Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1948, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.10.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 y>(ílILLM I1LIÐIЫ EFTIR DAVÍÐ STEFÁNSSON TEKIÐ TIL SÝNINGAR AÐ NÝJU. Leikfélag Reykjavíkur hefir nú tekið upp að nýju sýningar á „Gullna hiiðinu“ eftir Davíð Stefánsson hér í Reykjavík. Þegar það var sýnt hér fyrir nokkrum árum var aðsókn fá- dæma góð og ummæli um leikinn eft ir því. Davíð Stefánsson hefir. verið vegsamaður fyrir þetta sniildarverk sitt og músík dr. Páls ísólfssonar fall ið mönnum vel í geð. Til viðbótar Arndís Björnsdóttir leikur kerlingu Jóns, hina tryggu og fórnfúsu eigin- konu, og gerir hún það ágætlega. Lárus Pásson leikur Óvininn með ágætum. fjann hefir einnig á hendi leikstjórn og ferst hún vel úr hendi. Valur Gislason leikur Lykla-Pétur, Þorsteinn Ö. Stephensen Pál postula, Haraldur Björnsson bóndann, Stein- gerður Guðmundsdóttir Mariu mey, Við Gullna hliðið. Arndis Björnsdóttir sem kerlingin, kona Jóns, og Valur Gíslason sem Lgkla-Pétur. við liina góðu innlendu dóma þá hefir leiknum A'erið tekið ákaflega vel erlendis, bæði þegar hann var sýndur í Osló og nú i liaust, er Leikfélag Reykjavíkur efndi til sýn- inga á honum i Finnlandi. Hafa ýms bréf frá Finnlandi ásamt blaðaum- mælum borið vitni þess, að gesta- leikurinn j)ótti takast með afbrigð- um vel. Hlutverkaskipunin í „Gullna hlið- inu“ er nú að sumu leyti með öðr- um hætti en áður, en flestir eru þó leikendurnir hinir sömu og áður. Brynjólfur Jóhannesson leikur Jón kotbónda, orðhákinn mikla, og ger- ir hann hlutverkinu hin bestu skil. s» Þorsleinn Ö. Stephensen sem Páll postuli. Gestur Pálsson prestinn, Haukur Óskarsson fiðlunginn, Edda Kvaran Helgu vinkonu kerlingar, Valdimar Helgason og Anna Guðmundsdóttir foreldra kerlingar, Regina Þórðar- dóttir frillu Jóns bónda, Lárus Ing- ólfsson drykkjumann, Jón Aðis þjóf, Anna Guðmundsd. Vilborgu grasa- konu og Valdimar Helgason sýslu- manninn. Yfirlcitt má það um með- ferð hlutverka segja, að hún er mjög góð, þótt þau geri mjög misjafnar kröfur. Hér skal ekki fjölyrt um efni „Gullna hliðsins". Það er of þekkt til þess. Enginn vafi er á því, að fjöldi manns mun fara í leikhúsið til þess að sjá það, bæði þeir, sem hafa séð það áður, og hinir, sem ekki hafa séð það. 146 MILLJÓNIR í U.S.A. Á árinu sem leið fjölgaði ibúum Bandarikjanna uin 2.7 milljónir, eða nær hálfri milljón meira en á árinu 1946. Dánartalan var 1.4 milljónir eða Hkt og var fyrir striðið, en fæðingum fjölgaði um hálfa milljón og urðu um 6 milljónir. Um inn- flutning til landsins eru ekki til áreiðanlegar tölur, en hann er á- ætlaður 250.000 manns. Fólksfjöld- inn var 146 milljónir i byrjun þessa árs, og hefir* vaxið um 14 milljónir síðan 1940. Svertingjum hcfir fjölgað tiltölu- lega meira en hvítum mönnum. Á Jón kotbóndi (Brynjólfur Jóhannesson) þráttar við Lykla-Pétur (Val Gíslason) fyrir utan Gullna hliðið. Septembersýningin 1948 Allir muna eftir Septembersýning- unni í fyrra. Hún vakti geysimikið umtal og var allvel sótt. Dómarnir sem hún fékk, voru þó siður en svo vinsamlegir. Nú hefir annarri Sept- embersýningu verið komið upj), en að vísu í októbermánuði. Sýna þar 9 listamenn samtals 97 verk, þar af 3 höggmyndir. Hitt eru málverk, vatnslitamyndir, kritarmýndir og teikningar auk einnar tuskusam- setningar. Myndirnar eru mjög misjafnar vægast sagt. Myndir Gunnlaugs Scheving, 5 að tölu, vekja mesta athygli. Jóhannes Jóliannesson á þarna lika nokkrar skemmtilegar myndir. Hér og þar um salinn má sjá athyglisverða mynd á stangli, en margar eru þær líka, sem fáum verða til augnagamans. i Sýnendur eru þessir: Þorvaldur Skúlason .... 19 myndir Gunnlaugur Scheving .. 5 ---- Valtýr Pétursson ...... 24 ------ Kristján Davíðsson .... 14 ---- Snorri Arinbjarnar .... 9 ---- Kjartan Guðjónsson ... 11 -i— Jóhannes Jóhannesson . . 12 ---- Tove ólafsson ......... 2 höggm. Sigurjón Ólafsson .... 1 ---- árunum 1940—-’46 fjölgaði hvítum um 7% en svörtum um 10%. Mest er mannfjölgunin i bæjunum í vest- urrikjunum. 40.000 STRÍÐSGLÆPAMENN. Stríðsglæpanefndin er að leggja síðustu hönd á skjölin viðvikjandi þeim 40.000 körlum og konum, sem sökuð eru um „glæpi gegn mann- kyninu". 1835 mál 5944 manna liafa verið afgreidd þegar. Af sakborn- ingunum voru 1567 dæmdir til dauða, 3380 í fangelsi en 997 sýkn- aðir. Vigfiis Guðmundsson frá Keldum, Laufásveg 43, verður 80 ára l dag (22. þ. m.). Frii Kristin Ólafsdóttir, Bjargi, Djúpárhreppi, Bangárvallas. verður 65 ára 22. þ. m. RÍKUR „FÁTÆKLINGUR". Sjötugur Frakki fannst fyrir skömmu dauður á þaklierbergi í lélegu gistihúsi, sem hann liafði átt heima á í mörg ár og borgað kr. 1.75 fyrir á dag. Þegar farið var að athuga dánarbúið kom það á dag- inn að maðurinn átti 50.000 doll- ara í 5 bönkum, og rennur arfurinn nú til frænda hans, sem ekki vissi betur enn að maðurinn væri blá- fátækur. Svo að ekki liefir eigna- könnunin verið einhlýt þar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.