Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Skyndiferð til Álaborgar Það er víst fátt, sem eins gleð- ur hjarta Islendingsins og hin- ir tigulegu silfurgammar hans, þegar þeir fljúga yfir höfSi lians, stefna út á hafiS til fjar- lægra landa eSa þeir eru aS koma heim úr langferS. Og þetta er eSlilegt. Hinar stórfeng- legu framfarir, sem orSiS liafa í flugmálum íslensku þjóSar- innar á örskömmum tíma, liafa gjörbreytt allri aSstöSu lienn- ar, og breytingin hefir orSiS miklu meiri og örlagaríkari fyr- ir hana, en flugsamgöngur hafa orSiS fyrir nokkra aSra þjóS. ÁSur var Island einangraS nyrst í Atlantshafi. Þá tók þaS marga daga aS komast til ann- arra ianda. Nú getum viS stigiS upp í eina af hinum glæsilegu flugvélum okkar ldukkan 8 aS morgni, borSaS miSdegisverS í Skotlandi, drukkiS eftirmiSdags kaffiS 1 Kaupmannahöfn og horSaS kvöldverS i Stokkhólmi .... Einangruninni er lokiS fyrir fullt og alt. Flugfélag íslands er braut- rySjandi í því ævintýri sem er aS því leyti meira ævintýri en önnur ævintýri, aS þaS er raun- veruleiki, dásamlegur raunveru- leiki. Og Faxar Flugfélags Islands eiga hvers manns aSdáun og alla dreymir um aS mega ein- hvern tíma ferSast meS þeim til annarra landa. Eg hafði áSur flogið. Og ég hafði svo sem hugsað um það að gaman væri að skreppa til annarra landa til aS sjá vor- vísi. MeSan snjórinn var yfir öllu og élin hörSu gluggana okkar, dreymdi mig um suinar eins og aðra. En mig grunaði það ekki, laugardaginn 2. apríl, að daginn eftir fengi ég ein- mitt að sjá vorið koma í öðru landi. En sumir draumar, sem mann dreymir ekki, rætast. Já, svo skrítið er þaS. Þegar ég ætlaSi aS fara aS ganga til náSa, eins og reglu- samur borgari, laugardags- kvöIdiS 2. apríl, hringdi síininn allt í einu. Eg greip hann dálít- iS gramur yfir því aS vera ó- náSaður svona seint, en brún- in lyftist bráðlega á mér. Röddin sagði: „Viltu vera meS Gullfaxa til Danmerkur á morgun? Ef svo er, þá verSurSu aS vera tilbú- inn klukkan 9 í fyrramáliS. ViS fljúgum um 10-leytið, förum um Suður-Noreg og þaðan til flugvallarins mikla við Álaborg. Við eigum að sækja skipshöfn- ina af Lagarfossi.“ Eg hló steinhissa. En svaraði: „Já, gaman væri það. En .... en .... leyfi, gjaldeyri.“ „Gerir ekkert til. Þú ert á- höfn. Þetta er stutt ferð. VerS- um bara eina nótt í Álaborg. Komum heim á mánudag.“ Eg kastaði allri fyrirhyggju fyrir borð. Sagði bara. „Já, ég þakka fyrir. Það verður gaman ,að láta Fálkann segja frá för- inni. Og taka nokkrar myndir.“ Svo flýtti ég mer að sofna. Svo vaknaði ég eldsnemma og mætti til skips stundvislega eins og vera ber fyrir hvern æru- kæran skipverja. Þarna stóð Gullfaxi, þessi fagri og trausti silfurfugl. Og þarna kom áhöfnin meS Þorstein Jóns- son flugstjóra í fararbroddi. Veðrið var bjart og fagurt. Að visu nokkuð kalt, en tilval- ið ferðaveður — flugveður. ViS létum af jörðinni klukk- an 10.45. HækkuSum flugið smátt og smátt og fórum í 8 þúsund feta hæð yfir Reykja- nesfjallgarð. Eg horfði út yfir allt þetta livíta lín, mjalllivita breiðuna svo langt sem augað eygði. ViS flugum slcammt frá