Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Daginn eftir, á mánudaginn klukkan 2, kallaði formaður- inn okkur til skips. Það sá ég fljótt, að sannarlega liafði formaðurinn bætt við skipshöfnina. Þarna stóðu nú til viðbótar 20 garpar af Lagar- fossi. Heídur fannst mér, sem liáseta, fara að verða lítið úr mér við liliðina á þessum görp- um. Þetta voru allt knálegir menn. Glaðir voru þeir og kát- ir. En við og við virtist mér sem einhvers konar viðkvæmni hrygði við í svipum þeirra. Þeir liöfðu yfirgefið Lagarfoss gamla. Nú átti að fara að höggva liann sundur. Aldrei mundi hann hann framar sjá íslands strend- ui-. Og það var vist, að fleiri mundu sakna lians lieima, en þessir sjómenn. Skipstjórinn á Lagarfossi og tveir aðrir skips- menn höfðu orðið eftir „til þess að sjá um úlförína,“ sagði ein- liver næstum þvi klökkur. Við stigum nú upp í Gullfaxa og léttum klukkan 3. Þá var rok og rigning. Þó að sjómenn- irnir á Lagarfossi væru dálítið viðkvæmir til að hyrja með lctlisl fljótlega á þeim hrúnin þegar Faxi liafði snúið andlit- inu í norður til Islandsstranda. Og það var sannarlega glatt á hjalla alla leiðina heim. Og laust fyrir klukkan 10 á mánudagskvöldið lenlum við á Reykj avíku rf lugvelli. Eg get ekki tmgsað mér ör- uggari skipsljórnarmenn en á- höfnina á Gullfaxa. Þar er allt gert lit að þóknast farþegunum og ekkert skortir á, að þar séu öll hugsanleg þægindi. Mér datt í hug á leiðinni lieim tivoi-t hérna væri ekki einmitt að líta sanna mynd af gróand- anum i íslensku þjóðlifi. Gam- alt, úrelt skip oklcar er liöggv- ið upp, en skipshöfn þess flýg- ur heim í Skymasterflugvél •— tit þess að híða eftir nýju skipi af fullkomnustu gerð. Einhvern tíma bráðum flýgur Faxinn aft- ur til Danmerkur með sjó- mennina — og þar laka þeir við hinu nýja skipi sínu. Einn af görpunum segir frá. í aldarfjórðung kyndari á Lagarfossi. Einn skipverjanna vakti sér- stalca alliygli mína. Hann var í senn hnipinn á svip og gáska- fullur. Eg gekk lil hans og fór að spjalla við hann. Það kom á daginn, að mað- urinn var Guðhrandur Jakobs- son, yfirkyndari á Lagarfossi. — „Hvers vegna ertu í svona þungum þönkum, Guðhrandur minn?“ spurði ég. „Er hugur þinn allur lijá Lagarfossi enn- þá?“ „Ekki gel ég neitað því. Það er erfitt að slita samvistum eft- ir þau 25 ár, sem ég hefi verið kyndari á skipinu samfellt. Sá missir er líkastur missi góðrar konu. Áður en ég sneri baki við Lagarfossi gamla og gekk upp bryggjuna, þar sem liann lá i Frederikshavn, kvaddi ég liann vel og innilega. Eg harði 3 þéttingshögg á kinnunginn. Það var eins og þétt en hlýlegt handtalc við góðan vin.“ Og engum gat dulist af augna ráði Guðbrandar, að honum var þungur söknuður í huga, er hann mælti þessi orð. Síðan barst tal okkar að ýmsu, eink- um þó sjómannsævi Guðbrand- ar. Guðhrandur er ísfirðingur að uppruna, fæddur 3. septem- her 1889, svo að hann verður sextugur í haust. Foreldrar lians voru þau Sigurbjörg Guðbrands- dóttir og Jakoh Jónsson, póstur. „Hve gamall varstu, þegar þú hyrjaðir að stunda sjó?“ „Eg var 16 ára. Annars var móðir mín liálft í hvoru mót- fallin því að ég legði sjómennsku fyrir mig. Hún óttaðist alltaf um mig. Sjálfur liafði ég alltaf hrennandi áliuga á að læra vél- fræði. Rás viðburðanna har mig svo til Noregs, þar sem ég dvald ist um 8 ára skeið. Þar lærði ég málaraiðn og fékk sveinshréf.“ „Sigldirðu nokkuð á norsk- um skipum þessi árin?“ „Ójá, sjórinn seiddi mann fljótt til sín. Árið 1914 réðst ég á norslca skipið „Hahile“ og var á því þangað til 1917, er það var skotið niður í Norðursjón- um af þýsku herskipi, er við vorum að koma úr Englands- ferð. Við vorum í skipalest, og 12 skip voru skotin niður, livert á fætur öðru. „Habile“ varð fyr- ir árásinni 17. októher. Allir komust í lífbátinn, en okkar tai Guðbrandur Jakobsson. beið hörð útivist. I 52 klst. urð- um við að liírast þar við illan aðhúnað. Eg liafði orðið að fleygja mér í sjóinn til þess að komast í lífbátinn, og síðan sat ég undir árum rennhlautur samfleytt í þær 52 klst., sem við urðum að dúsa í hátnum. Mér þótti vænt um að fá viður- kenningarorð um þetla úthald mitt, því að sjaldan eðá aldrei hefi ég þurft að leggja eins mikið að mér og i þetta skipti. Eg hlaut nafnið „víkingurinn“ meðal skipverjanna eftir þetta. Annað er það þó, sem mér er sérstaklega minnistætt í þessu sambandi. Þegar okkur hafði verið bjargað, varð ég vottur að endurfundum tveggja Svía, sem komist liöfðu al' einu hinna 12 skipa, sem sökkt var. Þeir höfðu bjargast hvor í sinn líf- hátinn. Þegar þeir svo hittust að nýju, fengu þeir að vila, að allir skipsfélagar þeirra liefðu farist. Þeir voru tveir eftir. Svi- arnir föðmuðust og grétu svo átakanlega, að ég mun minnast þess lengi.“ „Þú hefir ekki guggnað á sjó- mennskunni eftir þessa hrakn- illga?“ Frh. á bls. 15. >\ ' ■ •- ^ Lagarfoss. Áhöfnin af Lagarfossi á flugvellinum i Álaborg. — Ljósm.: Fálkinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.