Fálkinn


Fálkinn - 21.01.1949, Side 5

Fálkinn - 21.01.1949, Side 5
FÁLKINN 5 en staulaðist þó áfram. ÞaS livein i kúlunum kringum liann en engin hitti. Loks datt hann ofan í gröf, sem var þakin af limi og þar fundu hermenn frá uppreisnarmönnum hann og handtóku hann. Chiang Kai-Siiek haS um aS láta drepa sig þegar í staS, en aS öSrum kosti fara meS sig eins og stöSu lians liæfSi. Svo mikil ró og virSuleiki var yfir lionum aS hermennirnir drápu hann ekki, en einangruSu liann og leyfSu engum aS hafa tal af honum. Fréttin um fangelsun hans harst eins og eldur í sinu um allt landiS. FullorSnir og börn grétu og margir hermenn frömdu sjálfsmorS. Lá viS sjálft aS borgarastríS yrSi í landinu á ný, og lierir Chiang Kai-Sheks vildu halda þangaS, sem liann sat í fangelsi, og ná honum þaS- an meS valdi. En frú Chiang Kai-Sliek af- stýrSi þessu. 1 staSinn fór hún sjálf til stöSva uppreisnar- mannanna, þrátt fyrir ótal aS- varanir. Til fylgdar hafSi hún aSeins einn mann og l'ékk lion- um skammbyssu og sagSi hon- um aS ef reynt yrSi aS taka sig skyldi hann skjóta hana. Þessi eina kona bauS 100.000 uppreisnarmönnum byrginn — og sigraSi. Hún hughreysti mann sinn, fékk hann til aS borSa og las í Bibliíunni fyrir liann. — „Þó aS þúsundir falli á vinstri liliS þér og tugir þúsunda til hægri, skal ekkert granda þér,“ las hún. Hún samdi viS uppreisnar- mennina í marga daga, ekki fyrir manninn sinn lieldur fyr- ir þjóSina. Henni tókst aS af- stýra borgarastyrjöldinni. Og á jóladaginn var Chiang Kai-Shek látinn laus eftir hálfs mánaSar innisetu. Sænskri konu, Barbro AÍving, sem hefir heimsótt frú Chiang Kai-Shek, farast þannig orS um hana: „Allt er frábærlega smekldegt kringum frúna. Hún býr eins og vænta má innan girSingar- innar kringum herskólann, því aS þar er maSur hennar. Mót- tökusalurinn er meS dökkum, fallegum kínverskum húsgögn- um, skrautlegir öskubakkar úr silfri eru á víS og dreif en ein- mitt þar sem maSur þarf á þeim aS lialda, landslagsmynd- ir eru á veggjunum, glerskáp- arnir fullir af postulínsmunum, rósamáluSum, á einum skápn- um eru þung liljóSfæri, lík klukkum í lögun, sem einlivern- tíma hafa veriS notuð til að leilca fornkínversk lög. Svart- Kosningarnar í Berlín. -— Myndin er frá bæjarstjárnarbylt- ingunni í Berlín, er kommúnistar skipuðu nýjan borgarstjóra fyrir alla borgina, til þess að koma sem mestum glundroða á fyrir kosningarnar. Til vinstri sést „nýkjörni borgarstjórinn“, Friedrich Ebert og við hlið hans formaður kommúnistaflokks- ins eða „einingarflokksins", Ottomar Geschke. Myndin er tek- in í söngleikhúsinu í Berlín, þar sem „kosningarnar“ fóru fram. klæddi gamli þjónninn sem opnar dyrnar, kinkar kolli og lilær og býður góðan daginn, eins og hann væri ættfaðirinn á lieimilinu. Blómailm leggur upp af teinu í næfurþunnum bollum, hankalausum en meS loki. ÞaS sópar aS frúnni er hún kemur inn. Hún er í fallegustu fötunum, sem ég hefi séS í Kína. Siður, nærskorinn kjóll. Engir áberandi skartgripir, lítill far'ði á andlitinu og svart hárið i hylgju yfir hvelfdu enninu. Hún talar ensku lýtalaust og er aS- dáanlega fundvís á umræðu- efni.“ Barbro Alving segir, aS frú Chiang Kai-Shek láti tæplega eins milciS aS sér kveða nú eins og hún gerði áður. Kann það að stafa af þeim mikla and- róðri, sem maður hennar hefir orðið fyrir af hálfu kommún- ista upp á síðkastið. „Það er tvímælalaust, að mikið kveður að henni út á við. Þegar hún er á ferð innanlands er eins og drottníng sé á ferS, blöðin gera sér mikinn mat úr því, ljós- myndararnir eru á hverju strái, fína fólkið teygir sig á tá og almenningur hneigir sig. — Það er lika ástæða til að leggja áherslu á hve mikið hún starf- ar í þeim greinum félagsmála, sem hún talar um. Þegar hún skrifar nafnið sitt undir fjár- söfnunaráskorun, sem hún lief- ir samið, eða leggur sig í bleyti til að búa lil áætlun sem stuðl- ar að