Fálkinn - 28.01.1949, Side 7
FÁLKINN
7
Til hægri:
Janúar-útsala. — / Veatur-Ev-
rópulöndunum hafa verslanirn-
ar haft meiri og fj.ölbreyttari
varning að bjóða núna um jólin
en nokkru sinni fyrr frá stríðs-
tokum. Stafar það aðallega af
Marshall-hjálpinni, sem þessi
lönd eru aðnjótandi. Og það er
nú í fyrsta skipti síðan fyrir
stríð, að vöruútsala er i versl-
unum eftir nýárið. — Mynd
þessi er frá stórverslun í London.
■
Stórt skip. Stærsta farþega-
skip, sem smíðað hefir verið
eftir stríðið, er enska Atlants-
hafsskipið „Caronia“, sem er
3'r.000 lestir. Aðeins einn reyk-
háfur er á skipinu, en hann er
líka sá stærsti í heimi.— Litlu
deplarnir sem sjást á myndinni
eru mennirnir, sem eru að mála
reykháfinn.
Hornreka. — Ilann kann ekki
sem best við sig þessi, enda
ekki von, því að hann hefir í
ðgáti lent innan um hóp af
bolabítum á hundasýningunni.
Prinsessur í firðsjá. / breska
sjónvarpinu var nýlega hægt að
sjá tvær prinsessur dansa „can-
can“. Það voru þær tvær, sem
sjást hér á myndinni, Memeti
og Desta, prinsessur af Abess-
iníu. Að sögn eru þær komnar
af drottningunni af Saba.
Fyrir örkumlamenn. — Á bif-
reiðasýningu í London gefur að
líta þetta farartæki, sem er ætl-
að örkumlamönnum. Fer miklu
betur um þá hér en í venjuleg-
um sjúkravögnum.
Ástralíuför Bretakonungs var
frestað á síðustu stundu vegna
veikinda hans, eftir að allur
undirbúningur hafði verið gerð-
ur. Hér sést áhöfnin af einni
konungsflugvélinni, er hann
ætlaði að nota til ferðalagsins
um álfuna. Áhöfnin er að at-
huga leiðirnar á uppdrættinum.
Þýskar Garbo-ur. — Óvenjuleg
samkeppni fór tuýlega fram á
ameríska hernámssvæðinu í
Berlín. Stúlkurnar tóku sig nfl.
saman um að finna þá, sem
væri líkust Gretu Garbo. —
Hérna sjást þær þrjár, sem
þóttu líkastar.
Dreymir við hljóðfærið. — Arth-
ur Rubinstein, sem talinn er
með mestu píanósnillingum
heimsins sést hér við hljóðfærið
er hann hélt hljómleika í Al-
bert Hall nýlega.
Veisla í UNO. — Forseti þings
sameinuðu Jyjóðanna, Herbert
Evatt utanríkisráðherra Ástr-
alíu, sést hér vera að heilsa
Pierre de Gaulle borgarstjóra
í París, í veislu sem UNO hélt
í Chaillot-höllinni.