Fálkinn - 26.11.1948, Side 14
14
FÁLKINN
VITIÐ ÞER . . . . ?
að fyrir seðilinn, sem hérna
sést, var hægt að kaupa hús í
Kína 1944.
Þetta er nefnilega kínverskur
10.000 dollara seðill, en nú eru
peningarnir svo verðfallnir, að
maður má þakka fyrir ef mað-
ur fær einn eMspýtustokk fyrir
seðilinn.
hvernig ameríska húsmóðirin
gerir innkaupin í stórverslun-
unum?
Um leið og hún kemur inn
er henni afhentur ofurlítill vagn
með stórri körfu á, og ekur hún
honum á undan sér meðfram
hillunum og tekur vörurnar
sjálf, því að allt er afvegið og
innpakkað. Við útgöngudyrnar
er það talið saman, sem hún
hefir keypt.
að gíraffinn berst við hættuleg
rándýr?
Flestir telja gíraffann ákaflega
meinlaust og friðsamt dýr og
það er hann líka. En ef hann er
áreittur getur hann varist, jafn-
vel Ijónum, með því að slá þau
með afturlöppunum.
Nftt - Xtftt
Grænmeti
Hraðfryst.
Hvítkál
Blómkál
Gúrkur
í pökkum, fæst í flestum kjötverslunum.
$ölufélag: grarðyrkjumanna
Einholt 8, símar 5836 og 5837.
Glæsileg bók
Hún heitir „Reykjavík fyrr og nú“,
og er gefin út af ísafoldarprent-
smiðju.
Árið 1937 gaf ísafoldarprentsmiðja
út Reykjavík i myndum. Uppistaðan
í þeirri bók var myndasafn Jóns
heitins Helgasonar biskups. En sú
bók seldist á skömmum tíma og er
nú í fárra manna eigu.
Þessi bók sýnir samfellda sögu
Reykjavíkur í myndum. Við sjáum
hvernig byggðin vex smátt og smátt
— hvernig bærinn breytist úr örlitlu
þorpi i fallega nýtísku borg. Við
sjáum lifnaðarhætti Reykvikinga fyrr
og nú. Áður bar mest á kálgörðum
og fiskreitum, hestum og hestvögn-
um, Franskmönnum og fiskimönn-
um. Nú hefir gróðurinn yfirhönd-
ina, iðnaður, verslun og skólarnir
setja nú svip sinn á bæinn.
Það er gama að bera saman fjör-
una fyrrum og nú. Á gömlu mynd-
unum má sjá, hvernig þanghaugarn-
ir hlaðast upp fyrir framan pakk-
liúsin og verslunarhúsin, sem byggð
voru niður við sjó. Bryggjurnar eru
eins og langir fingur, sem teygja sig
út frá ströndinni — en i fjörunni eru
hestar á beit. Skútur og bátar liggja
þar til lireingerninga og viðgerða,
en seglskipin eru eins og breiða út
undir eyjar. Gömlu mennirnir gera
þar að grásleppunni og inn lijá
Sjávarborg' og á Kirkjusandi eru
stórar breiður af sólþurrkuðum salt-
fiski, sem í þá daga var að mestu
sendur suður til Spánar. Maður
saknar þó strákanna, sem alltaf
voru í þönglastríði og að róta i
fjörunni, i von um að finna þar
skildinga eftir Sæfinn gamla á sex-
tán skóm.
Nú eru bryggjurnar horfnar.
Hafnargarðarnir tengja saman land
og eyjar við uppfyllinguna liggja
stór hafskip, og veiðiskipin ösla
vélknúin út og inn um hafnaropið.
Götulifið er iíka breytt. Það er ekki
ófróðlegt að bera saman Lækjartorg
Staríið er margt -
en vellíðan afkost
og vinnuþol er háð
þvi að fatnaðurinn
sé hagkvæmur og
♦raustur
VÖK
VDRINttJffADAClEtRtl) ÖSB.AN1DS REYKIAVlK
tiUta aMsiato 04 luJlkummMto v*rk«miOio imnai ^iotncu a Utandt
EIN ROTTA Á DAG.
Lögreglan í Kumming hefir til-
kynnt að hver fjölskylda í borginni
verði að afhenda lögreglunni eina
rottu á dag framvegis, en ella greiða
5000 kínverska dollara (um 15
aura) í sekt. Það er nefnilega talið
að rotturnar breiði út kýlapest þá,
sem nú gengur i Kumming. Lög-
regla greiðir 2000 dollara fyrir
hverja rottu, sem afhent er umfram
þessa skyldu.
fyrrum og nú. Á gömlu myndunum
eru þar ferðamenn, sem hafa slegið
niður tjöldum sínum til gistingar •—
og þótti engum mikið. Á nýjustu
myndunum er dansað á Lækjartorgi,
þúsundir prúðbúinna æskumanna
safnast þar saman og njóta lífsins.
Á einni af gömlu myndunum eru
konur að koma úr Þvottalaugunum.
Þær draga jjvottinn á gamalli kerru.
Klæðnaður þeirra er lika annar en
nú. Það væri kailaður þurinur þrett-
ándi í dag, sem þá var daglegt brauð.
I bókinni eru Hka myndir af æsku
Reykjavíkur og elli. Falleg glaðleg
börn og æskumenn við iþróttir, leik
og störf, og gamla fólkið situr i
hlýlegu horni og nýtur kyrrðarinnar.
Nokkrar myndir eru úr atvinnu-
lífi bæjarmanna. Þær sýna að við
stöndum að ýmsu leyti fyllilega jafn-
fætis öðrum þjóðum, og að iðnað-
ur á flestum sviðum er hér í mjög
örum vexti.
Á saurblöðum bókarinnar eru stór-
merkar myndir — fjögur blöð úr
sögu þjóðarinnar — auglýsingar,
sem festar voru upp hér i Reykja-
vík fyrir og eftir valdatöku Jör-
undar hundadagakonungs og tvær,
sem hann lét sjátfur festa upp, með-
an hann réð liér rikjum.
Þessi bók, „Reykjavík fyrr og nú“,
segir betdr sögu Reykjavíkur en
iiægt væri að gera í mörgum þykk-
um bindum — og kemur öllum að
gagni. Vilþjálmur Þ. Gíslason skóla-
stjóri ritar formála bókarinnar, en
Páli Jónsson vaidi myndirnar. Bókin
,er gerð i samvinnu við Reýkjavíkur-
félagið.
Þetta verður jólabókin mín.
Gamall fíeykvíkingur.
^ Óskadrykkur
þjóðarinnar ^