Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 12

Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN 20. ÚT í OPINN DAUÐANN andnazistaflokkar í Þýskalandi. Þeir liafa sæst á að gleyma gömlum væringum en starfa saman. Vonir yðar eru vitanlega i hópi þýsku marxistanna, en bæði Rhein- hardt og Wachmiiller eru jafnaðarmenn. En það voru þeir, sem gáfu mér nafn yðar. — í livaða tilgangi? — Til þess að við í Englandi, sem höf- um samúð með andnasistafélagsskapnum i Þýskalandi getum liist og styrkt þá eins og liægt er. ■— Archer hristi höfuðið. — Eg er hrædd- ur um að þér hafið farið húsa villt, herra Baird. Eg þekki ekkert til andnasistafé- lagsskaparins. Gregory brosti. — Eg skil vel að þér neit- ið að tala, hr. Archer. En þetta getur kann- ske sannfært yður. Af ótta við vasaþjófa hafði liann búið til eins konar vasa fyrir hakakrossinn dýrmæta neðst í silkislifsinu sínu. Iiann hneppti frá sér vestinu og sýndi djásnið. Bjóst við að Arclier mundi skipta um ham strax, en það brást honum. Arclier leit á Iiakakrossinn án þess að breyta svip. — Hvað kemur þetta málinu við? spurði hann. — Það er öfugur haka- kross, er ekki svo? -— Nei. Hann er réttur -— það er tákn frið- arins, sem opnar hinum rétttrúuðu allar dyr. Gregory þagði. Hann hafði notað orð- in, sem hann hafði lieyrt hæði Rheinhardt og Wachmuller segja, en þau fengu elck- ert á Archer. Svo hélt Gregory áfram: •— Þér vitið eins vel og ég að ýmsir hátt- settir þýskir herforingjar eru að undirbúa byltingu gegn nasistaforsprökkunum og ætla Sér að koma á nýrri stjórn, sem þýska þjóðin kýs. Tilgangurinn er að landið fái heiðarlegan frið og sem skjótast. — Það gleður mig að heyra, sagði Archer. — Og það fellur í okkar hlut að veita þeim allan þann stuðning, sem við með nokkru móti getum, þegar þar að kemur. — Eg skil. En hvaða stuðning getum við veitt þeim þegar við eigum í ófriði við Þýskaland? Það er sama hvað við gerum til að hjálpa heiðarlegum þýskum verka- mönnum lil að losna við nasistabófana. Hendur okkar eru bundnar. — Ekki alveg, sagði Gregory og reyndi að blekkja. — Þegar ég var í Þýskalandi átti ég tal við hershöfðingjann Gra.... Hver fjárinn. Hvað hét hann nú aftur? — Reynið þér eitthvað annað, sagði Archer. — Hvað er nú þetta! Næst gleymi ég víst mínu eigin nafni. En þér skiljið víst livern ég á við. Hann var góður vinur von Fritsch baróns, sem dó nýlega. Nafnið hans var á tungubroddinum á mér. — Var það? Eg get ekki hugsað mér það. Og næst gleymið þér víst hvað þér heitið sjálfur. í augnahlikinu kallið þér yður Joe Baird. Gregory sá að það var ekki hægt að mjaka honum. Hann gerði það eina sem hann gat gert og sagði með raunabrosi: — Eg óska yður til hamingju, hr. Archer. Þér verðið að afsaka að ég reyndi að toga út úr yður, en til þess er ég hérna. Eg heiti ekki Baird. Það kemur heldur ekki mál- inu við hvað ég heiti. En hitt er satt að ég hefi verið í Þýskalandi síðan stríðið hófst og að ég hitti marga, sem hafa unnið að þvi að steypa Ilitlersstjórninni. Og það ætti að vera yður áhugamál ekki síður en mér. Við ættum að vinna saman. — Eg á eftir að heyra hverra hagsmuni þér starfið fyrir. Eg starfa fyrir bresku stjórnina. Hún er fús til að veita allan þann stuðnirig sem hún getur, hverri þeirri andstöðuhreyfingu sem þýski herinn og þjóðin stofnar til að steypa Hitler. Og hún vill líka ábyrgjast Þýskalandi heiðarlegan frið. — Kapilalistafrið, já? Frið sem gefur bönkunum tækifæri til að veita Þjóðverj- um lán gegn hæfilegri tryggingu og setja iðjuhöldana til höfuðs verkamönnum í stað nasista. Nei, þakka yður fyrir. — Yður skjátlast, hr. Archer. Það verð- ur friður við kjörna fulltrúa þýsku þjóð- arinnar. Archer hristi höfuðið. -— Eg hefi eklcert samband við þessa fúnu heimsveldisstjórn, og það vitið þér. Þér kastið tíma yðar á glæ, herra Hvað-þér-nú-heitið. Eg held það sé best að þér hverfið. Eg liefi mikið að gera. — Eitt augnablik, sagði Gregory. -— Þér eruð