því að auka fræðslu kín- verskra kvenna, eða áform um skipulagða lijálp handa fátækl- ingum — þá fást bæði peningar Og árangur. En grennslist maður eftir því hve mikla þýðingu frúin hafi í stjórnmálalífinu verður ann- að uppi á teningnum. í fyrsta lagi er svo að sjá, sem þetta sé mest komið undir Chiang Kai- Shek sjálfum, en hann virðist nú minna gefinn fyrir að taka ráðleggingum annarra er áður. Og svo er annað, sem maður hlýtur að taka eftir undir eins og maður kemur til Nanking: „Sál Kína“ — þ. e. frú Chiang Kai-Shek er af mörgum talin gestkomandi persóna. Liggja ýmsar ástæður til þess. Hún er vestræn í eðli sínu, hún er ekki og liefir aldrei verið „ein af oss“. Þessa setningu lieyrir mað- ur oft í Kína. Um þátttöku kínverskra kvenna í stjórnmálum segir frú Cliiang Kai-Shek: „Eg hefi fylgst vel með starfi kínverskra kvenna undanfarin ár. Þær eru injög hraustar að mínu áliti. Þær eiga þrautseigju, sem liefir verið þýðingarmikið atriði fyrir þjóðina á hinni löngu og ströngu skálmöld, og' sem getur orðið mikils virði fyrir þróun Kína í framtíðinni. Konur eru raunsæari en karl- menn, þó að því gagnstæða sé oft haldið fram. Þær hyrja ekki með því að búa til víðtækar á- ætlanir lieldur feta þær sig á- fram stig af stigi.“ Eins og flestir áliangendur Kuomintang (flokks Chiang Kai- Sliek) neitar frúin þvi að borg- arastyrjöld sé i Ivína. „Borgara- styrjöld þýðir það, að ákveðnar heildir innan ríkisins séu í striði innbyrðis. Hér i Kína er ekki um annað að ræða en það, að lítill flokkur hefir gripið til vopna og gert uppreisn gegn löglegri stjórn landsins og meiri hluta þjóðarinnar. Þetta hefir því miður orðið til þess að stjórnin hefir ekki getað unnið að fræðslumálum þjóðarinnar eins og skyldi. Og svo liefir það þau áhrif að samgöngutækin eru eyðilögð og samgöngurnar teppast, en þær eru lífsskilyrði fyrir því að hægt sé að reka fræðslustarfið." Það hljómar einkennilega í eyrum þegar sagt er að engin borgarastyrjöld sé í Kína, þegar vitað er að stjórnin á fullt í fangi með að verjast kommún- istum og verður að grípa til herlaga og einræðis. Skrifað í nóv. 1947. S. COLA 'ÖPyXÍÓUR si IÐINN KOKKUR. Franski niatsveinninn Anthony Dupres, sem er 68 ára og átti 32 börn fyrir, eignaðist nýlega þríbura. Tókst fæðingin liið besta og Juanita móðir barnanna og þríburarnir, sem eiga að heita Marie, Josie og GJoria, eru við bestu heilsu. -—• Juanita er fjórða kona kokksins og hafa þau eignast eina dóttur áður. Fyrsta kona Dupres eignaðist livorki meira né minna en ferna tvibura, og í öðru og þriðja hjónabandinu eignaðist Dupres líka ferna tvibura. Dupres er matsveinn á Watdorf Astoria í New York. ÞEIR VORU HENGDIR. Þrir sjómenn af sama skipi fóru í land i New York. Þeir kunnu lítið í ensku. Einn var Norðmaður, ann- ar Svii og sá þriðji Dani. Norðmað- urinn gat sagt „Yes“, Sviinn „Plenty of money“ og Daninn ,,Allright“. Þegar þeir gengu upp i borgina rákust þeir á dauðan mann. Þeir námu staðar og fóru að góna á líkið en þá bar þarna að lögreglu- þjón. „Hafið þið drepið þennan mann‘?“ spurði lögregluþjónninn, vitanlega á ensku. „Yes!“ svaraði Norsarinn. „Hversvegna?“ spurði lögregluþjónninn. „Plenty of mon- ey,“ svaraði Svíinn. „Þið eruð liand- teknir,“ sagði lögregluþjónninn. „All right,“ sagði Daninn. •— Þeir voru hengdir. SYKUR GEGN GLÆPUM. Læknar við fangelsi á Nýja Sjá- landi hafa nýlega gefið út nýstárlegt álit um ástæður til glæpa og um ráð til að draga úr þeim. Eftir að hafa rannsakað allskonar glæpa- menn liafa þeir komist að því, að þá vanti sykurefni (glykose) í blóð- ið. „Þessi vöntun hefir i för með sér að menn verða uppstökkir og fremja allskonar ódæði að yfirlögðu ráði. En með auknum sykurskammti má laga þetta.“ Skyldi það vera urskammtinum að kenna að glæp- um hefir farið fjölgandi í Evrópu á styr j aldarár unum ?

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.