Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 13

Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 orðið að gjalda þess að hann leitaði þá upþi. Það var ekki liægt að andmæla við- bárum Archers, og Gregory vorkenndi hon- um, en erindi sitt varð hann að reka. Til- litið til Archers varð að víkja, þvi að það sem landið krafðist var mildu mikilsverð- ara. Hann horfði í augu Archers og sagði hægt: — Pearl Wyburn er lagleg stúlka, finnst yður ekki? Það kom auðsjáanlega á Archer en svo svaraði hann: — Hvað kemur þetta henni við? — Talsvert. Hún er dóttir eins af forn- vinum yðai. Og þér tókuð hana að yður að vissu leyli þegar hún var lítil og síðan hafið þér farið með hana eins og hún væri yðar eigið harn. Það liefir verið dálitið erfitt að tjónka við hana því að hún var svo skrambi lagleg. Hún hæfir auðsjáan- lega ekki til að vinna í verksmiðjum eða á skrifstofu. Eg liefi lagt mig fram til þess að afla upplýsinga um hana, skiljið þér. Hún veit vel sjálf að liún er lagleg og er staðráðin i að nota fegurðina til að koma sér áfram r veröldinni. Yitanlega hefir hún gaman af fallegum fötum, og af þvi að hún er ekki sérlega séð þá byrjaði hún sem tískustúlka. En þær fá ekki mikið kaup og fá ekki að nota fallegu fötin nema á sýningunum. Af þessu leiddi að liún komst í skuldir og þér hjálpuðuð henni til að koma sér á réttan kjöl. Ef þér liefð- uð ekki gcrt það væri hún fyrir löngu orð- in frilla einhvers af ríku aðdáendunum sínum. En þér hafið harist fyrir henni mcð hnúum og hnefum, þó að hún kosti yður rneira en þér hafíð efni á að borga. Eftir þvi sem smekkur hennar fyrir óhófi hefir þroskast hafið þér orðið að útvega henni meiri og meiri peninga, því að hún hefir vald yfir yður. Eg vil ekki beinlínis segja, að þér hafið tekið traustataki pen- inga hjá flokki j7ðár, en þó finnst mér það hugsanlegt úr því að þér borgið leiguna fyrir stóru íbúðina hennar í Brayanston Court. Við skulum að minnsta kosti ganga úr skugga um það, þegar málið kemur fyrir rétt. Andlitið á Archer var þrútið af reiði. — Hvern andskotann eigið þér. við? öskr- aði hann. Svar Gregorys kom fljótt og var illúð- legt: — Ekki annað en það, að ef þér neit- ið að gefa mér upplýsingar þá skal ég sjá um að félagar yðar fái að vita, að Pearl er frilla yðar og að þér hafið lialdið henni við í mörg ár. — Það er andskotans lygi. — Eg veit að það er lygi. En hvað er hægt að gera við því? — Eg kæri yður fyrir róg, þrumaði Ar- cher. — Það er eitt að bera fram svona staðhæfingar og annað að sanna þær. — Vitanlega. En ég skal gera hvort- tveggja. — Skítuga svín! Þér vitið best sjálfur að liún er heiðarleg stúlka og að dylgjur um að hún hefði átt vingott við mann á mínum aldri mundu gerspilla mannorði hennar. Hún mundi ekki lifa það af. — Eg veil það. Það hryggir mig hennar vegna. En það eruð þér, sem berið ábyrgð- ina ef hún lendir i þessu hneykslismáli. Og það mirndi koma henni illa, einmitt núna. Mér er kunnugt um það. Það vill svo til að ég veit að liún er á veiðum eftir Ollie Travers, syni Bellingham lávarðar og það virðist sem lienni ætli að takast að ná í hann. — Þér vitið það líka? Þér verðið að hlífa henni fyrir alla muni. Hann er besti piltur, þótt hann sé varðliðsforingi. Það er lítilmóðlegt að ógna mér til að eyðileggja möguleikana sem hún liefir á góðu gjaf- orði. — Eg játa að það er hrein og bein þvingun. — Jœja, haldið þér áfram. En þér getið ekki með nokkru móti sannað að þessi sakargift yðar sé rétt. Eg skal sjá um að þér verðið kærð.ur og með því móti fær hún uppreisn. — Eg get sannað þetta. Gregory tólc ljós- myndina upp úr vasanum og rétti Archer. -— Lítið þér á þetta, hr. Arcíier! Myndin var gerð af fagmanni, sem kunni sitt verk. Þótt það tæki nokkra daga að gera hana þá hafði ekki verið erfitt að ná í það sem lil þess þurfti. Pearl Wyburn var alþekkt sem týskusýningarstúlka í West End, og í tískuverslunum var nóg til af inyndum af henni í allskonar útgáfum. Myndin sem hann hafði valið sýndi hana mjög fáklædda. Archer var líka kunnur maður svo að ekki hafði verið neinn vandi að ná í mynd af honum. Ljósmyndarinn Iiafði valið mynd af honum þar sem hann var hattlaus og snöggklæddur eftir að hafa talað á stjórnmálafundi á heitum sumar- degi. Ljósmyndirnar tvær voru límdar inn á mynd af svefnherbergi. Pearl