Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1948, Side 2

Fálkinn - 26.11.1948, Side 2
2 FÁLKINN TVÆR NÝJAR FÉLAGSBÆKUR FRÁ MALI OG MENNINGU MARTiN ANDERSEN NEXÖ! ENDURMINNINGAR I. Bindi: TÖTRIÐ LITLA. Björn Fransson islenskaði. MARTIN ANDERSEN NEXÖ er einn af víðlesnustu rit- höfundum Dana og vafalaust sá núlifandi danskur rit- höfundur, sem víðkunnastur er utan Danmerkur. Með óbilandi kjarki og baráttuþrótti hefir hann ávallt varið málstað þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, öll rit hans hafa verið sannar og hlífðarlausar lýsinar á kjör- um þeirra og lífsbaráttu. Endurminningar Nexö bera öll bestu einkenni rita hans, enda hafa þær orðið með af- brigðum vinsælar. Fyrsta bindið lýsir bernsku höfundarins í fátækra- hverfum Kaupmannahafnar, þangað til fjölskylda hans er send til Borgundarhólms, á kostnað bæjarfélagsins. Bókin er hvort tveggja í senn, lifandi þjóðlífslýsing og lykill að skáldskap þessa mikla rithöfundar. RICHARD WRIGHT: SVERTINGJ ADRENGUR Gísli Ölafsson íslenskaði. RICHARD WRIGHT er svertingi, fæddur og uppalinn í Suðurríkjum Bandaríkjanna. í þessari bók lýsir hann uppvexti sínum til tvítugs aldurs, þangað til honum tókst loksins að sleppa burt úr Suðurríkjunum í leit að tæki- færi til þess að lifa mannsæmandi lífi. En bókin er meira en venjuleg sjálfsævisaga, hún er einhver beiskasta og markvissasta lýsing, sem skrifuð hefir verið á negra- vandamáli Bandaríkjanna, hatrömm ádeila á kynþátta- kúgun og þann hugsunarhátt sem hún er sprottin úr. Bókin hefir þegar verið þýdd á fjölda tungumála, og hvarvetna hafa ritdómar verið á einu máli um að eng- inn rithöfundur hafi lýst betur sálarlífi kúgaðs kynþátt- ar, örvæntingu hans og hatri, varnarleysi hans og von- leysi. MÁL OG MENNING - LAUGAVEG 19 Kr. 100—150,00. Munið eftir nafninu PRESTO HUSIÆÐUR Hér eru tækin, sem koma sér vel i vinnukonuvandræðunum: Pre§to Langsamlega vinsælustu hraðsuðupottarnir í Bretlandi og Bandaríkjunum: Sjóða matinn á EINUM FJÓRÐA þess tíma, sem ella fer til suðu Varðveita bætiefni fæðunnar. Koma í veg fyrir að veruleg næringarefni glatist í soðinu. Spara rafmagn, hindra spennufall. Sorpbrennsluofninn Calcinator eyðir með rafmagnsstraum á sjálfvirkan hátt öllum matarleyfum og brennanlegum úrgangi. Eykur þrifnað innanhúss og utan. Sparar húsmóðurinni ótal spor. Fyrirferðalítill. Kemst auðveldlega fyrir í eldhúsi. Sönn eldhúsprýði. Engin eldhætta. Lyktarlaus og hljóðlaus sorpeyðing. Ofangreind úrvalstæki, sem ættu að komast inn á hvert heimili, útvegum vér gegn leyfum frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Einkaumboðsmenn: Kr. 1200 -1500,00. GÍSLI HALLDÓRSSON VERKFRÆÐINGAR & VJ ELASALAR H

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.