Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1948, Síða 14

Fálkinn - 19.11.1948, Síða 14
14 FÁLKINN Þér getið einnig orðið aðnjótandi yndisþokka kvikmyndastjörnu: - „Lux handsápan gefur húíSinni ferska, hýja fegurð — töfra“, segir hin yndis- lega Betty Hutton. Þó er fegurðaraðferð kvikmyndastjarn- anna afar einföld. Aðeins að þvo sér úr volgu vatni með Lux handsápu og l.reinsa síðan með köldu. Reynið þessa aðferð Þér verðið gagnteknar af mýkt og fegurð húðarinnar. LUX HANDSÁPA HIN ILMANDI HVlTA SÁPA KVIKMYNDASTJARNANNA. X-L.TS 690-939-50 A LE VE R PRODUCT RIDDARI. Frh. af bls. 5. Svo fór ég að reyna að ganga og það gekk vel. Eg fór inn í næstu stofu og rak öxlina i dyrastafinn, og tók nú fyrst eftir hve herða- breiður ég var. En mig furðaði á hve auðvelt var að hreyfa sig, að- eins var ekki þægilegt að lita um öxl, svo að riddararnir hafa átt bágt með að varast óvini, sem réð- ust að þeim aftan frá. Eg hafði haldið að mikið glamraði í brynj- unni er maður hreyfði sig, en svo var ekki. Það er aðeins í sögunum af hallardraugunum, sem glymur í brynjum. Annars voru þær fóðrað- ar með leðri um öll liðamót, svo að lítið lieyrðist í þeim. Bakhlutinn hafði enga brynju- hlíf — þess þurfti ekki með því að þetta var riddarabrynja, og maður- inn sat í hnakknum. --------Eg fræddist um ýmislegt viðvíkjandi brynjum við þetta tæki- færi meðal annars að —: Hringabrynjan var undanfari stál- þynnubrynjunnar. sem notuð var á fimmtándu öld. Hringabrynjan var miklu þyngri en plötubrynjan, eða um 50 kg. Burtreiðarbrynjurnar voru þyngri en venjulegar brynjur, eða um 40 kg. og að hestarnir voru lika i brynjum. Brynjurnar voru dýrar. Sæmileg brynja kostaði sem svaraði árslaun- um manns. Brynja Jóhanns III. var sú dýr- asta sem getur um í Svíþjóð. Hún var smíðuð af meistaranum Kuns Lochner i Niirnberg og forgylt og emalieruð. Brynjurnar voru að hverfa úr tisku á 17. öld. f tíð Karls XII. var aðeins notuð brjósthlíf og bakhlíf. Það var aukin notkun skotvopnanna, sem rýrði gildi brynjunnar. -----Eg verð að játa það að ég varð feginn að komast úr brynj- unni aftur. Eg hafði fengið höfuð- verk og sveið i fætur og handleggi. Nú skildi ég hversvegna riddararnir voru vandir við að ganga i brynju frá þvi að þeir voru börn. Þrátt fyrir það að þessar hlífar voru völundar- smíði hefir þurft langan tíma til að venjast þeim og geta barist í þeim. BÓKARFREGN. Framhald af bls. 6. ast brátt getu liins fullorðna manns og lætur nokkuð af því. Meðal hús- bænda Guðlaugs við ísafjarðardjúp er séra Stefán Stephensen í Yatns- firði, og gefur hann allglögga mynd af þeim kunna klerki, sem virðist hafa verið borinn til mannforráða og veraldlegra umsvifa. í allmörg ár er Guðlaugur búsett- ur á ísafirði og stundar í fyrstu mest sjómennsku á skútum. Þar kynnist hann atgervismanninum auðnulitla, Álfi Magnússyni, sem þegar eftir livarf sitt verður þjóð- sagnapersóna á Vestfjörðum. Guð- laugur stundar síðan hin ólíkustu störf á sjó og landi, kynnist mörg- um og gefur öðrum þau kynni í sögu sinni. Hann flyst svo lands- fjórðunga á milli, sest að í Vest- mannaeyjum og stundar þar smiðar. Loks á gamalsaldri, bæklaður og þrotinn að k,röftum, hafnar hann í nöturlegu og köldu herbergi í Bjarnaborg í Reykjavík. Þannig upp- sker hann laun fyrir basl sitt og fögnuð í harðgeru lifi. Þá er eins og fyrst þyrmi yfir hann, er hann missir af þeirri gleði, sem annir virkra daga hafa fært honum. Ævisögur af þessari gerð verða aldrei vísindaleg sagnfræðirit og mesti misskilningur að ætlast til þess, að þær séu það. Gerð þeirra og tilgangur er allt annar. Það er ekki ótitt, að einhverjir risi . upp við útkomu slíkra bóka, berjandi sér á brjóst í fullkominni hneykslun yfir missögnum og röngum dóm- um menn og málefni. En offors þeirra er tilgangslaust. Þessar ævisögur eru fyrst og fremst persónulýsingar þeirra, sem segja þær, og þvi má ritarinn al- drei gleyma. Þulnum á lesandinn fyrst og fremst að kynnast — og svo samtíð lians — hugsunarhætti, menningu og mönnum, eins og hann hefir séð það og kynnst því. Sé raskað við viðhorfum þulsins missir sagan gildi sitt. En hinir hneyksluðu verða að reyna að skilja — eigi þeir að sefast, að varla nokkrir tveir menn sjá samtíð sina nákvæmlega sömu augum. Mér er ekki kunnugt um, að Guð- laugur frá