Fálkinn - 28.01.1949, Qupperneq 9
FÁLKINN
9
hinn notalega sljóleika meðvitundar
okkar. Fjandinn hafi það! Víst sjá-
um við þetta, en við þurfum einsk-
is með. Látið okkur í friði. Okkur
liður ágætlega hér. Er þetta kannske
viti? Helst litur út fyrir það. Og
hvað svo?
Næsta morgun sást rönd út við
sjóndeildarhringinn, hún var álíka
breið og ritblý. Það var land. Eyj-
an Barbados í litlu Antillaeyjunum.
En vatnsskammturinn okkar klukk-
an tíu þýddi samt meira fyrir okk-
ur en sá fjarlægi möguleiki, sem
við eygðum þarna.
Dagurinn dragnaðist áfram, og
ég byrjaði að horfa til lands með
vaknandi áhuga. Nú var liægt að
greina lítil hús, steingerði og tré.
Við sáum hvernig brimið brotnaði
við ströndina.
Regndemba skall yfir okkur þegar
síðasta dagssltiman var að hverfa.
Við hnipruðum okkur saman til
að verjast kulda þessarar votu næt-
ur og gleymdum liinu fyrirheitna
Jandi.
í dögun næsta morgun heyrðum
við daufan hávaða úr fjarlægð.
Hann smánálgaðist og fór hækk-
andi, og að síðustu ætlaði hann al-
veg að rífa eyru okkar. Skip kom
siglandi á fullri ferð fyrir nesið og
stefndi beint á okkur. Mér varð
óglatt af æsingu og ég lokaði aug-
unum. Slíkur liávaði sem þessi
gekk alveg fram af þeim, sem í tíu
daga höfðu ekki heyrt annað en
þytinn i storminum og skvampið
i öldunum.
Þegar ég opnaði augun aftur
heyrði ég ekkert annað en skvamp-
hljóðið frá tundurspillinum sem
seig áfram við hlið okkar og beindi
að okkur vélbyssunum sinum.
Breskur rauðbirkinn sjóliðsfor-
ingi i skinandi hvítum og i>letta-
lausum einkennisbúningi kallaði til
okkar: „Við tökum konuna fyrst
um borð.“
Eg fann enga löngun til þess að
hreyfa mig. Það var miklu auð-
veldara að sitja þar sem ég var
komin. En þeir biðu mín. Varlega
eins og ég væri úr gleri renndi ég
mér niður í austurinn og drógst
yfir að borðstokknum á bakborða
og stóð þar. Það var likast því sem
kné mín hefðu misst allt samband
við líkama minn. Og ökklarnir á
mér voru likastir þvi að vera úr
hlaupi. Þetta voru ekki mínir fæt-
ur, sem ég stóð ú. Og þarna stóð
ég og athugaði lengdina á kaðal-
stiganum upp i tundurspillinn. Það
voru sex þrep.
„Haldið þér áfram,“ sagði óþol-
inmóð rödd við eyrað á mér.
Selur licfði átt lóttara með að
klifra upp kaðalstigann en ég. Mér
var rétt hendi ofan af skipinu.
„Getið þér komist þetta?“
„Já, já, það er ekkert að mér,“
svaraði ég svo rólega sem mér var
unnt. Mér kom það ú óvart að ég
skyldi vera orðin jafn hás og nú
kom í ljós. Rödd mín var eins og
krákugarg í samanburði við hina
flauelsmjúku rödd sjóliðsforingjans.
„Einn tebolla?" spurði foringinn,
þegar við vorum loksins komin of-
an í káetuna. „Og eina sigarettu?
Verið þér eins og heima hjá yður.“
Svo fór hann burtu og ég var ein
eftir.
Alein! — Smurð i óhreinindum
sat ég á rúminu og hélt báðum
liöndum fast um rúmbríkina. Þarna
i horninu var handlaug. Eg starði
vantrúaraugum á krana, sem merkt-
ir voru KALT og HEITT. Eg gat
tæpast skilið hvað það þýddi.
Skömmu síðar komum við í höfn
og vorum flutt í land. Einhver
lcona sagði við mig: „Nú eigið þér
að fá heitan mat að borða.“
Eg reyndi að imynda mér hvernig
slíkt mundi vera, en brast hug-
kvæmni til þess. Eg gat ekkert ann-
að gert en að halda mér sem fast-
ast i handriðið á landgöngubrúnni,
sem mér virtist sveiflast ofsalega
fram og aftur. Mér var hrollkalt
og ég átti mér aðeins eina ósk:
Heitt bað.
Önnur kona rétti mér púðurdós.
Eg hló að umhugsuninni um það
livernig grímu púðrið mundi mála
á mína börkuðu liúð. Konan rétti
mér einnig varalit. Eg hristi höfuð-
ið því að varir minar voru bæði
sprungnar og bólgnar.
