Fálkinn - 22.10.1948, Blaðsíða 5
FÁLKINN
5
EF GÓÐUR ÁRANGUR á a8 nást i
sliku annríki cr áriðandi að öll hin
ytri skilyrði séu svo hentug og góð,
sem frekast er hægt að gera þau. Þetta
starf hvílir á aðalritaraskrifstofunni.
Hún boðar lil fundanna, útvegar
fundarsali og alit annað, sem með
þarf, sér fulltrúunum fyrir gistihús-
næði, hefir nægilega mikið af hif-
reiðum til taks, starfar sem millilið-
ur milli fulltrúanna og umheimsins og
er fulltrúunum til aðstoðar á allan
hugsanlegan liátt til að létta þeim
starfið og tilveruna. Oft lilaðast upp
ýms vandkvæði og erfiðleikar, en
skrifstofan liefir 2.600 manna starfs-
lið til að halda öllu gangandi.
„Þingliús" UNO er enn sem komið
er sýningarliöll sú, sem New York-
horg reisti fyrir deiid sína á heims-
sýningunni 1938 í Flusliing. Þangað
kemst maður frá New York ýmist með
hifreið um einn af hinum stórfeng-
legu ,,skrautgarðavegiun,“ þar sem
húsin á báða bóga eru hulin af trjá-
gróðri stórra aldingarða, eða með
járnbraut frá Pennsylvania Station í
New York til sérstakrar brautarstöðv-
ar, sem liefir verið skírð nafninu
United Nations til lieiðurs bandalag-
inu. Frá stöðinni er kortérs gangur
gegnum sýningarsvæðið gamla, að
þinghöllinni, sem New York-borg lief-
ir iéð UNO og síðan var gerbreytt
með þinghald fyrir augum. Fundar-
salurinn hefir af ásettu ráði verið
liafður með róandi litum, til þess að
síður fjúki í ræðumennina — og veit-
ir ekki af.
Fundarsalnum svipar til fyrirlestra-
sals í sumum liáskóium, með sætum
í hálfhring kringum ræðustólinn. —
Sitja þar fulitrúar hinna 55 þjóða í
hvirfingu, liver röð aftur og upp af
annarri. Bak við ræðustólinn er hár
pallur með sætum fyrir forseta þings-
ins og aðalritarann, Trygve Lie og
aðstoðarmann lians; sitja þeir sinn
á livora liönd forsetanum. Milli ræðu-
stólsins og fremstu raðar fulltrúasæt-
anna er gríðarstórt borð og sitja þar
hraðritarar — þingskrifarar — túlk-
ar og ýmsir aðrir starfsmenn. Full-
trúar blaða, útvarps og kvikmyndafé-
laga sitja uppi á svölúnum. Boðsgest-
ir, starfsmenn aðalskrifstofunnár og
aðrir áheyrendur sitja á stólum með-
fram veggjunum.
í veröld sendifulltrúanna er mikil
áliersla lögð á formið — „etiketten"
— svo sem kunnugt er, og í sam-
kundu sem ])essari ber fyrir alla muni
að varast, að nokkrum finnist að
hann sé hafður útundan eða gerður
hornreka. Við sætaskipun er oft fylgt
stafrófsröð og byrjað á stafrófinu,
en ekki þótti það hlýða á UNO-þing-
inu, liví að allir stórlaxarnir eru nær
aftast í stafrófinu og liefðu því lent
á aftasta bekk. Á aðalmáli UNO eru
nöfn Rússlands, Bretlands og Banda-
rikjanna: Union of Soviet Socialist
Republics, United Kingdom og IJnited
Statcs of Anterica og komu þá aðeins
á eftir Uruguay, Venezuela og Yugo-
slavia. Til j>ess að forða stórveldun-
um frá krókbekknum var það ráð
tekið í þingbyrjun 1946 að varpa
lilulkesti um livaða land skyldi fá
fyrsta pláss og síðan skyldi stafrófs-
röð fylgt eins og þegar nafnakall fer
fram á Alþingi. En þá vildi svo hlá-
lega til að nafn Argentínu kom upp,
svo að stafrófsröoin réð sætaskipun
að öðru leyti en því, að Afganistan
varð aftast i röðinni, en liefði orðið
fyrst ef hlutskipti tiefði ekki verið
notað.
Af fulltrúábekk á UNO-þingí. Til vinstri er W. Austin aSalfulltr. U. S. og í miOju sir Alex. Cadogan aöalf. Breta.
