Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 gústvindurinn látinn dreifa öskunni. EFTIR þessi vandlega íhuguðu áfrom skyldi maður halda að sögunni væri liér með lokið. En nú víkur sögunni til systur Marie og frænda liennar. Þau fóru að gerast áhyggjufull út af því, að ekkert skyldi spyrjast til herinar, og afréðu nú að hefja leit að henni. Vegna þess að þeim var illa við að hvarf Marie kæmist í hámæli sneru þau sér til John Boland, leyni- njósnara í firmanu Moony & Boland. Fyrst í stað vildi Boland ekki líta á þetta sem alvarlegt mál. En hann rakti slóð Marie í mat- söluhúsið og fékk að heyra um nánari atvik að dauða hennar. Þá fór liann að gruna ýmislegt. -— Eg er ekki í vafa um að Mary liefir verið myrt, sagði hann við frænda hennar, — og ég held að ég viti hver hefir gert það. En í þessu máli eru ýmsar líkur, sem eru alveg ó- trúlegar — ég get ekki trúað aðstoðarmönnum mírium fyrir þessu máli — ég verð að gang- ast í það sjálfur! Áður en sex mánuðir voru liðnir sálu þeir Unger, Brown og Smiley í fangelsi. Fyrir morð, lialdið þið kannske? Nei, alls ekki — þeir voru aldrei sakað- ir um morð, þó að einn þeirra, Smiley, meðgengi allt um sam- særið. Játning hans eins var elcki nóg — lögin heimta sann- anir, og þær fengust ekki. Vit- anlega neituðu hinir tveir að Smiley segði satt — og lík Marie var orðið að ösku og komið út í veður og vind. Svo að kviðdömendurnir tólf gátu ekki dæmt Unger og sam- verkamenn hans fyrir annað en vátryggingasvik -— hámarlts- hegning fyrir þau eru fimm ár! En þó var það samt ekki það undarlegasta við þessa sögu. Þessir atburðir eru sannir en enginn skáldskapur; þeir eru staðreynd. Þótt lygilegt megi virð ast liafði Smiley, þjóni liins illa anda, Ungers læknis, verið falið að fletta ofan af sínum eigin misgerðum, alveg eins og Marie veslingurinn áfoi'maði sitt eig- jð morð. Því að Smiley var lika njósn- ari — þorpari og njósnai'i í senn. Þegar hann var ekki í samsæri með Mai'ie Defenbach vann hann fyrir John Boland, — manninn sem lofaði frænda Marie að grafast fyrir málið! Og þó að Boland yrði að láta handtaka einn af aðstoðái'mönn um sinum sem morðingja þá lxélt iiann samt það, sem hann lofaði. - LITLA SAGAN - T. E. Murphy: Ræðan mikla FÁNI Rhode Islands-fylkis blakti á turni fangelsisins sem tákn þess að ríkisstjórnin væri i heimsókn. Fáninn var dreginn upp einu sinni á mánuði, þegar náðunarnefndin kom saman til að yfirheyra fanga", sem höfðu sótt um að verða látnir iausir. Eins og alltaf á slíkum dög- um var líkast og maður fyndi eftir- væntinguna, sem lá í loftinu. Nefnd- armennirnir brostu. Fangarnir vissu að það þýddi að minnsta kosli að einhver ætti að fá frelsi. En fangarnir sem sátu í járnbúr- unum fyrir utan fundarsal nefnd- arinnar brostu ekki. Sumir þeirra liöfðu beðið í fimm, tíu eða kann- ske fleiri ár eftir að fá tækifæri íil að bera fram mál sitt. Þeir töluðu ekki mikið saman; bver um sig sat i sínum einangraða beimi og var að bugsa unx livað bann ætti að segja við ríkisstjór- ann. Nú kom fangavörður, opnaði járngrindina og kallaði: „Charlie Gregory!