„Þér lítið mjög vel út,“ laug hún
af eintómum mannkærleika.
Þegar ég að lokum var komin
heim til einhverrar frú Herbert fékk
ég uppfyllingu minna allra djörfustu
drauma, er ég kom inn í baðher-
bergið og sá liinn spegilfagra hún-
að þess og græna baðkerið svo fullt
af vatni að seitlaði út yfir barminn.
Þetta var mér túkn allsnægtanna.
Frú Herbert studdi mig inn í bað-
herbergið. En vatnið var ískalt . .
Eg dró fótinn að mér með kulda-
hrolli.
Frú Herbert sveipaði baðteppi
utan uin mig og hvarf brott. Fljótar
en vonir minar stóðu til kom hún
aftur með fullan ketil af vatni og í
fylgd með henni brosandi Barba-
dos-stúlka, sein einnig' bar könnu
með rjúkandi vatni. Áður en ég
vissi af höfðu þær hellt þessu ofan
i kaldavatnsliafið í haðkerinu. Eg
þurfti ekki einu sinni að dýfa fingr-
inum ofan i vatnið til þess að vita
að það var ekki nema ilvolgt.
Tilveran i björgunarbátnum var
ekki nærri því eins flókin og þetia
hugsaði ég hjálparvana. Þegar ég
kom ofan í baðið reyndist það þó
allt öðruvísi en ég hafði búist við.
Og svo skemmtum við okkur við
það að nú var ég þó farin það að
ná mér að bað þýddi ekki allt fyrir
mig lengur.
Eg tólc mér þrjú böð hvert eftir
annað. Eg vildi einnig um fram allt
þvo hárið á mér. Eftir annað bað-
ið, sem ég tók var vatnið nærri þvi
jafn skítugt og eftir það fyrsta. Eft-
ir þriðja baðið fann ég að ég var
orðin nokkurnvegin hrein, og þá
var ég lika orðin svo máttvana, að
ég féllst á að láta staðar numið.
Þegar ég að lokum yfirgaf bað-
herbergið, sagði frú Herbert blið-
lega við mig: „Eftir öll þessi böð
hafið þér vafalaust gott af að hvíla
yður ofurlítið."
Eg var svimandi sæl, þegar hún
fylgdi mér inn í herbergi þar sem
tjöld voru dregin fyrir gluggana og
nýuppbúið rúm beið min. Þakklát
í buga skreið ég upp i rúmið og
sökk niður á milli rekkjuvoðanna.
Mér hefði fundist ég öruggari á
gólfinu, en þetta gekk allt vel, þvi að
ég liélt mér með öllum bmum fast
við hinn trausta og óbifanlega rúm-
stokk, — eins og ég og allir hinir
34 menn, sem deilt höfðu ógæfunni
með mér á hafinu síðustu tíu sól-
arhringana höfðu lært að gera.
IVlW/V/VM
Huer íann upp:
dynamitið ?
Árið 1848 hafði efnafræðingurinn
Sobrero búið til efnablönduna nitró-
glyserín, sem er gerð með því móti
að glyserín er látið drjúpa í dropa-
tali niður i blöndu af hreinni salt-
péturssýru og saltsýru, við mikinn
kulda. Þetta fljótandi sprengiefni,
sem þannig myndaðist, var afar-
hættulegt í meðförunum, því að
bæði var því hætt við að springa
og svo var það eitrað. Það varð
verk Svíans Alfred Nobels (f. 1833,
d. 1895) að gera þetta efni meðfæri-
legt og nothæft. Faðir hans, Imman-
uel Nobel, rak sprengiefnagerð i
Heleneborg nálægt Stokkhólmi, og
vann hann meðal annars að þvi á-
samt sonum sínum, að gera nitróglys
erín meðfærilegt, svo að hættulitið
yrði að nota það. En þetta var mjög
liættulegt tilraunastarf, eins og nærri
má getta. Þann 3. september 1864
sprakk sprengiefnagerð Nobels í
Heleneborg i loft upp og fórust þar
margir menn, m. a. yngri bróðir Al-
fred Nobels. Vöktu þessi tíðindi
mikla skelfingu. Gamli Nobel lá rúm
fastur þegar þetta gerðist, svo að
Alfred varð einn að lialda fyrirtæk-
inu áfram. Hann fékk hvergi grið-
Jand svo að hann varð að koma
sér upp nýrri rannsóknarstofu á
pramma út í Málaren, og varð
meira að segja að flytja hann stað
úr stað þvi að grannarnir voru svo
hræddir við jietta, þar sem næst var í
i landi. En það var of hættulegt að
nota nitroglyserín fljótandi og þess-
vegna þurfti að binda það í ein-
hverju þurru efni. En hvernig útti
að fara að því, án þess að sprengi-
máttur þess minnkaði? Þó hljóp til-
viljunin undir bagga með Nobel.
