Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN ÍLEIKHÚS OG LEIKLISTl % K H FRA FORN - GRIKKJUM TIL VORRA DAGA J'- 'St 10 ^ % K ^^^'&'&'^^^KKKKKKKK'&KKK Kk Dönsk leiklist. Löngum var það aðeins dönsk leiklist sem íslendingar sáu, og ís- lensk leiklist hefir einkum mótast af danska leikliúsinu. VerSur þvi sagt nokkuð ítarlega frá leiklist Dana, sem jafnan hefir staðið fram- arlega og á sér glæsilega sögu. Ludvig Holberg er réttnefndur faðir hennar. Að vísu liafði verið leikið í Danmörku fyrir hans daga, en um danskt leikhús er þó varla að ræða fyrr en hann kemur til sögunnar. Um aldamótin 1700 hafði hirðin jafnan ieikflokk, stundum var það franskur liópur, stundum þýskir eða italskir söngvarar. Og það sem boðið var var ítöJsk ópera, ballet og, franskir gamanleikir. En almenningur hafði ekki aðgang að þessum sýningum, enda var jafnan leikið á útlendum málum. Stunduin komu hollenskir og þýskir leikarar og höfðu sýningar í tjaldi á ein- hverju torginu. Voru það skripaleik- ir og höfðu það helst til síns ágætis, að einhver leikandinn var barinn, svo að liann emjaði og skrækti. Lika sýndu sig linudansarar og sterkir menn. En um 1720 var stofnað fast leik- hús i Grönnegade og sýnt á þýsku og frönsku. Almenningur kom ekki. Það þurfti danska leiki til að draga að, og þeir komu með Holberg. Leikhússtjórinn hét René Montaigu og var franskur. Hinn 23. septem- ber 1722 er afmælisdagur danskrar leiklistar, þá var fyrst leikið á dönsku. Leikritið var „Svíðingur- inn“ eftir Moliére, i danskri þýð- ingu, en næst kom „Den politiske Ka destöber“ eftir Holberg, og svo rak hvert Holbergsleikritið annað, „Jean de France“, „Jeppi á Fja)li“, „Jacob von Thyboe“, „Ulysses von Ithacia", „Erasmus Montanus“ og fleiri og fleiri. Húsfyllir var að þessum sýning- um til að byrja með. Vinsælasti leik- arinn var Ilenrik Weyner. Hann var stúdent og lék slóttuga þjóna prýði- lega, og Holberg lét þá heita Henrik, í höfuðið á honum. Annars voru margir stúdentar i leikarahópnum. Einn þeirra varð prófastur, annar háskólaritari og Wegner varð póst- meistari og varaborgarstjóri í Aar- hus eftir að leikhúsið varð að hætta sýningum. Þvi að meðlætið stóð ekki lengi. Að visu var Frederik IV. lilynntur dönsku leikurunum og þeir fengu að leika fyrir hirðina. En það þótti ekki sæmandi að hann kæmi í danska leikhúsið i Grönnegade. Og rikiserfinginn, síðar Kristján VI., var einnig leiklistarvinur. Þriðja leikárið var leikliúsið kom- ið í skuld og á leikhúsauglýsingun- um, sem þá voru eins konar ávörp til almennings, er kvartað undan slæmri aðsókn. Eitt kvöldið nam miðasalan aðeins átta dölum. Og 1727 var svo komið að leikhúsið varð að hætta. Síðasta leikritið var „Den danske Komedies Ligbegæn- gelse“ eftir Holberg. Konungurinn veitti þá leikurunum smástýrk til að hafa 1—2 sýningar á viku. En svo kom bruninn mikli í Höfn 1723 og leiddi af sér almenna neyð, og engum datt leikliús í hug. Með Kristjáni VI. náði „pietism- inn“ tökum á fólki og nú var leik- listin talin óguðleg. Hann ríkti í 16 ár, en þegar Friðrik V. kom íil skjalanna komu nýir timar. Nú hófust sýningar aftur, með iilstyrk Holbergs, sem þó vildi ekki vera leikhússtjóri. „Því að það er erfið- ara að hafa stjórn á leikendum en á stríðsher, sem skipaður er allra þjóða kvikindum" sagði liann. Nú hófust sýningar í „Bergs Hus“ í Læderstræde en brátt fékkst annar betri staður. Svo bar við að Frið- rik konungur V. kom i heimsókn til Reventlow greifa á Holtegaard og horfði þar á sýningu dönsku leikar- anna. Varð liann hrifinn af leikn- um og sagði leikurunum að þeir mættu bera fram einhverja ósk við sig. Holberg var með í ráðum, og var nú orðinn áhrifamaður. Óskin gekk í þá átt, að leikendurnir fengju betri