Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1948, Side 13

Fálkinn - 26.11.1948, Side 13
FÁLKINN 13 Þetta vav kannske í fyrsta sinn sem Gre- gory Sallust stamaði, og honum fannst hann vera sjúkur af blygðun er hann svaraði: -— Eg hefi ekki hugmynd um það. Eg vona að mér vei’ði eitthvað til, en í augnablikinu er svo að sjá, sem enginn geti notað mig. Ann sperrti upp augun. — Það getur ekki verið mögulegt? Þér sem voruð í fyrri styrj- öldihni — var ekki svo? Þér eruð mjög fjölfróður maður. Hafið ferðast um allt og upplifað allskonar ævintýri. Það vei'ður á- x-eiðanlega þörf fyrir yður einhversstaðar. Gregorv hristi höfuðið og brosti kaldr- analega. — Góða, Ann, þetta er ein refs- ingin, sem við fáum fyrir að vera í lýð- ræðislandi. Nú er það lierinn, sem ræður öllum liðsforingjaráðhingunuin. Þeir einu, sem undanteknir eru þessu, eru þeir yngstu, sem stax-fa i varaliðinu. Og það er enginn til að ýta mér áfram. Nú eru yfir tuttugu ár síðan ég var í hernum. Eg þekki ekkert til þessara nýju vojina, æfinga eða her- hragða, svo að ég er ekki hlutgengur. Það eina sem ég get tekið að mér er að vera grár engill. — Grár engill ? Já það er gamalmennaliersveit, sem stofnuð var í síðustu styrjöld samkvæmt áskorun kerlinganna, sem liöfðu einsett sér að sjá um, að liermenn sem fengju heimfárarleyfi um stundarsakir gætu ekki skemmt sér. Gráu englarnir stóðu á brautarstéttinni þegar leyfishermennirnir komu, og fylgdu þeirn um borgina á næstu stöð og sendu Jiá hvern heini til sín, svo að þeir skyldu ekki lenda i sollinum í borginni. Það gat nefnilega hugsast að einlivern dátanna langaði til að eyða svo- litlu af aurunum sínum kvöldstund á „Em- pire“ eða bjóða lítilli laglegri stúlku eins og vður með sér út að skemmta sér. Kuldahláturinn í honum þagnaði þegar Rudd kom inn. ;— Það er sími til yðar, sir. Það er sir Pellinore Gwaine-Cust. — Hvert í sjóðandi! Gregory Jiaut eins og örskot út úr dyrunum. — Borða hádegisverð lijá yður? Með mestu ánægju. Fyrst svolítið samtal — já, ég skal vera kominn eftir tuttugu mínútur. Hann tók hattinn sinn og tók fjögur þreji í hverju skrefi niður stigann. Þegar hann kom út á götuna stöðvaði hann leigu- bíl og bað vagnstjórann að aka til Carlton House Terracé 94. Gregory sat hugsandi meðan hann ók um nær mannlausar göturnar í septem- bersólinni. Hvað vildi gamli Gwaine-Cusl honum? Skyldi það vera starf. Yar það? Já, Jiað hlaut að vera! Gregory hafði rekið mjög erfið erindi fyrir sir Pellinore. Þessi gámli gæða-naggur lilaut að hafa munað lietta og fundið snmgu á slríðsvélinni. Bíllinn stansaði. Gregory borgaði öku- manninum og fingurnir höf'ðu varla snerl bjölluna fyrr en þjónn í einkennisbúningi hafði ojinað dyrnar að innanbæjarbústað sir Pellinores. Þjónninn brosti alúðlega, sagði að sir Pellinore ætti von á Iionum og biði hans í hinum iburðarmikla bóka- sal á efri hæðinni. Sir Pellinore kom á móti honum og með- an Jieir tókust i hendur rétti hann úr sér i fulla lengd. Hinn aldurhnigni sir var sex fet og 4 þumlungar á sokkaleistunum og honum var hægðarleikur að fleygja mönn- um, sem voru helmingi yngri en hann, nið- ur stiga. Augun voru hvöss og blá og í fullu samræmi við hermannsýfirskeggið. En skarpi heilinn hak við breiða ennið var vanalega falinn bak við eðlilegt fas og alúðlega framkomu. — Tyllið þér yður, drengur minn, muldr- aði hann og benti á Jiægilegan stól bak við skrifborðið sitt. Svo lilammaði hann sér á sinn eigin stól. — Mér datt í liug að Jiað væri hest að hringja til yðar og heyra hvort þér ættuð annríkt, sagði hann liægt. Gregory liristi höfuðið og glotti. — Eg vildi óska að svo væri, en nú Jiarf enginn á mér að halda. — Mér datt Jiað líka i hug, sagði sir Pellinore og brosti. Fertugur, og orðinn of gamall -— er Jiað svo? — Eg er ekki orðinn ferlugur enn. — Hejijmismaður! Þér getið þá duflað við stúlkurnar í mörg árin enn. Eg vildi óska að ég væri svona ungur. En Jiað kem- ur víst ekki málinu við. Eg Jiarf víst ekki að spyrja yður hvort þér séuð fús til að slást i hóp með okkur? — Nei, það er öðru nær! Eg er fús til að fara í Þjóðverjann aftur, Jió ekki sé til annars en að kljást við hann. Eg sé rautt þegar ég liugsa til þessara nasista. Eg brenn af hatri Jiegar ég hugsa til Jieirra. Eg vil taka að mér að gera livað sem verkast vill til þess að skaða þá. — Hvað sem verkast vill? Já, og það af mestu ánægju. Sir Pellinore