég verði kátari þegar ég sé annað og glaðlegra fólk kringum mig og heyri danslög leikin. Og liver veit nema nokkrir kokkteilar geti komið í mig fjöri Cornell tók eftir að hún hafði klætt sig í önnur föt meðan hann stóð við gluggann og var að ergja sig yfir þessum 19.000 doll- urum, sem liann hafði misst — og fannst helst að liann mundi slepjia sér alveg ef hann losnaði ekki úr þessari klípu. Taug- arnar mundu bila. Helen var ljómandi á að líla. Það var hefðarsvipur á andlitinu og á lireyfingum hennar er hún gekk um stofuna. Hún tók undir handlegginn á honum. En livar hafði hún náð í þennan flegna samkvæm- iskjól, sem hún var í. Þegar lnin fór frá New York liafði hún ekki svo mikið sem handtösku meðferðis. Helen sá hvað liann var forviða og út- skýrði nú hrosandi: „Eg liefi keypl þennan kjól liérna í Al- bany •— fyrir yðar reikning. Þér liafði ekki gotl minni, Cornell. Eg sagði yður í morgun að ég yrði að fá einhver önnur föt en þessi, sem ég stóð í. Og þér féllust á það. Þér stóðuð við hliðina á mér til að hafa gál á, að cg gerði ekki lögreglunni orð — þegar ég símaði í kvenfatabúðina. Eg er sem betur fer þannig vaxin, að ég þarf ekki að láta breyta sniði á kjólum og er nóg að nefna númerið .... en það h'lýtur eilthvað að ganga að yður úr því að þér nninið ekki hvað gerðist í morgun.“ „Eg liefi svo margt að hugsa,“ sagði Cornell afsakandi. En það lá við að hann yrði liræddur út af þessari gleymsku sinni. Núna, þegar hún sagði það, mundi hann vel livað gerst hafði um morguninn. En lionum fannst svo óralagt síðan. Honum fannst liann allt í einu vera orðinn gamall maður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.