Englendingur, er ekki svo? -— Nei. Eg er fæddur hér í landinu og liefi lifað hér lengst af ævinni, en ég tel mig ekki Englending. Eg er manneskja. Eg er alveg eins og aðrar manneskjur í ver- öldinni, án tillits til uppruna eða hörunds- litar. Þér ætlið að vitna til ættjarðarástar minnar, er ekki svo? Þér skuluð spara yð- ur það, því að ég er enginn ættjarðarvin- ur. Það er vegna þess að fólk hefir alisl upp í falskri þjóðernistilfinningu og finnst það lirósvert að forfeður þess liafa drep- ið þúsundir útlendinga, að heimurinn er í því ástandi sem hann er nú. Það eru vit- firringslegar þjóðernis- og auðvaldastefn- ur sem valda því að Þýskaland, Pólland, Frakkland og Bretland hafa byrjað þessi löghelguðu Iiópmorð, sem við köllum stríð. Gregory yppti öxlum. — Það getur ver- ið að þér hafið rétt fyrir yður. Persónu- lega tel ég að svo sé. En því miður er mannkynið ekki komið svo langt á leið að það viðurkenni þetta. Við verðum að líta á málið eins og það liggur fyrir. Þér verð- ið að minnsta kosti að viðurkenna að verkamennirnir í Englandi og Frakklandi eiga betri daga en þýskir verkamenn und- ir oki nasismans. Og fyrsla hlutverk okkar er að gefa þeim frelsið aftur. Þegar það er gert getum við talað um afnám þjóðernis- tilfinningarinnar. — Ekkert getur réttlætt sjórn, sem etur þjóð sinni í stríð. — Eg er ckki sammála um það. En við verðum að horfast í augu við staðreynd- irnar. Fjórar stjórnir hafa att þjóðum sín- um í stríð. Nú er það yðar hlutur og minn og allra rétt hugsandi manna að reyna að slöðva þessi morð eins fljótt og liægt er. Lýðræðislöndin vilja ekki undirskrifa neinn friðarsamning fyrr' en nazisminn er hrotinn á bak aftur. Þér hafið ýms gögn í höndum, sem geta hjálpað okkur til að gera út af við þá. Þessvegna hið ég yður að segja mér allt sem þér vitið um sam- særi andnasista, svo að stjórnin geti hjálp- að vinurn okkar í Þýskalandi. — Þetla er ekki til neins. Eg hefi sagt yður að ég veit ekkert. Og þótt ég vissi eitt- hvað þá mtmdi ég ekki segja yður það. Svipurinn harðnaði á andliti Gregorys. — Úr því að svo er þá er það óþægileg skylda mín að láta yður vita, að stjórnin getur gert þær ráðstafanir að þér neyðist lil að tala. Eg er sannfærður um að þér hafið upplýsingar, sem gætu hjálpað stjórn inni til að birida enda á stríðið. Kjósið þér heldur að láta taka yður faslan? Archer hallaði sér aftur á bak, stakk höndunum i vasann og hló. — Hætlið þér þessu! Þér getið elcki hrætt mig. Ef þér komið mér í fangelsi með á- kæru, sem ekki er hægt að sanna, verður ekki smáræðis gauragangur í blöðunum. En þótt þér gerðuð það þá stendur mér á sama. Eg hefi margsinnis verið í fangelsi, sakaður um að hafa eggjað lil uppreisnar og ineð öðrum forsendum, sem auðvalds- sinnar eru vanir að nota gegn mönnum, sem berjasl fyrir rétti hinna kúguðu. Þér skuluð gera eins og yður sýninst. Eg segi yður ekkert og ég skal segja yður hvers vegna, ef ]>að gæti orðið til þess að þér yrðuð fljótari að hypja yður hurt. — Gerið ]iað, sagði Gregory. — Gaman að heyra það! — Jæja. Setjum svo að ég eigi vini í liópi þýskra marxista. Það spillir engu þótt ég segi það, því að það vita allir. En ef ég segi yður hverjir það eru — livað gerið þér þá? Þér segið leynierindrekum ykkar í Þýskalandi að ná sambandi við þá. Til- gangurinn er kannske góður, en hver verð- ur afleiðingin? Vinir mínir eru þegar um- setnir af Gestapo dag og nótt. Einhver hugsunarlaus og heimslcur enskur foringi með Týrólarliatl og í tvíhnepptum jakka birtist einn góðan veðurdag í verkamanna- hverfunum í Essen, Diisseldorf eða Cliar- loltenburg. Gestaj)o sér að liann leitar upp kunningja mína, og Iivað svo? Beint í fangabúðirnar með þá, ef ckki annað verra. Nei, þakka yður fyrir! Farið þér nú og segið þetta þeim sem sendi yður. Gregory fannst eins og ásökununum sem Archer kom með væri stefnt beint til sín. Bæði Rheinhardt og Wachmúller höfðu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.