Rauðbarðaholti hafi ver- ið sakaður um að segja rangt frá. Af viðtali við nokkra menn á ísa- firði, sem þekktu til Guðlaugs þar og samtíðar hans. er svo að sjá, að lionum hafi tekist að sneiða hjá því að lineyksla marga. En ekki tel ég það mesta gildi bókarinnar. Hitt skiptir mestti máli, að höf- undinum liefir tekist að forma og skrifa sögu Guðlaugs svo vel, að hún verður i flokki betri ævisagna af þéssari gcrð. í Iienni kynnumst við greindum og góðviljuðum al- þýðumanni — já, þekkjum liann mætavel að bókarlokum — og svo viðhorf lians tií lifskjara sinna og samferðamanna. Við sjáum samtíð hans, kynnumst lífsbaráttu alþýð- unnar, menningarviðhorfum hennar og hugsunarhætti. Og ævisöguritar- anum Iiefir tekist að færa þetta i þann búning, að allt verður trútt og eðlilegt. Still höfundarins er traustur og samfelldur frásagnar- stíll vel samhæfður efninu og á sinn mikla þátt í því, að margir munu vilja Jesa þessa bók oftar en einu sinni. Þórleifur Hjarnason. SNURÐA, frh. af bls. 13. Jæja. Við skulum tala um ])að á morgun. IIANN lagði augun aflur. Þegar liann opnaði þau um morguninn horfði hún beiskju- lega á hann. •— Aftnr í nótt, sagði hún. Hversvegna þurfturðu að lýsa þessu svona nákvæmlega? Og svo komu fleiri tár og loks rauk hún bálvond fram í eldhúsið. Hann liorfði á eftir henni og andvarpaði. Klæddi sig og fór út meðan liún var i baðinu. Skellti hurðinni til þess að hún skyldi heyra að hann væri far- inn. En hann var ekki farinn. Hann stóð og lileraði við dymar. Eftir tíu minútur oiínaði hann varlega, fór inn í anddyrið og stóð án þess að hann sæist, og hlustaði á liana í símanum. „Adam, elskan mínl“ sagði hún svo undursamlega blíð. SIGURÐUR. Frh. af bls. 3. síðar er svo stofnað nýtt félag, sem einnig fær nafnið Flugfélag íslands, og hjá því varð ég' flugmaður árið 1940. — — Og nú eruð þér orðinn skrif- stofustjóri hjá flugmálastjóra? •— Já. Þegar embætti flugmála- stjóra var stofnað árið 1945, varð ég starfsmaður hans og siðar skrif- stofustjóri, sem ég hefi verið síðan. — í hverju eru störf yðar fólgin? — Það er fyrst og fremst loft- ferðaeftirlit. Við sjáum um skrá- setningu flugvéla og skirteini flug- manna, sem oft verður að endur- nýja að undangenginni nákvæmri læknisskoðun viðkomandi. Einnig höfum við með höndum rekstur skóla ]>ar sem kennd eru bókleg fræði fyrir flugnema og fleira, sem of langt yrði upp að telja. ■— — Lítið þér ekki svo á, að hlut- verk íslands i flugsamgöngunum sé mikilsvert? ■—- — Jú. íslendingar ættu vafalaust að geta fengið líka aðstöðu i loft- samgöngum og Norðmenn hafa liaft í siglingum. — Við liöfuni ágætum flugmönnum á að skipa og einmitt núna eiga sér miklir flutningar stað milli Evrópu og Ameríku og leitað hefir verið til íslensku flugfélaganna um leiguflug víða að. Jafnvel Ástr- aliumenn, sem vilja fá nýbyggja til landa sinna, vilja ólmir fá íslenskar flugvélar til að annast þessa flutn- inga fyrir sig? — Áður en samtalinu lýkur berst talið að uppruna Sigurðar og æsku- stöðvum. Hann er Eyrbekkingur, fæddur 18. febr. 1910, svo að hann var aðeins 18 ára, er hann fór utan. Árið 1913 fluttist liann til Reykja- víkur með foreldrum sínum, Karenu Frimannsdóttur og Jóni Sigurðssyni. Sigurður missti föður sinn ungur og vann fyrir sér við ýms störf. Meðal annars var hann sendisveinn í ís- landsbanka um 5 ára skeið. Einnig stundaði hann verslunarstörf. Hér verður látið staðar numið rúmsins og tímans vegna, þótt langa grein mætti rita eftir frásögn Sig- urðar, því að hann kann frá mörgu að segja. Vertu nú rólegur. OfurlítiÓ lengri tíma en allt sem ég þarf. Eins og nú standa sakir verður hann feginn að losna við mig. Og hann skal fá að borga með mér. Snuðrarinn segir að hon- um þyki vænt um Evu, eftir að ég sagði lionum að liann talaði um hana í svefni. Nei, góði, mín aðferð er best. Hann kom fram úr felustaðn- um tók heyrnartólið úr hend- inni á henni. Hún æpti. Hann sagði þurrlega í simann: -— Ad- am, ég lield við gerum út um þetta með þeim skilmálum, sem ég set! Hún reyndi að ná af honum símanum en liann hringdi af. — Það var gott að ég hafði áhyggjur út af hjúskapum okk- ar í gærkvöldi, sagði hann, — og missti af lieillar nætur svefni. Þér að segja, gullið mitt, kom mér ekki dúr á auga í alla nótt.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.