Fálkinn - 22.10.1948, Blaðsíða 14
14
F Á L KIN N
Síldarbræðsluskipiö Hæringur.
Síldarbræðsluskipið Hæringur
— stærsta skip hins íslenska flota
MORÐINGINN.
Frli. af bls. 9.
því? Þér eruð ekki læknir og þér
eruð læknir. Þér kunnið að stytta
yður leið um þvergötur en vitið ekki
hvar sjúkralíúsið er. Þér vitið ekki
að það er tómt. Og þér gefið yður
tíma til að lijúkra veslingum þrátt
fyrir erindi yðar við hershöfðingj-
ann! Nei, þetta er ekki heilbrigð
skynsemi. Áfram r.ú!
Svona fór þá fullkomna áætlunin
lians. Hann kæmist aldrei til von
Krug. En nú varð lionum ijóst að
það sem liann hafði gert var eigi
ómcrkilegra en hitt, sem liann hafði
ætlað sér að gera. Ilann hafði komið
með dauða en frelsað líf,
— Fulltrúi. sagði liann. Þér liafið
náð í mig. Hann tók töskuna í hina
höndina, hún var þung. — Hefi ég
sagt yður að Þjóðverjar drápu kon-
una mína og son? Skutu þau, eins
og svo marga aðra.
— Nei, sagði lögreglumaðurinn.
Nú komu þeir að hliðinu og liann
vék til hiiðar til að láta lækninn
ganga á undan. -— En mig furðar
ekkert á því. Það er venjulega eitt-
hvað slíkt í sambandi við fólk eins
og yður. Uppþot?
— Kannske, sagði læknirinn. Kon-
ur og börn taka oft þátt í uppþot-
um, er ekki svo?
— Augnabllk, sagði lögregluþjónn-
inn. — Eg þarf að atbuga dálitið.
Ilvað hafið þér í handtöskunni?
Það eru ekki verkfæri!
Læknirinn sneri sér að lionum
og hló. Andlitið varð unglegt. — Já,
fulltrúi. Þér eruð séður. Ekkert fer
framhjá yður.
— Sleppum því, sagði lögrcglu-
maðurinn. -— Opnið töskuna!
Og læknirinn opnaði liana hlæj-
andi.
Paul G. Hoffman.
Truman forseti skipaði i apríl
Paul G. Hoffman til þess að verða
framkvæmdastjóri Marshall-hjálpar-
innar til Evrópulandanna eða ERP
sem hún verður kölluð framvegis.
Sem framkvæmdastjóri þessa millj-
ardafyrirtækis á Hoffman að standa
forsctanum reikningsskap gerða
sinna, og staða hans svarar til stöðu
forstöðumanns ráðuneytis í Banda-
rikjunum.
Síldargangan í Hvalfirði í fyrra-
vetur varð til þess, að bæjarstjórn
Reykjavíkur gekkst fyrir ráðstöfun-
um til betri hagnýtingar á vetrar-
sildinni. Eftir ýmsar athuganir í
máhnu var félagið Hæringur h/f.
stofnað með 5 milljón kr. lilutafé.
Hluthafar eru fjórir, Reykjavíkur-
bær, Síldarverksmiðjur ríkisins, sam
tök útgerðarmanna og Óskar Hall-
dórsson. Hlutafélagið festi kaup á
skipi í Bandaríkjunum, og ætlunin
var að breyta því í nokkurskonar
fljótandi síldarverksmiðju. Um s.l.
helgi kom skipið til landsins, og
hefir þvi verið breytt mjög mikið
frá því, er áður var, með tilliti til
síldarvinnslu og síldargeymslu um
Hoffman er 57 ára gamall og for-
stjóri bifrciðasmiðjanna Studebaker
Automobile Company, en þeirri
stöðu hefir hann gegnt síðan 1935.
Jafnframt hefir liann setið í nefnd
þeirri, sem fjallað hefir um aðstoð
við önnur lönd, en formaður henn-
ar var Averell Harriman verslunar-
málaráðherra. Hann hefir líka verið
formaður „Atvinnuþróunarnefndar-
innar“ síðan 1942, en sú nefnd gef-
ur út skýrslur um viðgang innlendra
atvinnufyrirtækja og bcndir á það,
sem eftirtektarvert þykir í atvinnu-
lifinu.
