Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Anthony Abbot: STULKAN, SEM UNDIRBJÓ SITT EIGIÐ MORÐ HÚN bafði skrifaö erföaskrána og keypt sér nýjan hatt. Nú lá liún í rúminu í matsöluherberg- inu sínu og beið eftir dularfullu lyfi. Hún hafði ekki kveikt í iierberginu, en hún var glað- vakandi og brosli út í myrkrið, glottandi undirhyggjugleði. Þvi að það undarlega, sem nú átti að liefjast var liámark- ið í áætlun hennar, liin grimmi- legu svik sem hún hafði látið sig dreyma um og undirbúið svo grandgæfilega — liinn full- komni glæpur! Aldrei hafði nokkur maður látið sér detta í hug að Marie Defenbacli væri sérstaklega út- séð, nema hún sjálf. Systir henn ar og frændi, sem hún hafði bú- ið með í bakgötu i Chicago, höfðu nánast haldið að hún væri heimsk. Hún hafði undir- tyllustöðu í búð og hafði þann leiða vana að fara snemma að hátta á kvöldin. Ættingjar henn ar vissu ekkert um, að árum saman liafði hún látið olíulamp- ann loga á kvöldin og að þá las hún sögur af dularfullum og undarlegum glæpum. Og einn góðan veðurdag fékk hún hugmyndina að glæp sjálf — bragð til þess að gabba líf- tryggingafélögin og græða stór- fé. Hún varð að fá aðstoð nokk- urra samherja til þess að koma áforminu áfram, og fljótlega náði hún í þann fyrsta, sem var læknir — dr. August M. Unger. Þau lögðu ráðin á pískr- andi, og læknirinn hjálpaði lienni til að gera áformið ó- brigðult. Að ráði hans komst hún í fjandskap við systkini sín, yfir- gaf heimilið í bræði og sór að hún færi beina leið til New York og að ættingjar hennar skyldu aldrei sjá hana aftur. En i rauninni leigði hún sér her- bergi í hinum enda borgarinn- ar, undir gervinafninu Marie Huntman. Nú kom læknirinn með tvo nýja í samsærið •— mann sem hét Brown, og kynnti hún hann fólkinu í matsölunni sem unnusta sinn, og annan sem hét Smiley og lika átti að leika mikilsvert hlutverk í sam- særinu. Marie fór undir eins að verða sér úti um líftryggingar í ýms- um félögum. Hún tilnefndi Brown, málamynda-unnusta sinn, og Unger lækni, sem þá tvo er njóta skyldu góðs af tryggingunum, ef liún félli frá. Smiley votlfesti allar upplýs- ingar liennar gagnvart líftrygg- ingafélögunum. Svo voru skír- teinin afgreidd og allt var til reiðu. — Nú hafði Marie sagt hús- móður sinni að hún væri veik, og hafði gert Unger lækni orð um að senda sér meðal við kvöl- unum — er að þvi er hún sagði stöfuðu af hægðaleysi, sem hún hafði gert sér upp. HÚN lá róleg og beið þarna í myrkrinu. Nú hlaut sendillinn að vera kominn á heimleið frá lækninum. Bráðum mundi liann hringja dyrabjöllunni og liús- móðirin koma vagandi ujíp stigann með meðalaglas í hend- inni. Glas af vatni -— matskeið ■— og svo tvær slceiðar af dökk- leita meðalinu! Síðan mundi Marie verða ein í herberginu á ný, í myrkrinu, og þungur höfgi mundi færast yfir hana, hægt og liægt. Fyrir áhrif svefnlyfs- ins mundi hún hægt og hægt falla í hlýþungan svefn. Og liún vissi út í æsar hvað gerast mundi á eftir. Læknirinn mundi afráða að skreppa og líta inn til sjúklingsins. Sér til mikillar skelfingar mundi hann finna hana meðvitundarlausa, og því næst segja að hún væri dáin. Hann mundi skrifa