stóð liálf- nakin yfir óumhúnu rúmi en Archer snöggldæddur við hliðina á henni og horfði brosandi á hana. Á litlu borði stóðu kampavinsflöskur, tvö hálffull glös, síg- arettur og skál með sælgæti. Dýr loðkápa lá á einu stólbakinu. Þetta var prýðilega vel gerð falsmýnd. — Ivunnur marxisti lifir tvífaralífi, taut- aði Gregory. Sextíu ára gamall karl elur 22. ára sýningarstúlku í hefðaríbúð. Hvern- ig líst yður á það? Er Archer hafði rennt augunum yfir spratt hann upp, harði krepptum hnefan- um í borðið og öskraði: — Fúlmenni! Eg skal kæra yður fyrir þetta. — Nei, þér gerið það ekki, sagði Gre- gory rólegur. — Þér dirfist ekki að stefna þessu máli fyrir rétt, það vitið þér best sjálfur. Við leggjum liald á fjárhaldsbæk- urnar yðar og sýnum upphæðirnar, sem þér liafið greitt fyrir Pearl. Sá kviðdómur er ekki lil sem mundi sýkna yður. Og svo skal ég sjá um að þessi mynd sé send öll- um félögum yðar og sérstaklega hável- bornum Oiphant Travers. Það bætir úr skák fyrir Pearl. Stóri raumurinn bak við skrifborðið virtist hjaðna. Andlitið varð allt í einu mörgum árum ellilegra. Gregory blygðað- ist sín fyrir athæfi sitt, en hann varð að huga Archer og nú sá hann að það hafði tekist. — Guð útskúfi yður, muldraði Arclier og rétti þunglamalega úr sér í stólnum. — Eg hefi reynt sitt af hverju, en þetta tekur þó út yfir. Og þér kallið yður Englending? —- Voruð þér ekki að segja að elcki væri gerandi upp á milli þjóða? — Eg sagði það. En ég sagði ekkert um að sumar þjóðir væru ekki á liærra stigi en aðrar. Við Englendingar gortum af oklc- ur sjálfum. Enska stjórnin bölvar Ilitler og sakar liann um að hafa byrjað strið gegn konum og börnum. Helvískir liræsn- ararnir! Er þetta nokkuð annað en stríð gegn salclausum manni og umkomulausri ungri stúlku? — Leggið ekki sökina á stjórnina, sagði Gregory. Enginn ráðherranna veit neitt um þetta. Það er ég einn sem er sekur. — Jæja, sagði Archer hugsandi, — það sem þér minntust á varúðarráðstafanir áðan var þá bara blekking? — Að meira eða minna leyti. En það skiptir engu máli lengur. Eg liefi plötuna að þessari mynd á vísum stað, og ég heí'i nægar sannanir fyrir tengslum ykkar Pearl Wyburn til þess, að fólk mun álíta liana frillu yðar. Annað hvort verðið þér að lijálpa mér að útvega þær upplýsingar sem ég verð að fá eða ég geri þetta mál opinbert. Archer slrauk andlitið. — Jæja, livað viljið þér vita? Eg verð að fá nöfn og heimilsfang þeirra, sem þér hafið samband við í Þýskalandi. Og sérsaklega hvernig þér farið að kom- ast hjá ritskoðun og halda sambandinn við þótt stríð sé. Þér verðið að gefa mér allar upplýsingar sem þér getið um þýsku andstöðuhreyfinguna. Og áður en ])ér bvrj- ið ætla ég að gefa yður aðvörun. Það þýð- ir ekki að segja mér neitt, sem ég get ekki sjálfur gengið úr skugga um livort rétt er eða ekki. Eg er of gamall í liettunni til að hlusta á eitthvað bull, sem yður kynni að detta í hug að segja, af þvi að þér eruð neydd ur til að segja eitthvað. Eg vil sjá bréfa- skiptin sem þér hafið haft, svo ég geti sannfærst um hvort þér segið satt. — Eg get sagt yður margt. En það tekur tíma úr því að þér viljið ekki taka mig trúanlegan. Eg geymi ekki hættulég bréfa- skipti liér á heimilinu. — Jæja, hvar geymið þér þau þá? — Það vil ég ekki segja yður. Bréfin á- samt öllum trúnaðarskjölum sem snerta flokkinn eru geymd á vísum stað, og þér getið ekki búist við að ég segi óviðkom- andi mönnum hvar sá staður er. Þér vitið vel að við erum engir hægfara jafnaðar- menn, sem tökum á móti heimboðum í Buckingliam Palace. Við viljum fremur brenna þá höll. Við eru ekki einu sinni hvitglóandi kommúnistar. Ef við ættum heima i öðru landi mundura við vera kall- aðir anarkistar. Það er rneira en nóg af landráðum í þessum plöggum til þess að heiðarlegir borgarar færu í liáttinn fyrir fullt og allt, og til þess að gefa dómur- um samfellda vinnu i sex mánuði, ef lög- reglan næði í þau. Þér hljótið að vera þrautheimskur maður ef þér haldið að ég segi njósnara eins og yður hvar plöggin eru geymd. — Þá verðið þér að ná í bréfin, sem ég vil sjá. — Það er ekki hægt. Þau eru innan um hundruð annarra leyniskjala og öll trún- aðarmál. Ef þetta væru aðeins eitt eða tvö bréf gæli ég kannske laumað þeim undan

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.