Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1949, Qupperneq 6

Fálkinn - 28.01.1949, Qupperneq 6
6 FÁLKINN - LITLA SAGAN - MORÐ DARLANS AÐFANGADAG 1942. Alsír býr sig undir aS lialda jól. Franskir, enskir og ameriskir dátar fylla kökubúð- irnar og vínsölustaSina. StjórnmálastarfiS sefur ekki lield- ur. Giraud liersliöfSingi er i eftir- iitsferS. Darlan hcfir ekkert aS ótt- ast af hans hálfu. AnnaS mál er um greifann af Paris, sein er kominn frá Marokko til aS láta hendur standa fram úr ermum. Darlan segir viS Bergeret liers- höfSingja: •— Eg hefi meira en nóg- ar áhyggjur út af Gaullistunum. Þeir liafa nógar upplýsingar til aS geta hafist handa. ViS tölum betur um þaS í dag, þegar ég er kominn aft- ur! Og svo fer Darlan út úr sumar- * höllinni í Mustafa Superior ásamt aSjútanti sínum. Klukkan 16 liringir síminn i aS- alstöSvum Gaullista. — Halló, ég verS strax aS fá aS tala viS Capi- tant, segir rödd. — Þér vitið vel að þér getið ekki fengið að tala við hann Darlan lief- hefir hótað að fangelsa hann, svo að hann er farinn í felur. -— Eg verð að fá að tala við hann. Það er mjög áríðandi. — Segið mér erindið þá skal ég reyna aS ná i hann. — Darlan hefir verið myrtur — Hver hefir þorað að gera þaS? — Maður um tvítugt. Hann heitir Fernand Bonnier de la Chapelle. MORGUNINN 25 des. birtu blöð- in í Alsír grein með sorgarumgerð. Það var tilkynning frá Vichy-hers- höfðingjanum Bergeret, yfiraðjútant Darlans, og sagði þar m. a. svo: „Darlan aðmírálll er fallinn á verðinum, sem fórnarlamb þeirra, er ekki gátu fyrirgefið lionum aS hann varð við ósk frönsku þjóðar- innar um að grípa til vopna gegn Þjóðverjum við hlið bandamanna.“ ÞaS var stór biti að kingja, því aS vitað var að þessir menn báðir höfðu haft samvinnu við ÞjóSverja í tvö ár. En áfram með söguna: Fernand Bonnier de la Chapelle kom i sumarhöllina meS falsað vega- bréf og bað um að fá að tala við Darlan. Hann var ekki við, svo að ungi maðurinn settist og beið. Kl. 14.15 kom Darlan ásamt aSjútanti sinum, Hourcade majór. Bonnier sá hann þaðan sem hann sat. Hann skaut tveim skotum. Darlan hneig niður. Hourcade hljóp til lians. hans. Morðinginn var handtekinn og sýndi engan mótþróa. Fernand Bonnier de la Chapelle las lög í Alsir. Hann er eldheitur Gaullisti og hafði tekið þátt í undir- búningi við innrás Ameríkumanna. Faðir hans, Eugéne Bonnier, rit- stjóri við „Depése Algérienne“ varð steini lostinn, er hann liafði jafn- að sig bað liann um áheyrn hjá Bergeret hershöfðingja. — Eg er viss um að sonur minn hefir verið verkfæri annarra. — Hann segist hafa verið einn um þetta, svaraði hershöfðinginn. — Hann segir það bara til að hlífa öðrum. Hann leynir mig aldrei neinu. Lofið mér að tala við liann og fá hann til að segja sannleikann. Hann endurtekur þessa bón, en Bergeret svarar ekki. Faðirinn skil- ur hvað þaS þýðir. •— Þér megiS ekki lífláta ungan mann, sem á lifið framundan? Ef þér viljið taka hefnd þá drepið mig. Eg býð mitt lif fyrir hans. Sama þögnin. — Hér er síðasta bæn mín. Ef sonur minn verður skotinn þá lof- ið mér að deyja við hliðina á hon- um. Hann er ekki fullveðja. Eg ber ábyrgð á gerðum lians. Eg vil láta eitt yfir báða ganga. ÞaS eina sem Eugéne Bonnier vinnst á er að Bergeret lofar, að ekkert skuli verða gert fyrr en liann hafi séð son sinn. — — — Nokkrum tímum siðar stendur Fernand fyrir dómstólnum. Hann segir við dómarana: .