Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1949, Page 12

Fálkinn - 28.01.1949, Page 12
12 FÁLKINN ÚT í OPINN liræða hann duglega og taka svo afleið- ingunum. Þegar hinn feitlagni Þjóðverji kom nær, sagði Gregory skýrt á ensku: — Það get- ur verið að þér komið þessari uppskeru i hús, herra Rheinhardt, en haldið þér að þér lifið svo lengi að þér fáið að drekka vinið úr berjunum? Hann beið og hélt niðri í sér andanum til að lieyra svarið. VII. kap. Fallbyssudrunur. Iíimmel! Sá digri hrökk við eins og hann hefði verið stunginn. Wer ist das? bætti hann við og gægð- ist gegnum vínlaufið, og Gregory sér sólina glainpa á gleraugunum hans. Hann not- aði sér viðbragð Þjóðverjans og hélt á- fram að tala — á ensku: — Hér er maður sem gæti komið yður í fangabúðir í dag og látið skjóta yður á morgun ef hann væri ekki vinur yðar, herra Rheinhardt. — Wer ist das? Wer ist das? Vínkaup- maðurinn ýtti í snatri vínlaufinu til hlið- ar og kom fram. Munnurinn var opinn og furðan skein út úr feitu en góðmann- legu andlitinu. — Verið óhræddur, vinur, sagði Gre- gory nú á ágætri þýsku. — Þér liafið ekk- erl að óttast. Eg liefi leitað yður uppi til þess að fá lijá yður upplýsingar um hreyfinguna, sem þér hafið áhuga á. — Hvaða lireyfirigu? Eg þekki ekki til neins slíks, stamaði Rheinhardt. Hann tók ofan með lotningu þegar hann sá einkenn- ishúning Gregorys. — Allir munu geta sagt yður að ég er góður Þjóðverji, herra hers- liöfðingi. Eg hugsa eingöngu um vínversl- unina mína og skipti mér ekkert af stjórn- málum. — Eg er vitanlega sannfærður um það, svaraði Gregory og brosti háðslega. — En við verðum nú samt að tala saman. — Eins og yður þóknast. Leyfist mér að spyrja hvern ég hefi þann heiður að tala við? Gregory smellti saman hælunum og hneigði sig. — Franz von Lettow, hershöfð- ingi í verkfræðingahernum, tautaði hann. — Hversvegna ávarpið þér mig þá á ensku? spurði vínkaupmaðurinn. — Eg notaði ensku til þess að láta yður skilja, að það eru ekki hernaðarmálefni, sem ég ætla að tala við yður um. — Það er ekki orðið vinsælt að tala ensku í Þýskalandi. — Þykir yður það miður? — í Englandi er besti markaðurinn fyr- ir vínið mitt, herra liershöfðingi. Nærri því helmingurinn af framleiðslu minni seldist DAUÐANN þar. Og ég á marga enska vini frá fornu fari. Eg er ekki verri Þjóðverji þó ég segi yður að ég þekki Englendinga betur en svo að ég trúi því að þeir séu að umkringja Þýskaland af ásettu ráði til þess að eyði- leggja þýsku þjóðina. Gregory sá að Rheinhardt var ekki eins einfaldur og liann þóttist vera. Hann var að minnsta kosti nógu kænn til þess að lýsa tilfinningum, sem voru eðlilegar manni í hans stöðu en að blaðra um enskt sam- særi til að eyðileggja Þýskaland. Hann beið um stund uns hann svaraði: — Eg þekki Englendinga vel líka, þeir eru blátt áfram og heimakærir eins og við, seinir til að reiðast en þráir og fylgnir sér þegar þeir reiðast. Eg barðist við þá í fyrri styrjöldinni. Rheinhardt kinkaði kolli, og virtist ófús á að segja riieira. En þegar Gregory þagði líka spurði hann: —Ef erindi yðar varðar birgðakaup eða húsnæði þá bið ég yður að láta mig vita hvers þér óskið, herra hershöfðingi ? — Eg fékk nafn yðar hjá sameiginleg- um vini okkar, sem ekki óskar að nafn síns sé getið. Eg hefi ástæðu til að ætla að álit yðar og mitt á þessu striði sé nokkúð svipað, og þýðingarmikið fyrir Þýskaland. Þessvegna þurfum við að tala einhvernsstað- ar saman i góðu næði. Svo getið þér sagt öðrum að ég hafi komið liingað til að ræða um vinkaup. Ef það væri raunverulegt er- indi mitt þá væri eðlilegt að við færum á skrifstofu yðar. Þessvegna er best að við stöndum ekki of lengi liérna. — Herra hershöfðingjanum skjátlast, sagði Rheinhardt. Eg hefi ekki myndað mér neina skoðun á stríðinu. Eg er livorki