kinkaði kolli. Nú brosti hann ekki og augun voru grafalvarleg þegar liann sagði: — Eg þakka yður vel, Gregory, og ég veit að Jiéi viljið gera þetta. Þessvegna bað ég yður að koma. Eg Jiarf á manni að halda sem er hraustur, greind- ur úrræðagóður, svífist einskis, manni, sem ég get treyst út í æsar og skilyrðis- laust, Jiví að liann verður að bera ábyrgð á sínu eigin lífi, og ekki aðeins Jiað heldur og á annarra lífi. Einstæðingsúlfi, sem ekki á neina ættingja til að syrgja sig, ef hann kynni að deyja ókunnur og ærulaus í hinum hættulega glæfraleik — en á lolc- um Jiess leiks getur Jiað oltið að við fáum fljótlega frið, sem bjargi milljónum manna frá hinni viðurstyggilegustu eymd. — Eg skal snúa mér beint að málinu. Eg Jiarf á manni að lialda, sem er nægi- lega duglegur til að laka að sér mikils- verðasla leyniþjónustuerindið, sem nokk- urn tíma liefir verið falið nokkrum ein- stökum manni — og ég lield að Jiér séuð rétti maðurinn til að leggja yður í Jiá hættu að geta ált von á að standa á Jiýsk- um aftökupalli, eða það sem verra er? II. Kap. Sporin þrenn. Það var ferleg ráðagerð, sem sir Pelli- nore Gwaine-Cust bar fram. Ef einhver annar liefði komið fram með svijiaðar til- lögur, niundi Gregory liafa skilið þær sem sjiaug, en liann Jiekkti hinn aldur- hnigna aðalsmann svo vel að hann vissi að lionum var alvara. Sir Pellinore bjó við lífskjör, sem sér- staklega eru fyrir England og Englend- inga. Hann var fæddur 1870, hafði erft laglegan búgarð við landamæri Wales, er hafði verið óðal ættarinnar síðan á Rósa- stríðs-árunum, og hafði tekið við jörðinni á síðasta áratugi aldarinnar, en þá var hann undirliðsforingi í riddaraliðssveit. Hann hafði vit á hestum og fallegu kven- fólki og var talinn liafa vit á góðum vínum, en enginn bar Jiað á hann að liann væri sérstakur greindarmaður. Vegna Jiess að hann átti hauk í horni við liirðina og af því að Jirír frændur lians voru hertogar, hafði liann jafnan þúað ýmsa meiri hátt- ar menn. En allur fjöldinn Jiekkti hann ógjörla. Hann hafði skotið allt, sem liægt var að skjóta — Jiar á meðal menn — og liafði unnið sér stundarfrægð i Búastrið- inu og fékk þá Victoriukrossinn. En liann hafði aldrei verið sólginn í ojiinbert um- tal og Jiað fennti brátt yfir frægðina. Á fyrstu ríkisstjórnarárum Edwards VII. hafði sir Pellinore lent í fjárhagsörð- ugleikum og neyðst til að hverfa frá liðs- foringjastörfum til þess að geta sinnt óð- ali sínu. Það var aðeins vegna mannvirð- inga hans, sem ýmsir kaujisýslumenn í London buðu honum að ganga í stjórn fyrirtækja sinna. En Jieir urðu forviða er þeir sáu live stundvíslega hann kom á stjórnarfundina og hve liugað lionum var um að kynna sér málefni fyrirtækjanna út í æsar. Þeir komust líka brátt að raun um, að þegar Jiurfti að þinga um kaupsýslumál við slóttuga Austurlandabúa, var gott að fela sir Pellinore þetta starf. Að vísu var hann ekkert gáfnaljós, en hann hafði sér- stakt lag á að leggja málin fyrir Jiess kon- ar menn. Hann var svo sauðfrómur að Jieir vissu aldrei hvað gerst hafði fyrr en Jieir voru komnir heim til sín aftur. Sir Pellinore liafði tekið við kosningu í stjórn ýmissa fyrirtækja. En stjórnarformennsku liafði hann jafnan neitað að taka við. Honum liafði verið boðin lávarðstign fyrir afrek hans í fyrri styrjöldinni, en hafði hafnað þvi boði. Hann rÖlcstuddi neitun sína með Jiví, að húsbóndinn á Gwaine Meads hefði lieitið Gwaine-Cust i svo margar aldir, að ef hann fengi nýtt lávarðsnafn mundi fólk balda að hann Iiefði selt óðalið' einhverjum óviðkomandi manni. Hann sýndi meðstjórnendum sínum sömu vinnandi einlægnina og Austurlanda- mönnunum. Þegar liann hafði komið ein- hverju erindi fram þá Iiafði liann til dæm- is til að segja: — Jæja, góðir hálsar, þið getið borgað mér nákvæmlega það sem þið álítið að verkið sé vert — eigum við ekki að segja lielming upphæðarinnar, sem ég sjiaraði fyrirtækinu? Mér finnst ]iað sanngjarnt. Það er engin féfletting. Auðvitað megum við ekki stela frá lilut- liöfunum ? Nú var hann orðinn forríkur. í höfðingjasétur hans á Carton House Terrace komu aðmírálar, hershöfðingjar, sendiherrar og ráðherrar, til Jiess að Iiafa tal af lionum Jiegar um sérstölc vandamál var að ræða. Þeir komu vitanlega ekki lil að biðja um ráð, Jiví að allir vissu að sir Pellinore steig ekki i vitið, en hann var

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.