— Eg bið ekki um neitt og iðrast ekki neins. Eg hefi unnið á móti ÞjóS- verjum ásamt félögum minum hér og heima, og fyrirlít samverkamenn þeirra meira en þá sjálfa. Við erum stoltir of samtökum okkar. Það er óþolandi og stríðir gegn hagsmun- um Frakka, að svikari, sem hefir liflátið vini sína, státi af sér og þykist vera ættjarðarvinur. Eg hefi gert skyldu mína. Fernand Bonnier de la Capelle var dæmdur til dauða, samkvæmt skipun. Hann var líflátinn í birt- ingu að morgni annars jóladags. Faðir lians fékk ekki að sjá hann og var ekki látinn vita um aftökuna fyrr en eftir á. Eftir að hafa svikið þjóð sína sveik Bergeret loforð sitt við föðurinn. Það hafði lengi verið grunnt á því góða milli prestsins og meðhjálpar- ans i Hagasókn. F.inn sunnudag eftir messu urðu þeir samferða úr kirkj- unni, og þá spyr meðhjálparinn: — Breytið þér nú í öllu eftir boð- um ritningarinnar, prestur? -— Það geri ég, svaraði presturinn með virðuleik. Ef ég slæ yður á aðra kinnina ætlið þér þá að snúa hinni að? Um leið og presturinn játaði þessu dundi á honum löðrungur, og þegar presturinn í samræmi við ritninguna sneri hinni kinninni að, fékk hann nýjan löðrung. En nú fór prestur- inn úr jakkanum, bretti upp skyrtu- ermarnar og lagði jakkann á veg- arbrúnina. Svo sagði hann: — Einnig stendur skrifað: „Með sama mæli og þér mælið öðrum, skall ySur lika mælt verða.“ Og svo þreif hann til meðhjálparans og lúbarði bann og kleip og klóraði. í sama bili bar stórbónda að í vagni sínum. Hann skipaði öku- manninum að atbuga livað væri að gerast þarna úti í móanum. Ekillínn kom aftur og sagði: — Þeir eru að útskýra ritninguna hver fyrir öðrum, presturinn og meðhjálparinn! VITIÐ ÞÉR . . . . ? að til eru svo litlar reiðhjóladæl- ur, að hægt er að hafa þær í vestisvasanum? Á myndinni sést svona dæla á hjóiinu. í hana er sett hulstur með samþjöppuðu lofti, sem fyllir slönguna á hjólinu á svipstundu. að nýlega fundust í Frakklandi fótspor eftir fólk, sem lifði íjt- ir 15.000 árum. Þessi spor fundust í Aldéne- hellinum í sunnanverðu Frakk- landi. Hér á myndinni sést það sporið, sem skýrast var í leirn- um í hellisgólfinu, og reiknast vísindamönnum til að það sé eftir mann, sem hafðist við í hellinum kringum 13.000 árum f. Kr. Það er talið að þessi mað- ur hafi verið 160 uentimetra hár. — Hvaða dýr er þetta sem ég skaut? spurði veiðimaðurinn fylgd- armann sinn. — Eg var að gá að því. Hann segist lieita Smith. Ljósmóðirin kemur brosandi inn til prófessorsins: ■— Það er kom- inn lítill drengur. lierra prófessor! Prófessorinn lítur upp úr bók- inni: -— SpyrjiS þér liann hvað liann vilji mér. — Þér megið ekki hafa með yður hund hér inn i bió! — Hvaða vitleysa. Hundurinn get- ur ekki liaft illt af að sjá myndina úr því að hún er ekki bönnuð fyrir börn. að reykháfarnir á mótorskipun- um eru notaðir til margs annars en taka við útblástursloftinu frá mótorunum? Fyrir úthlástursloftið þarf ekki nema mjóa pípu, en fallegra þykir að hafa stóran reykháf, þó ekki sé nein þörf fyrir hann. En í reykháfnum eru herbergi fyrir skipshöfnina og geymslu- herbergi og oft er radar-tækið og loftnetið fyrir miðunarstöð- ina efst í reykháfnum, eins og myndin sýnir. að „langspilandi grammófón- plötur“ geta rúmað allt að 45 mínútna upptöku hver? Þetta fæst með því að gera rákirnar þéttari og mjórri en á venjulegum plötum og jafn- framt með Jnn að láta þær snú- ast meira eti helmingi hægar. — Á myndinni sést dr. Peter Goldmark, sem fyrstur gerði þessar „endingargóðu“ plötur. Á plötunni sem hann er með uhdir hendinni er jafnmikið efni og á öllum plötunum í hlaðanum, sem sést við hliðina á honum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.