Hoffman hefir margra ára reynslu
í innlendum og erlendum viðskipta-
og fjárhagsmálum. Auk þess starfs
sem hann lagði í Harriman-skýrsl-
una svonefndu um hjálparþörf Ev-
rópuþjóðanna, hefir hann verið
einn af ráðunautum verslunarmála-
ráðherrans síðan 1941. Árið 1946
var liann einnig kjörinn einn af
fulltrúum verslunarstéttarinnar í fjár
hagsráð Trumans. Og auk þessa var
Hoffman einnig fulltrúi í liinni upp-
runalegu UNESCO-nefnd Bandarikj-
anna, og meðlimur í nefnd, sem
skipuð var af tímaritunum „Time“,
„Life“ og „Fortune“ og gaf út álit
um prentfrelsi, sem mjög hefir ver-
ið deilt um.
borð. Síldarvinnsluvélar þær, er
Óskar Halldórson lagði fram, cru
þó ósettar í,' þannig að skipið er
ekki fullbúið ennþá.
Við komu skipsins til Reykjavik-
ur voru margar ræður fluttar, m. a.
lýsti Jóhann Hafstein, formaður
stjórnar Hærings, kaupum skipsins
og tilhögun allri um borð.
Síldarbræðsluskipið hefir hlotið
nafnið Hæringur. Það er byggt 1901
í Buffalo, og var flutningaskip á
vötnunum við landamæri Bandaríkj-
anna og Kanada. Árið 1943 tók her-
inn skipið í þjónustu sína, og er
kaup voru fest á þvi af hlutafélag-
inu Hæringi, þá var það austur á
Kyrrahafsströnd. Allar breytingar,
Samverkamenn Iloffmans i Stude-
baker-félaginu telja hann „framfara-
lineigðan kaupsýslumann“, og það
er talið honum að þakka að Stude-
bakersmiðjurnar urðu ekki gjald-
þrota. — —
Marshall-hjálparráðsmaðurinn er
fæddur í Chicago 26. apríl 1891.
Og 1908 innritaðist hann i liáskól-
ann í Chicago til þess að nema
lögfræði, en varð leiður á náminu
eftir eitt ár og gerðist verkamaður
í bílasmiðju, byrjaði þar sem snatt-
ari en smáhækkaði í tigninni og
varð verkstjóri. Hann liélt áfram i
þessari iðn og varð sölustjóri í
deild Studebakers í Los Angeles árið
1915.
Árið 1917 fóru Bandaríkin i stríð-
ið og Hoffman gekk i herinn sem
óbreyttur liðsmaður. Þegar stríðinu
lauk og hann var sendur heim var
liann orðinn lautinant í stórskota-
liðinu. Hann livarf aftur til Stude-
bakerfélagsins og varð forsjóri þess
1935.
í síðustu styrjöld smíðaði Studé-
baker flugvélar, vörubifreiðar og
lireyfla. Félagið hefir dafnað vel
undir stjórn hans og samkomulag
vinnuveitenda og verkamanna er til
fyrirmyndar í félagi þessu, og er
það talið Iloffmanns verk.
Hoffman tjáði sig fúsan til að
taka við forstöðu Marshallhjálpar-
innar, því að „ég held að viðreisn-
aráætlun Evrópu gcfi okkur færi á
að koma á friði í heiminum“, sagði
hann í blaðaviðtali.
sem gerðar voru á skipinu vestur
í Ameríku, annaðist Jón Gunnarsson
verkfræðingur. — Aðalsíldarvinnslu-
salurinn er 15x40 metrar að stærð,
síldarþróin tekur 10.000 mál, síldar-
mjölsgeymslan 1600 tonn og afköst
verksmiðjunnar eru 6—10 þús. mál á
sólarhring. Stærð skipsins er 6900
brúttólestir, lengd þess 390,5 fct og
breidd 50 fet. Ganghraði er 10 míl-
ur. — Góð íbúð er um borð fyrir
80 manns. Fylgja henni margskonar
þægindi.
Skipstjóri á Hæring er Ingvar
Einarsson, fyrsti stýrimaður Stein-
arr Kristjánsson og fyrsti vélstjóri
Jónas Ólafsson.
Þess má að lokum geta að Hoffman
er i republikanaflokknum. Ilann er
giftur og á fjögur börn og þrjú
kjörbörn að auki, Fimm af sonum
hans voru í síðustu styrjöld.
Tvö „börn“. — Það er í fyrsta
skipti, sem þessi litla stúlka sér
fíl, og henni kemur það harla
einkennilega fyrir sjónir að
þetta geti verið ungi, sem sé
svona stór.
Hann ráðstafar Marshall-styrknum