Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Búa enn í hellisskútum. — Styrjaldarlöndin í Evrópu eru smátt og smátt að rísa úr rústum eftir slríðsvitfirringuna, en á Spáni virðist allt vera í sama horfinu og þegar borgarastyrjöldinni lauk fyrir tíu árum. Þannig hafa hundruð þúsunda af fólki ekki þak yfir höfuðið, síðan það missti hús sín í styrjöldinni. — Verst er ástandið í Madrid, en þar búa 1.300.000 manns. 1 verkamannahverfinu í Las Ventas býr fjöldi fátæklinga i hell- um og jarðhýsum við skilyrði, sem oklcur þættu óhugsandi. Skammt frá þessum jarðhýsum hafa verið byggðar 2000 íbúð- ir fyrir efnafólk, en í slíka staði komast fátæklingarnir aldrei. Hér geta menn séð hvernig umhorfs er í Las Ventas, í útjaðri Madrid-borgar. Neonljós í London. — Nú hefir Lundúnabúum loks verið leyft að nota Ijósaauglýsingar á ný, eftir að þeir hafa orðið að vera án þeirra í tíu ár. Fyrsta lwöld- ið sem neon-ljósin uppljómuðu borgina var óvenjulega margt fólk á ferli úti til þess að skoða dýrðina og fagna Ij.ósunum. Blóm handa krónprinsessunni. — „Oslofjord" hið nýja skip Norsku Amerikulínunnar (N A. L.) hljóp af stokkunum í mars- lok og voru Ólafur krónprins og Martha krónprinsessa þar viðstödd og skírði hún skipið. Áður færði lítil hollensk stúlka dóttir forstjóra skipasmíða- stöðvaririnar, henni blómvönd. Enskur erkibiskup í Berlín. — Erkibiskupinn af York gerði sér nýlega ferð til Berlín til að líta þar eftir ýmsum menning- arstofnunum, sem Bretar hafa komið á fót á hernámsárunum. Efst sést erkibiskupinn koma á flughöfnina í Gatow og stend- ur vallarstjórinn, Iarde ofursti þar við hlið honum. — Á neðri myndinni er erkibiskupinn staddur í skóla í flughöfninni, þar sem börn flughafnarliðsins fá kennslu. Hann er að dást að líkani af flughöfninni, sem börnin hafa gert. Fyrsta skip ísraels. — Fyrir nokkrum vikum kom fyrsta skip Israelsríkis, s.s. „Haifa" til New York og var fagnað með kost- um og kynjum. Hér sést skipið fánum skreytt á East River í New York. Nafn eigendanna er málað á skipshliðina — á ensku og hebresku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.