samastað. Konungurinn gaf lóð við Kóngsins Nýtorg og fé var útvegað til að reisa leikliús, en með- an það var i smiðum var leikið í „Tjöruhúsinu" svonefnda. Leikhús- ið var fullgert og vígt skömmu fyrir jólin 1748, og var notað til 1874, að núverandi leikhús var byggt. Eigin- lega áttu leikendurnir sjálfir leik- húsið, en vegna þess að þeir gátu ekki látið það bera sig, fékk leik- húsið jafnan nokkurn styrk úr kon- ungssjóði, en síðar tók bæjarstjórn- in i Höfn við fyrirtækinu. En 1770 tekur konungur við leikhúsinu að fullu og öllu og síðan er það „kon- unglegt“. Frægustu leikarar um þær mundir voru Christoffer Pauli Rose og Gert Londemann. Árið 1771 varð hneyksli í leikhús- inu, sem lengi fóru sögur af. Um þær mundir var nýbyrjað að koma út blað, sem hét „Den dramatiske Journal“, sem gerði sér að reglu að gagnrýna leiksýningar að staðaldri, eigi aðeins frumsýningar heldur i hvert skipti sem sýnt var. Blaðið var gefið út nafnlaust, en fólk vissi að útgefandinn var 18 ára stúdent, Peder Rosenstand-Goiske. En hann var svo illa skrifandi, að erfitt var að komast fram úr blaðinu; greinar- merkin voru alls staðar á skökkum stað og prentvillurnar margar. Hins- vegar hafði liann gott vit á leikrit- um og leiklist. Nú hafði blaðið ráð- ist óþyrmilega á leikrit eitt, sem hét „Ríkisarfinn í Sidon“ og var einstakt bull. En annar leikhús- stjórinn, N. K. Bredal, var höfundur að þessum leik, og nú samdi hann svar við gagnrýninni, í leikritsformi, lét flytja það á leiksviðinu ásamt „Rikisarfanum", 25. nóv. 1871. Út af þessu varð uppþot í leikliúsinu. Stúdentar og hinn betur menntaði hluti leikhúsgesta héldu með Rosen- stand-Goiske, en liðsforingjar með leikhússtjóranum. Klöppuðu þeir í sífellu, en liinir æptu og fussuðu. Loks drógu liðsforingjar sverð úr slíðrum og réðust á stúdentana, sem vörðust fyrst í stað, en urðu þó að láta undan síga og flæmdust út á torgið. Eftir leikhústíma héldu á- flogin áfram á torginu og víða ann- ars staðar í borginni. Þessi atburð- ur varð til þess að skáldið Johannes Ewald samdi „De brutalc Klapp- ere“. Ewald samdi lika „Balders Död“, sem gerði lukku en söngleik- ur hans, „Fiskerne" varð þó miklu vinsælli. Samtíðarmaður hans var Jolian Herman Wessel. Skopleikur eftit liann, „Kærliglied uden Strömper“ hefir orðið klassiskur i Danmörku. Frá lokum 18. aldarinnar er líka „Gulldósin“ eftir Oluf Chr. Olufsen. Michael Rosing, norskur stúdent, var sá leikari, sem mest kvað að um þær mundir, og F. L. Lindgreen. Nú kemur sá maður til sögunnar, sem frernur öðrum mótaði andlegt lif Dana á fyrri hluta 19. aldarinn- ar, Adam Oehlenschláger. Veturinn 1805—’6, er hann var erlendis, sendi hann leikhúsinu handrit að „Hákon jarl“, en ekki var sá leikur sýndur fyrr en 1808. En eigi hafði leikhús- ið lientugum mönnum á að skipa í norræn hetjulilutverk fyrr en árið 1813 að Johan Clir. Ruge kom til sögunnar. Og sama árið var Sliake- speare-leikur sýndur i Danmörku í fyrsta sinn. En leikhúsið var í vand- ræðum með leiltara, og auglýsti því oft eftir leikurum í ákveðin lilutverk og hét góðum launum. T. d. 1000 dali fyrir að leika 2—3 „ferða“-hlut- verk, og það sama fyrir „hetju“- hlutverk. Það var svona auglýsing, sem olli þvi að dr. med. Ryge í Flensborg fór að leika! Hann var mikilsvetinn embættismaður og af góðum ættum, og það þótti því )ít- illækkun, að hann skyldi gerast leik- ari. Hann kom fyrst fram á leik- sviði 22. apríl 1813, sem Pálnatóki í leik Oenlensclilágers og mánuði síðar lék liann Hákon jarl. Hann varð langfremsti leikari Dana, en ráðríkur var hann og vanslilltur, svo að vandræði urðu að. Einu sinni er leikarinn Seeman (sem var tengda sonur Ryges) hafði gleymt nokkr- um orðum úr tilsvari i „Elverböj“, réðst