Henglinum og alls staðar virðist vera besta skíðafæri. Við stefnd- um í austurátt og innan ör- skammrar stundar flugum við fram hjá Heklu. Enn virtist mér hún ekki vera útkulnuð. Or vesturöxl hennar lagði gufu- mekki. Um leið og við snerum frá Ileklu flugum við í 9 þús- und fcta hæð. Við yfirgáfum landið við HornafjörS, kvödd- um það með hlýjum liuga og stefndum nú á Færeyjar. Loft var skýjað og við flugum fyrir ofan skýin. Einstaka sinnum sáum við sjóinn gegnum glufur. Og svo heppnir vorum við, þeg- ar við flugum yfir Færeyjar, að skýin sviptust burt svolilla stund svo að við sáum niður á tvær byggðir við blátæra voga, en ekki var ég svo fróður að ég gæti staðsett þær. Þar virtist ekki vera snjór, hvorki á fjöll- um eða láglendi. Aftur þyngdi skýjunum — og nú stefndum við á Sola-l'lugvöll við Stavanger, en sá flugvöllur kom mjög við sögu á stríðsár- unum. Aftur var heppnin með okkur. Þegar við komum að Suður-Noregi og stefndum inn yfir landið greiddist úr skýjun- um, svo að við sáum landið greinilega. MeSal annars sáum viS Stavanger mjög vel. I SuSur- Noregi virtist einnig vera snjó- létt, alls staðar var snjólétt nema heiina. ViS lentum ekki á Sola, svo að ég féklc ekki tækifæri til að sjá slóðir þær sem Erlingur Skjálgsson fór í fyrndinni, en ég liugsaSi þó til hans. Við stefndum nú út á Kattegat í 7500 feta hæð, flug- um með fram ströndum, inn fyrir Sjáland og yfir sund, að Jótlandi til Álaborgar. Og þarna lá hún, borg ákavítis og skipa- smíða. Klukkan 16.50, eftir rúm- lega 6 stunda flug, lentum við á flugvellinum. Þetta er annar stærsti flugvöllur Dana, Iíast- rupvöllurinn er stærstur. Þessi flugvöllur var að vísu til fyrir stríð, en Þjóðverjar gjörbreyttu honum og margfölduðu stærð hans. Hann virðist vera mjög fullkominn. Hér var enginn snjór. Hér var sumarveöur og bliða, allt' að grænka og fyrstu brunhnapp- arnir að koma í ljós. Maður ætlaði varfa að trúa sjálfum sér, langaði næstum til að strjúka lófa um gras og tré til að sannfæra sig um að maður væri kominn í annað land eftir þessa stuttu stund. En maður sleppti öllum barnaskap, rétti bara úr sér — íslendingur á ferðalagi með Gullfaxa. Getur nokkuð glæsilegra ævinlýri! Mér, sem einum af áhöfninni, var nú tilkynnt, að ég ætti frí þangað til daginn eftir. Við bið- um lieldur elcki boðanna en þust um út í borgina. Ókum til lienn- ar fyrst í um 20 minútur og löbhuðum svo stað úr stað, reyndum að vera sparsöm, því að ekki fór mikið fyrir gjald- eyrinum í vösunum, en við kunnum að gera mikið úr litlu og einhvern veginn tókst mér að kynnast Álahorg þetta sunnu- dagskvöld svo vel að nú á ég minniíigar hennar í huga mín- um eins skýra og minningar um aðrar erlendar borgir sem ég liefi komið til og dvalist í lengri tíma en þessar fáu stundir. Tídið ofan frú: Þorsteinn Jónsson, flugstjóri, Jóhann Gíslason, loft- skeytamaffur, Kristín Snæhólm, flugþerna, Ingibjörg Alexandersdóltir, flugþerna, Sigurður Ingólfsson vélamaður, Örn Eiriksson siglingafræð- ingur, og Skúli Petersen, aöstoðarflugmaður. — Ljósm.: Fálkinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.