“ Einhver bærði á sér inni í klefa- horninu og svo konx visinn, grá- hærður maður fram. Andlitið var eins og krit á litinn, og liann starði út i bláinn eins og lxann væri dá- leiddur. Einhver hvíslaði: „Til ham- ingju, Charlie,“ en gaixili maðurinn beyrði það ekki. I-Iann hrasaði þegar liann kom fram i dyrnar og varðmaðurinn tók í bandlegginn á bonum og sagði vin- gjarnlega: „Farðu gætilega að öllu Charlie. Mundu að þú hefir beðið lengi eftir þessu tækifæri.“ Og vist lxafði Charlie beðið lengi — tuttugu ár. Ilvern dag og nótt í öll þessi ár hafði Charlie æft sig á því, sem hann ætlaði að segja. Fyrst í stað liöfðu hinir fangarnir hent gaman að bonum. „Hversvegna flýt- ir þú þér svona, Charlie. Þú liefir fimmtán ár til að æfa þig!“ sögðu þeir ertandi. En nú höfðu þeir ékki crt hann í mörg ár. Því að flestir þeirra vor- kenndu honum. Nýir fangar sem komu í fangelsið voru vanir að glápa á manninn, sem stóð þarna í skotinu og virtist vera að tala við sjálfan sig, og þeir spurðu lxvort liann væri geggjaður. „Nei, þetta er er bara hann Charlie, og hann er að æfa sig á þvi, sem liann ætlar að segja þegar hann kenxur fyrir nefnd- ina.“ Gömlu fangarnir kunnu ræð- una að heita mátti utan að. Þegar frá leið liafði Charlie gert ýmsar breytingar á henni, liann jók mál- skrúðið í einum kaflanum en stytti annann. En kjarninn í ræðunni var alltaf sá sami. „Yðar hágöfgi, lierrar mínir. Eg veit að ykkur er það cngin nýjung, að maður standi frammi fyrir ykk- ur og fullvissi ykkur um sakleysi sitt. Ef það væri aðeins frelsið, sem ég óskaði, mundi ég alls ekki tæpa á þvi að ég væri saklaus af glæpn- um, sem ég var dæmdur fyrir fyrir tuttugu árum. En, herrar nxínir, það er ekki aðeins frelsið scm liggur mér á hjarta. Eg óska að fá upplýst um leið, að ég hefi orðið að liða fyrir margfaldan samruna örlagaríkra at- vika.“ Þetta var inngangurinn. Félagar hans vildu láta hann veija einfald- ara orðalag en þetta, sem hann hafði tínt saman úr orðaforða sínum. „Þetta var hálf óvanalegt,“ voru þeir vanir að segja. En Charlie var jafn þrár hvað þetta snerti og liann var ákveðinn í því að fá frelsið og sanna sak- leysi sitt. Þegar Charlie hnaut á þröskuld- inum og kom inn í fundarsalinn sat ríkisstjórinn við stórt skrifborð, og kringum hann sátu nefndarmenn- irnir, fjórir miðaldra og virðulegir xnenn. Charlie stóð þarna hikandi og fór hjá sér, þangað til fangavörðurinn benti honum á stól. Ríkisstjórinn fór að lesa upp skjölin: „Charlie Gregory, dæmdur i ævilangt fangelsi fyrir morð,“ og sneri sér svo bros- andi að fanganum. „Okkur langar til að lieyra hvernig þér rökstyðjið náðunarbeiðni yðar,“ sagði hann. Charlie vætti varirnar og byrjaði, með mjórri rödd: „Yðar hágöfgi, herrar nxinir. Eg veit að ykkur er það engin nýjung —“ svo urðu orð- in veikari og veikari og loks heyrð- ist ekkert hljóð þegar hann bærði varirnar. Fangavörðurinn reyndi að tala i hann kjark: „Charlie, Þessir menn ætla að reyna að lijálpa þér. Byrj- aðu bara aftur.“ Varirnar bærðust aftur, en ekki heyrðist nokkurt orð. Tveir nefndarmcnnirnir sneru und an og horfðu út unx gluggann til að leyna því hve sárt þá tók til mann- garmsins. Ríkisstjórinn sagði: „Seg- ið okkur livað yður liggur á lijarta, maður minn!