Á heröum þessara tveggja manna hvílir ábyrgöin á stjórnarstörfunum á þingi Sameinuöu þjóöanna í París. Til vinstri:
Norömaöurinn Trygve Lie, aöalritari S. þ. Til hœgri: Utanrikisráöherra Ástralíu, Herbert Ewatt, forseti þingsins.--
Þegar skipað er í sæti i öryggis-
ráðinu er farið eins að, en í október
í fyrraliaust lá við vandræðum út af
þessu. England — United Kingdom —
fékk fyrsta sætið, og hefði þvi Union
of Soviet Socialist Republics, sem er
næst á undan í stafrófinu, átt að fá
aftasta sætið. Rússnesku fulltrúarnir
eru sérstaklega viðkvæmir fyrir form-
inu, og höfðu er þetta gerðist nýlega
rokið af fundi i París vegna þess að
þeir voru ekki ánægðir með sæti sín.
Nú var úr vöndu að ráða, en loks hug-
kvæmdist einhverjum sniðugum ná-
unga að nota stafrófsröð skammstöf-
unarinnar. Með því móti fékk U. S. S.
R. næsta sæti á eftir U. K. og U. S.
ienti því á fjórða sætinu, milli Uru-
guay og Venezuela.
Á öllum alþjóðafundum og þingum
eru notuð kynstrin öll af pappír. —
Þátttakendur sitja með blokkina fyr-
ir framan sig og skrifa sér til minnis
úr ræðum annarra og það, sem þeim
kann að detta gott í hug, eða þeir
skjóta merarseðli til nágranna sins,
sem ekki er i hvíslfæri við þá, eða
þeir þá bara teikna eða krota á blað-
ið eins og listfengir þingmenn gera
stundum til að drepa tímann. Allir
fundarsaiir í veröldinni eru morandi i
pappír eftir fundi og venjan er að
þessu rusli sé sópað saman og það
brennt. En í UNO er meiri varúð höfð
á. Það getur alltaf hugsast að mikil-
vægt skjal hafi slæðst i blaðaruslið, —
kannske jafnvel rikisleyndarmál, sem
ekki má komast i hendur óviðkom-
andi manna.
ÞESSVEGNA FER skrifstofan afar
gætilega með blaðaruslio, sem skilið
er eftir á borðunum. Eftir livern fund
er salnum lokað og enginn óviðkom-
andi fær að koma inn fyrr en allur
pappir hefir verið tekinn saman og
troðið í stóran poka ineð hengiiás
l'yrir. Pokarnir eru sendir i skjaia-
vörsluna, og þar kanna eiðsvarnir
grúskarar hvern einasta miða. Ef
eittlivað finnst, sem ef til vill gæti
liaft einhverja þýðingu, er það sent
réttum eiganda. En allur úrgangurinn
er sendur á bifreið og undir eftirliti
til Lake Success, þar sem skrifstofur
UNO eru, ásamt afganginum af ljós-
mynduðum fundargerðum og öðrum
ónotuðum upplögum af málskjölum.
í Lake Success er jiessu hellt ofan i
einskonar kvörn, sem saxar það í svo
smáar tætlur, að ómögulegt er að lesa
nokkurt orð. Það eru um 500 lcg. á dag,
sem fer til ónýtis af pappir á þing-
inu og þessvegna er sparnaður að því
að saxa það og nota það til pappirs-
gerðar aftur, í stað þess að brenna
ruslinu.
Fulltrúarnir á UNO-þinginu eru
auðsjáanlega ákaflega gleymnir menn,
þvi að það er ekki aðeins pappír og
blöð, sem skilið er eftir á horðunum,
heldur allskonar munir. Þeir gleyma
gleraugum og hönskum, buddum og
vasabókum, vegabréfum sínum og
einkabréfum og hattinum sinum. Vit-
anlega gleymast iíka göngustafir og
regnhlífar (aðallega bresk eign!). Hitt
er ótrúlegra en þó satt, að það liefir
komið fyrir að menn gleyma gifting-
arhringnum sinum.
Það er yfir mislitan hóp að iíta þar
sem fulltrúarnir eru. Margir þeirra
liafa tekið þátt í styrjöldinni og ýms-
ir staðið framarlega í neðanjarðar-
baráttunni gegn nazismanum. Samkv.
skýrslum skrifstofunnar hafa 18% af
fulltrúunum setið í fangelsi fyrir
stjórnmálaskoðanir sínar. Meira en
fimmti liver fulltrúi kann ekki annað
mál en móðurmál sitt, og þeim sem
hvorki eiga frönsku eða ensku sem
móðurmál er þvi erfitt um að fylgjast
með því sem sagt er. En 78% tala
tvö eða fleiri mál. Um helmingur full-
trúanna vill lielst heyra túlkað á
ensku og liinir kjósa fiestir frönsku.
Fulltrúarnir eru um 40 ára að með-
altali, en formenn fulltrúanefndanna
að meðaltali 54 ára.
Framliald á bls. 6.