rétttrúaður eða það gagnstæða. Eg mun gera skyldu mina sem sannur Þjóðverji. tJr því að teningunum hefir verið kastað er ekki um annað að gera, þó að ég hafi gert mér von um frið í lengstu lög. Gregory sá að honum hafði mistekist að koma vínkaupmanninum í opna skjöldu og að hann var sjálfur í vanda staddur. Maðurinn vildi sýnilega ekki segja neitt nema hann fengi skilriki í hendurnar af einhverju tagi, en Gregory hafði ekki nema eitt vafasamt spil á hendinni. Úr brjóstvasa sínum tók hann nú litla öfuga gull-hakakrossinn, sem Erik von Epp hafði átt, og sýndi Rheinhardt. Eitt augnablik bærðist ekki nokkur vöðvi í andliti hans meðan hann horfði á gullið. En Gregory létti þegar liann sagði: — Tákn friðarins opnar allar dyr meðal rétttrúaðra. Gregory liélt niðri í sér andanum og eftir fögnuðinn setti nú að honum kviðn um það, að liann ætti að svara með ein- hverju ákvéðnu orði til þess að sýna heim- ildir á sér. Ef svo væri þá kæmist liann ekki lengra og það sem verra var: Rhein- hardt mundi telja hann svikara. Hann mundi halda að liann væri úr leyniliði Gestapo og vara alla vini sína við honum. Og þá yrði honum ómögulegt að reka er- indið. En Rheinhardt liélt áfram: — Ef þér viljið borða hádegisverð lijá mér getum við talað saman í næði. En þangað til er hest að við tölum um vín, svo að fólk mitt haldi að þér séuð að kaupa vín handa hernum. Það var eklci liægt að sjá á svip Gregorys hversu honum létti. Hann kinkaði bara kolli og fór á eftir Rheinhardt, sem þegar liafði snúið upp á veginn. Ungfrú Schultz og kroppinbakurinn sátu í bílnum og biðu. Rheinhardt kynnti hann sem skrifstofustjóra sinn og á leiðinni nið- ur ásinn töluðu þeir þrír um víntegundir, verðlag og uppskeruhorfur. Þegar þau óku inn í garðinn við liús Rheinhardts sagði Gregory við ungfrú Scliultz að hún skyldi fara á Hotcl Claus- fiest og fá sér að borða, og gæti beðið þar þangað til hann gerði orð eftir henni. Hún þakkaði glöð fyrir finim marka seðilinn sem liann l’ékk henni og flýtti sér af stað, en Gregory fór með húsbóndanum inn í i'búðina og Klein var sendur eftir birgða- skránni, sem þeir ætuðu að nota sér að ‘kalkaskjóli. Meðan Rheinliardt var að biðja um mat- inn sat Gregory inni í rislágri stofunni, sem var með gamaldags húsgögnum frá 18. öld. Ekki var fóður á veggjunum eða tíglar í gólfi, en gólfið var svo vel fágað samt að gljáði á það eins og spegil og allt var hreint og fallegl í stofunni. Á litlu borði lá eintak af Kölnische Zeitung, og Gregory stytti sér biðina með )>ví að lesa slríðs- fréttirnar. Þarna sögðu Þjóðverjar frá því, að Frakkar berðust á þýskri grund. Þeir gátu illa þagað yfir því, vegna þess að fólkið, sem flutt var frá Saar hlaut að segja frá því. En opinbera tilkynningin gerði lítið úr þessu, — bentu á að Frakkar liefðu að- eins ráðist inn í „no mans land“ milli Maginot- og Westvoll-línanna, land sem í rauninni gæti talist hlutlaust svæði. Það var undirstrikað að Frakkar hefðu engai líkur til að sækja lengra austur. Gregory fann að Þjóðverjar liöfðu rétt fyrir sér í þessu. í fyrri heimsstyrjöldinni liafði reynst ógerlegt að komast gegnuni þýslcu varnarlínurnar nema með óheyri- legu manntjóni. Og jafnvel þá liefði ekki annar árangur orðið af blóðhaðinu við Somme og Passchendale en nokkrar lítils- verðar stöðvar, sem engu skiptu um úrslit slríðsins. Honum taldist til að Frakkar yrðu að hafa fimmfaldan mannafla á við liina til þess að geta sótl fram og rofið Siegfriedlínuna. Hann vonaði að banda- menri reyndu ekki, þvi að sú fórn var urinin fyrir gýg. Flestar fréttirnar voru af pólsku víg- stöðvunum. En jafnframt því að lilkynn- ingin dró ekki dul á fögnuðinn yfir land- vinningunum var fólk varað við að gera sér von um að sóknin yrði jafn liörð eftir-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.