Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1948, Qupperneq 3

Fálkinn - 26.11.1948, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 Listsýning Félags íslenskra myndlistarmanna Félag íslenskra niyndlistarmanna liefir opna listsýningu i Listamanna- skálanum um þessar mundir, og fjöldi manns sækir liana daglega, því að hún er fjölbreytt, og margt fagurra málverka er þar aö sjá. Alls sýna 25 iistmálarar 64 mál- verk og 2 teikningar, en auk þess sýna 5 myndhöggvarar 9 höggmynd- ir. Sýnendur eru þessir: Ásgrímur Jónsson, Barhara Árnason, Greta Björnsson, Gunnlaugur Ó. Scheving, Helga V. Thors, Jóhann Briem, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Jón Þor- leifsson, Karen Agnete Þórarinsson, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Guð- steinsson, Kristín Jónsdóttir, Krist- ján Davíðsson, Magnús Árnason, Ólafur Túbals, Pétur Friðrik Sig- urðsson, Ríkharður Jóli. Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Sveinn Þórar- insson, Sverrir Haraldsson, Valtýr Pétursson, Vigdís Kristjánsdóttir, Þorvaldur Skúlason, Gestur Þor- grímsson (höggmyndir), Erla G. ís- leifsdóttir (höggmyndir), Ríkharð- ur Jónsson (höggmyndir), Sigurjón Ólafsson (höggmyndir), Tove Ólafs- son (höggmyndir). Nokkur listaverkanna eru til sölu, en flest eru þó í einkaeign. DÝRAR NÓTUR. Á uppboði, sem fyrir skömmu var haldið í London var boðið upp eig- inhandarhandrit Beethovens að kla- versónötu hans i G-dúr, óp. 9 — 17 blöð alls, og var handritið slegið fyrir 26.000 krónur. Handritið er frá 1810. Tvö bréf frá Beethoven, skrifuð 1823 voru seld fyrir 5500 og 5600 krónur, en bréf frá Schu- bert komst ekki í eins hátt verð. Eiginhandarrit að tveimur sönglög- um eftir Shubert komst i 6500 krón- ur. Það var skrifað 1816. Ný framhaldssaga 1 þessu blaði hefst ný fram- haldssaga, sem heitir „I'Jt í opinn dauðann“. Hún er eft- ir Dennis Whitley. — Saga þessi er óvenju spennandi njósnarasaga frá síðustu heimsstyrjötd. Hefir hún vak ’ð geysimikla athygli um allan heim og hefir höfundi hennar verið líkt við hinn heimsfræga skáldsagnahöf- und Charles Garvice. Fylgist með þessari sögu frá byrj- un. Konunglegur erfingi í vændum. Það var mikið um dýrðir í Englandi, þegar Elizabeth prins- essa fæddi sveinbarn um miðjan nóvember. Hátíðahötd voru um gjörvallt land og víða var starfsfólki gefið frí frá vinnu. — Dagana áður en Elizabeth ól barnið höfðu Lundúnabúar stillt sér upp i raðir fyrir framan Buckingham Palace í von um, að einhver úr konungsfjölskyldunni mundi sýna sig í glugganum og tilkynna hin gleðilegu tíðindi. Myndin hér að ofan er tekin við hliðin að Buckingham Palace, þar sem fólk- ið bíður fregnarinnar þolinmótt. Hringjararnir í kirkjunum höfðu líka nóg að gera þessa dagana. Þeir þurftu að æfa sig undir hátíðahringinguna, sem skyldi tilkynna, að Elizabeth væri orðin léttari. Á myndinni til hægri sést hinn 67 ára gamli hringjari í St. Pauls-kirkju ræða um hina væntanlegu hring- ingu við samstarfsmenn sína. Allir sem vettlingi gátu valdið í Karachi, höfuðborg Pakistans, tóku þátt í bálför Ghulams Hussein Hidaytallah, landstjóra Sindfylkisins, sem var einn cif höfðingjum Pakistans. — Á þessari mynd frá bálförinni sjást (sitjandi frá v.) forsætisráðherrann í Pakistan Liaquat Ali Khan og landstjórinn Khaways Nazimmjuddin. Standandi á milli þeira er f jármálaráðherr- ann Ghulain Mahd.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.