Lítil tunna með nitroglyserin hafði
orðið lek, svo að runnið hafði úr
lienni i umbúðirnar ú tunnunni.
Nobel uppgötvaði nú að umbúðirn-
ar höfðu drukkið nitroglyserínið i
sig og voru sjálfar orðnar að sprengi
efni og það var ekki vandfarið með
þær. Tókst Nobel nú að finna efni,
sem drakk í sig mikið af nitroglyser
íni hlutfalli við þyngd sina. Það
var svokallaður kísilgúr. Þegar liann
drekkur í sig sprengiefnið myndast
einskonar leir, sem hefir sama
sprengiefni og nitroglyserín. Nobel
nefndi þetta nýja sprengiefni dyna-
mit og hefir það siðan þótt jafn
ómissandi til liernaðar og til frið-
samlegra starfa. Mörg verkfræðileg
fyrirtæki hefði verið ókleyft að
framkvæma ef dynamítið hefði ekki
verið til. Þessa uppgötvun gerði
hann 1866. Níu árum síðar fann
hann „sprengigelatin", sem er sam-
band af nitroglyserini og kollodium,
og var það sterkara en hrcint nitro-
glyserín. Hér var það líka tilviljun-
in, sem hjálpaði honum. Hann hafði
fengið skrámu ú fingurinn og batt
um hann traf, sem hann hafði vætt
í kollodium. En hann fékk svo mik-
inn verk í sárið, að hann varð and-
vaka alla nóttina, og þá datt honum
í hug, að kollodium væri kannske
einmitt efnið, sem hann þyrfti á að
lialda. — Nobel setti upp sprengi-
efnagerðir viðsvegar í Evrópu og
varð ríkur maður. Eins og kunnugt
er gaf liann mestan hluta eigna sinna
til þess að stofna sjóð, til verðlauna
ágætustu vísindamönnum og skáld-
um veraldarinnar. Ein verðlaunin og
ef til vil þau frægustu eru friðar-
verðlaunin, þeim til handa er á
liðnu ári liafa starfað best að efl-
ingu friðarins i lieiminum. Það er
nefnd, sem kosin er af Stórþinginu
norska, sem veitir þau verðlaun.
Nobel, sem hafði varið ævi sinni til
þess að uppgötva eitt hættulegasta
drápstæki veraldar, var einlægur frið
arvinur. Var það skoðun hans að
verðlaun þessi gætu orðið til þess
að greiða götu friðarins i heiminum,
á þann hátt að stríðin yrðu svo ægi-
leg að enginn vildi ráðast í þau. •—
Sú skoðun reyndist þvi miður fjarri
sanni.
Skrítlnr
Hann: — Hvenær sem ég sé liatt-
inn þinn þá get ég ekki stillt mig
um að hlæja.
Hún: — Þá ætla ég að hafa hann
þar sem þú sérð hann þegar reikn-
ingurinn kemur.
— Ert þú ekki sami drengurinn,
sem kom hingað fyrir viku til að
biðja um atvinnu en ég sagðist þurfa
eldri dreng.
— Jú. En ég er orðinn eldri en þá.
Konan: — Hérna sé ég auglýsingu
um nokkuð nýtt: linappalausa skyrtu.
Hann: — Eg lield ekki að það sé
neitt nýmæli. Eg hefi gengið í
hnappalausum skyrtum í mörg ár!
Hún: — Hve marga menn skyldi
ég gera óhamingjusama þegar ég
giftist?
Hann: — Hve mörgum hefir þú
hugsað þér að giftast?
Stúlkan: ■— Hve mikið kostar leyf-
isbréf til giftingar?
Skrásetjarinn: — 21 sliilling.
Stúlkan: — En ég hefi ekki nema
12 shillinga.
Skrásetjarinn: Þá eruð þér
heppin.
Donald MacTavish og Hamish
MacDougall eru að fara í veiðiför,
og Hamish biður við bátinn þegar
Donald kemur með nestið--------stóra
körfu. Hamish rannsakar hvað í
lienni er, tólf flöskur af viskí og
eitt hrauð. „Þetta er gott, Donald,“
segir hann. „En livað seilarðu að
gera við brauðið?"
Hann var að tala um mannlegt
eðli og sagði: — Þið gptið trúað
þvi að fullkominn maður hefir aldrei
verið til og verður aldrei til.
Kunninginn svarar: — Það er
auðheyrt, að þú hefir aldrei séð fyrri
manninn konunnar minnar.
Barnið horfði lengi á afa sinn og
spurði: — Varst þú í örkinni hans
Nóa, afi, þegar flóðið kom?
— Nei, ekki var ég það, svaraði
gamli maðurinn góðlátlega.
— Hvernig stendur þá á að þú
skyldir ekki drukkna?
Ráðvandi bóndinn, sem raðaði öll
um stærstu eplunum sinum efst i
tunnuna, setti miða á lokið og skrif-
aði á: — Opnist i hinn endann!