“ Charlie byrjaði aftur, eins og tal- vél, en orðin komu í rykkjum og ofur lágt: „Yðar hágöfgi, herrar mín- ir. Eg veit að ykkur er það engin nýjung i—“ en svo strandaði liann aftur. Ilann var mállaus. Hann hafði beðið í tuttugu ár eftir að lxalda þessa ræðu og nú gat liann ekki stunið renni upp úr sér. Rikisstjórinn fór að lxlaða í slcjöl- um meðan liann beið eftir að mað- urinn kæmist á lagið aftur. Svo sagði liann við fangavörðinn: „Lát- ið þér næsta rnann koma inn. Við skuTum láta Gregory reyna seinna.“ Charlie var sem steini lostinn. Vörðurinn kom inn með næsta fanga, liáan, ungan, ljósliærðan mann. Hann liorfði spyrjandi á Charlie. Varir Charlies fóru að bærast aftur en ekki heyrðist nokkurt lxljóð. Ríkisstjórinn andvarpaði: „Það er ekki hægt núna,“ sagði hann við vörðinn, „við skulum láta lxann bíða fyrir utan þangað til liann fær mál- ið aftur.“ „Afsakið, ríkisstjóri!“ Það var ungi fanginn sem talaði. ltíkisstjórinn leit kuldalega til lians. „Bíðið þér, ungi maður. Bráð- um kemur að yður. „Það var ekki það, herra rikis- stjóri. Eg ætlaði bara að segja að ég kann ræðuna hans Charlie nærri því eins vel og liann sjálfur. Eg gæti talað fyrir hann.“ Ríkisstjórinn varð forvitinn. „Hvernig stendur á því?“ „Hann liefir æft þessa ræðu í 20 ár. Við liöfum ert hann á því.“ Ríkisstjórinn kinkaði kolli. „Jæja, látið okkur heyra.“ Hann sneri sér að liinum. „Þetta er kannske ekki samkvæmt reglunuixx, en ef enginn hefir neitt við það að athuga------?“ Allir voru sammála og ungi maður- inn fór að kyrja. „Yðar liágöfgi, lierrar mínir. Eg veit að ykkur er það engin nýjung, að maður standi frammi fyrir ykk- ur og fullvissi ykkur um sakleysi sitt“ Hann stamaði ofurlitið er hann kom að „margfaldan samruna ör- lagarikra atvika“ og nefndarmenn- irnir brostu og ríkisstjórinn sagði: „Það er ekki auðvelt að segja þessi orð“. Þegar leið á ræðuna fór að lifna yfir Charlie. Hann staðfesti allt það mikilsverðasta með að kinka kolli. Loks lirópaði liann: „Einmitt! Ein- mitt svona var það! Þetta ætlaði ég að segja!“ Og svo fór hann að gráta. Charlie gamli var leiddur út aft- ur og það flaug eins og eldur í sinu um fangelsið að nú hefði liann fyrirgert tækifærinu. En þá gerðist dálitið einkennilegt með þá, sem biðu eftir að koma fyrir nefndina. Þeir urðu allt i einu svo bljúgir. For- hertir glæpamcnn, dæmdir fyrir morð og rán, fóru að vorkenna Charlie. Þeir komu fyrir nefndina, liver eftir annan. „Afsakið, herra rikis- stjóri, en áður en ég minnist á mig langar mig til að minnast á hann Charlie gamla. Þegar móðir mín dó kom liann og huggaði mig. Mér leið illa, en Charlie lijálpaði mér með- an verst var.“ .... „Hann er besti félagi okkar lxérna í fangelsinu, allt- af jafn góður og hjálpfús.“ .... „Eg fékk blóm, sem Cliarlie hafði tint í fangagarðinum, handa kon- unni minni þegar hún heimsótti mig.“ .... „Eg var liálfgerður krakki þegar ég kom hingað, en Charlie liirti um mig.“ Nefndin fékk að lieyra margar svona sögur. Sumir fangarnir áttu Frh. á bls. Í4. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.