Fálkinn - 26.11.1948, Page 15
FÁLKINN
15
REYKJAVÍK FYRR OG
Þetta er jólabók Reykvíkinga!
Biskup segir þar meðal annars í formálanum: „Mörgum
bæjum, bæði stórum og smáum, er það sameiginlegt, að
elsta saga þeirra er myrkri hjúpuð, svo að miklum erfiðleik-
um er bundið, ef ekki ómögulegt, að gera sér þess fulla
grein, hvernig þeir eru í upphafi orðnir til.“ Biskup hafði
mikinn hug á að varðveita sögu Reykjavíkur. Honum hefir
með mikilli eljusemi tekist að safna og gera myndir af
Reykjavík, svo að segja frá fyrstu byggð. Megin tilgangur
bókarinnar var sá, að sýna með myndum þróunarferilinn
frá öndverðu til vorra daga.
Þessi nýja bók, Reylcjavík fyrr og nú er framhald hinnar
fyrri. Fyrsti kafli bókarinnar, fyrsta byggð bæjarins, eru
myndir úr eldri bókinni, síðan koma gamlar ljósmyndir og
teikningar frá Reykjavík, og loks Reykjavík í dag. En fram-
an og aftan við bókina eru myndir af auglýsingunum, sem
Jörundur hundadagakonungur birti hér, þann tíma sem
hann sat að völdum. Auglýsingarnar, sem myndirnar eru
gerðar eftir eru í bókasafni Gunnars Hall kaupmanns.
Formála skrifar Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri, en
Páll Jónsson auglýsingastjóri valdi myndirnar.
Otgáfan er gerð í samvinnu við Reykvíkingafélagið.
/"
NU
Saga Reykjavíkur
í myndum írá íyrstu
byggð til vorra daga.
Arið 1937 gaf Isafoldarprentsmiðja
út bók eftir dr. Jón Helgason biskup,
sem hét: „Reykjavik 1786-1936, þætt-
ir og myndir úr sögu bæjarins“. Bókin
var gefin út af tilefni 150 ára afmælis
Reykjavíkur.
Isafoldar