Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN G. E. Eyford: Ævintýri Sigrúnar frá Hóli 9. 'SS,',','SSSSSS/tSSSSSS*SSSSSSSSSrU'sl. vel. Jón vann við trjáflutning yfir sundið fyrir innan borgina, ásamt niörgum öðrum mönnum. Trén voru tengsluð saman í stóra fleka, og svo dregin með gufubát yfir að sögunarmillunni en áður en trén voru dregin upp í milluna, voru þau söguð í vissar lengdir, þar sem þau voru í vatninu, en við það losn- uðu þau úr tengslunum, og varð mjög hættulegt að ganga á þeim. Það var einn dag siðast í apríl, sem oftar, að unnið var af miklu kappi við trjásögunina. Jón stýrði rafmagnssöginni, sem bútaði trén í sundur, en allt í einu vildi það til, að tréð sem hann stóð á snerist undir fótum hans, og hann féll milli trjánna ofan í hyldýpið, með sög- ina í höndum sér. Þeir er nærstadd- ir voru hlupu til hið bráðasta til að reyna að bjarga lionum, en það var erfitt að komast þangað sem hann lenti í vatnið vegna trjánna sem voru allt í kring, svo að þegar menn komu þangað var liann sokk- inn, og engin meiri tök til björg- unar. Hans var leitað um stund, og að síðustu var hann slæddur upp. Sögin hafði festst i fötum hans er hann féll i vatnið og sokkið með hann undir eins. Samverkamönnum hans þótti þetta hörmulegt slys, og engir þeirra vildu verða til að segja konunni hans frá því. Meðal þessara verkamanna var gamall íslendingur, sem hét Barney, — Bjarni —. Allir vissu að hann var gáfumaður, en afar dulur í skapi, og enginn vissi neitt um fyrri æviár hans. Menn liéldu að hann mundi vera vel menntaður, þvi að hann gat talað mörg tungumál. Loksins datt verkstjóranum í hug að biðja hann að fara og segja kon- unni lát mannsins síns. „Beyndu nú að vera ekki orðvondur og hrana legur, eins og þú ert liérna meðal okkar; þetta er mikið sorgartilfelli fyrir hana, og þ.að þarf að sýna henni hluttekningu,“ sagði verk- stjórinn við Bjarna. Bjarni ansaði þessu engu, en fór þegjandi af stað. Hann þekkti Sigrúnu RÆÐAN MIKLA. Frh. af bls. 9. erfitt með að lýsa hugsunum sín- um. En enginn lét hjá liða að tala vel um Charlie áður en hann talaði sínu máli. „Mig Jangar til að sleppa sjálfur, en Cliarlie á það fremur skilið en ég.“ Þegar yfírheyrslunni var lokið sagði ríkisstjórinn: „Svo var það þessi Gregory. Þetta er dálítið ó- venjulegt, — en ég fyrir mitt leyti — — er fús til að gera tilraun." Hinir kinkuðu kolli. Og á fimm mínútum bargt fréttin milli klef- anna. Charlie gamli hafði verið náð- aður! Og í þessum gleðisnauða heimi stáls og steinsteypu, fangelsis- og svitalyktar, brá sem snöggvast einhverju fyrir, sem liktist ham- ingju. vel, því að liann hafði oft komið á heimili Gísla, er Sigrún var þar, og hún hafði verið honurn góð sem öðrum. Það var sagt að Bjarni væri nokkuð drykkfeldur, en fáir höfðu af því að segja, því að hann var ávallt eins. Hann var óáreitinn við aðra, og enginn sem þekkti hann vildi móðga hann né styggja, þvi að öllum var kunnugt um að hann væri helj- armenni að afli og snarræði, enda gekk saga um það, að hann hefði ein hvern tíma barið niður sex fylli- rafta, er sóttu að honum og ætluðu að ræna hann, og hefði engan þeirra langað til íramar að verða fyrir hnefum hans. Bjarni hélt að húsi Sigrúnar. Er hann kom að húsinu, stansaði hann og hugsaði sig um snöggvast, hvern- ig hann ætti að liaga orðum sín- um, svo að þessi sorgarfregn særði sem minnst hinar viðkvæmu tilfinn- ingar Sigrúnar. Svo barði hann að dyrum. Sigrún kom strax til dyranna, og er hún sá Bjarna standa úti fyrir dyrunum, alvarlegan og mjög eitt- hvað svo hátíðlegan, eins og hún liafði aldrei séð hann áður, brá henni eitthvað svo undarlega við; það var eins og einhver innri eðlis- kennd hvíslaði að lienni, að það væri mjög alvarlegt erindi sem Bjarni hefði þangað og það um miðjan dag er allir voru við vinnu. Það var ekki vani lians að slá slöku við og fara frá vinnu sinni. Þótt hann væri alvarlegur á svipinn, þá samt sem áður var einhver mildur sam- hygðar- og hluttekningarblær