Ryger á hann með óbóta- skömmúm eflir leikinn og brá sverði og reiddi að honum. Leikir Oelilenschlagers drógu ekki vel fólk að húsinu. Það var annar höfundur, sem fólk vildi lield- ur sjá, þýski „leikhússkraddarinn" Kotzebue. Árin 1801-—’25 sýndi leik- liúsið 70 leiki eftir bann! Árið 1825 var gullöld hjá leik- húsinu. Á þeim tírna hafði það fjölda úrvalsleikara, nfl. Ryge, C. N. Ros- enkilde, N. P. Nielsen, Önnu Niel- sen og Joachim Ludv. Phister, sem var aðeins 12 ára er hann lék fyrst. Hann var besti Holbergleikari sinn- ar tíðar. Ilann giftist síðar Louise Pedersen, sem varð fræg í Pernillu- hlutverkum. Þau urðu bæði mjög gömul. Phister var fæddur 1807 og dó 1906 og hún varð nær 100 ára, f. 1816 og dó 1914. Michael Wiehe lék fyrst 1837 og varð einn af allra vinsælustu leikurum á öldinni sem leið, Adolf Rosenkilde sama ár og Iír. Mantzius 1842. En frægust allra varð Johanne Louise Heiberg (1812 —1890), sem byrjaði að leika barna- hlutverk. Johan Ludv. Heiberg sá hana á leiksviði og skrifaði „Aprils- narrene“ mcð tilliti til hennar, sem var leikið 1826 með lienni sem Trine Rar. Fimm árum síðar giftist hún Heiberg, en hann var aðalskáld leikhússins um langt skeið, og „vaudeviller“ lians innleiddu nýja leiklistarstefnu i Danmörku. Sú fyrsta var „Ivong Salomon og Jör- gen Hattemager“, þá kom „Aprils- narrene" og svo „Recensenten og Dyret“, Elverhöj“ var sérstakt í sinni röð, samið i tilefni af hjóna- handi Friðriks, síðar VII. Nokkru síðar kom skáldið Hertz með mörg leikrit og loks Hostrup sem byrjaði með „Andbýlingunum", sem leiknir voru i fyrsta skipti i kgl. leikhús- inu 1848. Heiberg var forstjóri kgl. leik- hússins 1849—’56 en það bakaði hon- um mikið mótlæti. Einn af leikurun- uiri var F. L. Höedt, sem vakti mikla aðdáun sem Hamlet, 1851. En þeim gat ómögulega samið, honum og Heiberg og Höedt var sagt upp. Þá sagði Michael Wiehe upp líka og léku þeir báðir í Hofteatret næstu ár. En Heiberg fékk ámæli af þessu og sagði loks af sér 1856, en þá komu leikararnir tveir aftur og Höedt var gcrður að leiðbeinanda. Það gat Johanne Louise Ileiberg eklci þolað og fór frá leikhúsinu, en þá varð fólk svo granrt að það hróp- aði Höedt niður, en frú Heiberg kom aftur að leikhúsinu. Árið 1864 lék hún í síðasta sinn — Elisabeth Munk i „Elverhöj“. Árið 1874 rann upp ný öld hjá kgl. leikliúsinu, er nýja byggingin var vígð. Nýja leiksviðið var miklu stærra en það gamla, svo að ball- etlinn og óperan fengu betri skil- yrði en áður. En August Bournon- ville liafði gert danska ballettinn frægan, svo að hann býr að þvi enn í dag. Um aldamótin síðustu var fjöldi ágætra leilcara við kgl. leikliúsið, svo sem bræðurnir Emil og Olaf Poul- sen, dr. Ivarl Mantzius, Peter Jern- dorff, frú Betty Hennings, Emma Tliomsen, Anna Bloch o. fl. Og nú komu leikrit Ibsens, Björnsons og Strindbergs i viðbót við þann arf, sem kgl. leikhú;sið hafði frá Hol- berg, Hostrup, Heiberg og Oehlen- schlágcr. Anna Bloch er ein lifandi af leikurunum um aldamótin, en af núverandi kynslóð ber þau hæst uppi Poul Reumert og Bodil Ipsen. Hér liefir aðeins verið talað um kgl. leikliúsið. En af öðrum leikliús- um kom Casino fyrst, 1847, en það er nú ekki lengur til. Folketeatret var stofnað 1857 og Dagmarleikliús- ið 1883. ENDIR. Það er talið víst að barnsfæðingar skaði líkama móðurinnar, en liér varðar það þó mestu að konan fari vel með sig eftir barnsburðinn. Barnsfæðing eykur líkamsþunga kon unnar. Meðan hún gengur með barn- ið þyngist hún um nálægt 10 kg. Eftir fæðinguna léttist liún um 6 kg. ef talið er að barnið vegi 3% kg. en þegar mánuður er liðinn er hún venjulega 1—1% kg. þyngri cn liún var áður en hún varð ólétt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.