dán- arvottorðið og síma til útfarar- skrifstofunnar. Innan skamms mundi maðurinn frá útfarar- skrifstofunni lcoma með hleik- nefjuðu aðstoðarmennina sína, — Smiley átti að sjá um það, þriðji samsærismaðurinn. Þeir mundu liafa með sér langa, brúna strákörfu með loki, sem henni yrði stungið ofan í. Og svo mundu þeir bera liana nið- ur í líkvagninn ...... Og þegar Marie, meðvitund- arlaus og „steindauð“, væri kom in inn í harðlæstan bakhúsklef- ann í útfararskrifstofunni, mundi Unger læknir gefa henni „hypodermiska sprautu“ í hand legginn, og hún rnundi smátt og smátt fara að lifna við. Hún mundi opna augun, eins og Mjallhvít í glerkistunni, og setj- ast upp. Og þá mundi hún sjá kringum sig brosandi andlitin á samsærismönnunum sínum •— August M. Unger lækni, Francis Brown og Frank Smiley, mann- inum sem átti að annast útför- ina. Lík einhverrar óþekktrar stúlku mundi verða tekið upp og brennt í stað Marie; og liinn fullkomni glæpur væri orðinn staðreynd. Marie mundi halda sig í felum og Unger læknir og vinir hans mundu fara með líf- tryggingarskírteinin til réttra viðlcomenda og hirða pening- ana. Loks mundu þau skipta „ágóðanum“ á milli sín, og hún mundi taka upp nýtt gervinafn og fara til Evrópu og lifa þar í vellystingum. Henni mundi ekki verða skotaslculd úr því að ná sér í mann, með alla pen- ingana sína! Var það nokkur furða þó að Marie Defenbacli brosti þegar liún lá þarna í myrkrinu og hugleiddi kænsku sina, þessa heitu ágústnótt árið 1900? Nú var dyrabjöllunni hringt, alveg eins og hún hafði búist við, og nú kom liúsmóðirin vagandi með meðalaglas, skeið og vatns- glas. Marie tók meðalið ........ — Hjálp! Hjálp! Eg er að deyja ......... Þessar hræðilegu kvalir, sem hún fékk, höfðu sem sé alls ekki verið i áætluninni! Fimm mínútum eftir að hún hafði drukkið meðalið frá lækninum hrópaði hún altekin af sársauka og kvíða: — Náið þér í lækinn. Náið þér í lækninn! En þegar þar var komið sög- unni hlýtur hún að hafa skilið að það var læknirinn, sem hafði leikið á hana. Hann og hinir samsærismennirnir liöfðu svik- ið hana. Og hún dó fyrir þeirra tilverknað — var meira að segja dauð áður en læknirinn kom. Banameinið var óvenjulegt til- felli af magasjúkdómi, sagði hann. Hann virtist komast mjög við af þessu og gerði orð eftir manninum frá útfararskrifstof- unni, sem kom með löngu, brúnu, körfuna sína. En það var enginn, sem hafði „undir- búið“ útfararskrifstofuna undir líkaskiptin — þess þurfti ekki með. Þetta var raunvera en enginn leikur. Þegar fólk deyr svona svip- lega verður ávallt að gera yfir- völdunum aðvart. En í þessu tilfelli var það ekki gert fyrr en líki ðhafði verið smurt eftir kúnstarinnar reglum. Auk þess var enginn vandi að hafa áhrif á þennan vörð laganna, sem skoðaði líkið, hann þurfti ekki annað en líta á alvörusvip lækn isins til að sannfærast. Það er sagt að réttarlialdið hafi farið fram í.viðurvist kviðdóms, sem sex auðir stólar voru mættir í. Svo var gefinn út löglegur dóms- úrskurður, þar sem sagt var að unga stúlkan hefði dáið eðli- legum dauðdaga. Hin hugmynda- í’íka Marie var hrennd, og á-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.