á and- liti hans, sem liún hafði aldrei séð áður. Hann lieilsaði henni alúðlega og hógværlega, og sagði svo: „Eg kem hingað í erindagjörðum, sem ég vildi óska að forlögin hefðu forð- að mér frá. Eg kem til að flytja þér þau sorgartíðindi, að maðurinn þinn féll af tré sem liann stóð á ofan í sjóinn og drukknaði. Við gerðum allt sem við gátum til að hjarga honum, en það var svo afarerfitt að komast þangað sem hann féll í sjóinn út af trénu sem liann var að saga, svo hafði sagarstrengur- inn flækst um fætur hans og hald- ið honum niðri. Þegar við náðum lionuin var læknir fenginn til að gera lífgunartilraunir við hann, en það var árangurslaust. Hann var sálaður. Verkstjórinn sendi mig til að tilkynna þér þessi hörmulega sorgartíðindi. Eg get með fullu sanni sagt þér, að í síðastliðin 45 ár hefi ég ekki tekið neitt eins nærri mér, eins og að þurfa að flytja þér þessa harmafregn.“ Svo þagnaði hann, og það var eins og minningar löngu liðins tíma ætluðu að buga kjark þessa fáláta heljar- mennis. Sigrún stóð hreyfingarlaus með- an Bjarni talaði, en svo fölnaði hún upp og féll meðvitundarlaus niður þar sem hún stóð. Eftir þetta var Sigrún milli heims og heljar margar vikur samfleytt, en um síðir komst hún þó til góðrar heilsu aftur og vann nú fyrir sér með saumum og ýmsum kvenlegum hannyrðum, sem liún var vel að sér í. Frá þvi hér var komið sögunni liðu nú nokkur ár þar til sá er þessar minningar ritar kynntisl henni, þá var hún gift aftur, hér- lendum manni. Hann var stórskipa- smiður og hafði mika starfsemi með höndum; liann var hinn mesti myndar- og dugnaðarmaður, og mjög vel efnum húinn. Henni leið vel með þessum manni, sem elskaði hana og dáði, en nú var hún breytt frá því sem hún var á ungum aldri. Hún var fríð og tignarleg ásýnd- um, en reynsla og vonbrigði liðinna ára höfðu sett annan og alvarlegri svip á hið fríða andlit hennar. Þykka ljósjarpa hárið liennar var nú orðið hvítt sem mjöll, en alúð hennar og viðfeldni var óbreytt. Þegar aldur og útslit margra og strangra erfiðisára fór að lama þá Gísla og Bjarna, tók hún þá báða í hús sitt og annaðist þá og hjúkr- aði síðustu æviár þeirra. Þá var sönn ánægja að koma á heimili þessarar göfugu konu. Hennj var ávallt ljúfast að tala um ísland og minningar frá bernsltuárum sín- um, og þá ekki síst Ólaf lækni á Felli, sem liún áleit sem fyrirmynd allra annarra, að mannkostum og göfgi. Manninum hennar þótti mikið til hennar koma og var vanur að segja, er rætt var um göfugar konur: „Það taka fáar fram henni Sigrúnu minni. Ef ísland á margar konur henni líkar, þá er það áreiðanlega auðug- asta landið í heiminum.“ Loksins var hún nú komin í far- sæla og friðsama höfn, eftir aila hrakningana og vonbrigðin. Maður- inn hennar unni henni, sem sjá- aldri auga sins, og gerði allt sem liann gat til að gera henni Ufið sem ánægjulegast. Hún var með afbrigðum gestrisin og lijálpsöm öllum er til hennar leituðu. Það var liennar mesta yndi, er íslending bar að garði, en sem kom sjaldan fyrir; hún átti lieima í nokkuð afskekktri, alenskri borg, og nú var þar enginn íslendingur búsettur. Þeir fáu, sem fyrr á árum höfðu sest þar að, voru nú dánir, og afkomendur þeirra horfnir inn i enska heiminn, enda áttu þeir engar minningar frá íslandi, og vissu sama sem ekki neitt um það. Það eru nú liðin þrjátíu ár, síðan ég heimsótli þessa tignarlegu og göfugu íslcnsku konu, og hún sagði mér liin helstu atriði ævi sinnar, sem þessi frásögn byggist á. ENDIB. — Hvernig gátuð þér skorið hjól- barðann svona lierfilega? — Eg ók yfir flösku. — Þér hafið eklci séð hana í tíma? — Nei. Maðurinn var með haná í vasanum. Gegn nauðsynlegum leyfum höfum við til afgreiðslu hér í maí og júní: Matardiska, Mjólkurkönnur, Skálasett, Kaffistell. Aluminium kaffikönnur með hring, Aluminiumpotta 7-20 lítra, Hraðsuðupotta. Allar tegundir af vefnaðarvörum Sýnishorn fyrirliggjandi. Guðm. Guðmundsson & Co. Hafnarstræti 19.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.